Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1948, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1948, Síða 1
V Arní Óla: Hneykslið dmkirkjunni Saga írá bernskuárum blaðamensku á íslandi VORIÐ 1835 ljest Gunnlaugur Oddsson dóm'kirkjuprestur í Rvík. Hann bjó á Lambastöðum og varð aðeins 49 ára að aldri Varð hann harmdauði öllum Revkvíkingum og þeim öðrum, sem honum höfðu kynst. Var það mál manna að langt mundi þangað til annar eins af- bragðs maður yrði sálusorgari Reykvíkinga og prestur í dóm- kirkju landsins. Sjera Ásmundur Jónsson, sem þá var nývígður prestur til Breiða- bólstaðar á Skógarströnd, var þá fenginn til að gegna embætti dóm- kirkjuprests frá miðjum júlí til næsta vors. En þá um haustið var embættið veitt sjera Helga G. Thordarsen presti í Odda á Rang- árvöllum, og tók hann við því í næstu fardögum, en sjera Ásmund- ur fekk þá Odda. Árið 1846 var Helgi G. Thordar- sen kosinn biskup. Tók hann við því embætti 2. september um háust ið og settist að í Laugarnesi. Urðu nú miklar umræður um það, hver verða mundi eftirmaður hans. sem dómkirkjuprestur í Reykjavík — Tveir menn sóttu um embættið og mátti vart á milli sjá hvor þeirra teldist hæfari til að hljóta það. — Annar þeirra var sjera Ásmundur í Odda, sem hafði þjónað því áður, en hinn var dr. Pjetur Pjetursson, síðar biskup, er þá var prestur á Staðastað. Báðir höfðu þeir lokið guðfræðiprófi með ágætiseinkunn við Kaupmannahafnar háskóla og Ásmundur verið hálfu ári á urxdan. En Pjetur hafði það aftur á mótí fram yfir, að hann hafði varið doktorsritgerð í guðfræði. Hinn nýi biskup var ráðríkur maður og fyrir fylgi hans var sjera Ásmundi veitt embættið. Fanst dr. Sveinbjörn Hallgrímsson Pjetri þá fram hjá sjer gengið og sjer sýnd svo mikil lítilsvirðing með þessu, að hann afrjeð að hverfa af landi brott. Sótti hann þá um prestakall á Sjálandi, en fekk það ekki. Árið eftir fekk hann svo sárabætur. Þá var prestaskólinn stofnaður og. hann skipaður for- stöðumaður hans, óg varð þess vegna ekkert úr því að dr. Pjetur flýði land. Meðan Helgi Thordarsen var dóm kirkjuprestur hafði hann látið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.