Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1948, Page 10
LESBÖK MORGUNBIIAÐSINS
\ m ' í/w . M'f r>: • "f
Þá fóru nokkrir helstu herforingj-
arnir að athuga hernaðarviðbimað
á austurströndinni. En jeg var ekki
að hugsa um það, jeg var að hugsa
um það eitt að taka sem best cftir
Montgomery hershöfðingja. Jeg at-
hugaði það á hvern hátt hann heils-
aði, hin snöggu viðbrögð hans, þeg-
ar hann leit í kring_ um sig, og
hvernig hann hafði það til að
hvessa augun á menn alt í einu.
Við komum niður að ströndinni.
Og það var stórfengleg sjón, sem
þar blasti við. Úti fyrir, eins langt
og auga eygði, lágu vígdrekar, beiti
skip, tundurspillar og önnur her-
skip af óteljandi gerðum. — Yfir
þessu sveimaði stór hópur flug-
vjela. Það var verið að flytja um
borð skriðdreka, brynvagna, fall-
byssur og þúsundir manna. Seinna
komst jeg að því að þarna hafði
farið fram æfing undir innrásina.
í þeim ótölulega grúa hermanna,
sem þarna voru, var piltungur einn,
sem var í vandræðum með hafur-
task sitt. Montgomery gekk til hans
og lagaði byrðina á baki hans:
„Svona góði! Fer það nú ekki bet-
ur?“ sagði hann. Svo klappaði hann
piltinum á öxlina og sagði að hann
mætti fara. Þetta „innræti“ hers-
höfðingjans verð jeg að leggja á
minnið, hugsaði jeg með sjálfum
mjer.
Tveim dögum seinna hittumst
við hershöfðinginn tveir einir. —
Hann rjetti mjer höndina til kveðju
og þegar jeg virti hann fyrir mjer
fanst mjer hann bera svo utan á
sjer tign sína og foringjasvip, að
jeg mundi aldrei geta náð því
Hann bauð mjer sæti og brosti:
„Það hvílir mikil ábyrgð á yður
eins og þjer vitið. En mjer er sagt
að þjer sjeuð leikari.“
„Já, sir, jeg hef verið á leik-
sviði mestan hluta ævi minnar.“
Við töluðum lengi sainan, Svo
rjetti hann mjer hendina aftur og
sagði: .
\
„Gangi yður vel, James Jeg er
viss um að yður tekst þetta “
Svo kom alvörustundin nokkru
síðar. Yfirforinginn gaf mjer sein-
ustu upplýsingar og fekk mjer svo
einkennisbúning, samskonar og
þann, sem Monty bar, með húfu og
einkennum og öllu. Hann sagði
mjer að það væri aðeins nokkrir
útvaldir menn í Gibraltar og Al-
gier, sem vissu um þetta. Enginn
af herforingjunum, sem áttu að
fylgja mjer á burtfararstað, vissi
neitt annað en að jeg væri Monty.
Þar reyndi fyrst á það hvernig jeg
gæti leikið hlutverk mitt.
Með mjer áttu að fara tveir for-
ingjar og vera ráðunautar mínir.
Jeg skifti um búning í einkaher-
bergi foringjans, lagaði á mjer hár-
ið og skeggið. Húfúnni tylti jeg
skáhalt á kollinn og gekk svo fram
fyrir, þar sem foringinn beið mín.
Jeg sá að honum hnykti við. Það
var góðs viti.
Við ókum eftir svo að segja auð-
um vegi, en samt fanst mjer eins og
þúsund ljóskösturum væri beint að
mjer. Við mættum stúlku á hjóli og
hún veifaði eins og óð og var nær
fallin af hjólinu. Tveir hermenn
staðnæmdust á veginum og flýttu
sjer að heilsa. Alt í einu skildi jeg
þetta — þetta fólk var að heilsa
Montgomery hershöfðingja
Skamt frá flugvellinum kom á
móti okkur flokkur hermanna á bif
hjólum og þeir fylgdu okkur þang-
að sem flugvjelin var. Áhöfn flug-
vjelarinnar stóð þar í kveðjustell-
ingum. Jeg var kyntur fyrir yfir-
flugmanninum, Slee flugforingja,
einum af einkaflugmönnum Churc-
hills. Þetta var ungur maður. með
brjóstið þakið af heiðursmerkjum.
Á bak við flugmennina stóð hóp-
ur af háttsettum foringjum úi land
her og flugliði. Mjer komu í hug
orð foringjans: „Enginn þeirra veit
hver þjer eruð,“ og það fór hálf-
gerður geigur um mig.
Jeg gekk upp í flugvjelina og
samferðamenn mínir og flugmenn-
irnir á eftir. Það hvein í hreyflun-
um og rjett á eftir lagði flugvjelin
á stað. Þeir á flugvellinum veif-
uðu. Jeg veifaði aftur til þairra. Og
svo vorum við komnir upp í loftið.
Annar foringinn sat aftan við
mig. Hann hvíslaði: „Þjer gerið
þetta með afbrigðum vel.“
„Þakka yðurfyrir, sir,“ sagði jeg.
„Þjer megið ekki kalla mig „sir“,“
sagði hann alvarlega „Þess verðið
þjer vandlega að gæta, þegar við
komum til Gibraltar. því að þá á
jeg að kalla yður sir.“
Áður en varði blasti hið bláa
Miðjarðarhaf við okkur — og
Gibraltar beint fram undan Með-
an flugvjelin var að lækka ílugið
fór jeg í huganum yfir allar þær
leiðbeiningar, sem jeg hafði fengið.
Fjöldi foringja af öllum stigum
beið á flugvellinum til að taka á
móti mjer. Jeg tók kveðju þeirra,
gekk svo að hópnum og talaði
fyrstu orðin í nafni Montgomerv
hershöfðingja: „Góðan daginn herr
ar mínir! Hvar er Foley?“
Foley major, aðstoðarforingi Sir
Ralph Eastwood, landstjóra í Gi-
braltar, gekk fram.
„Hjer er jeg, sir. Góðan daginn.
Jeg vona að ferðin hafi gengið vel.“
Við tókumst í hendur og sögðum
nokkur orð. Og svo kom önnur setn
ingin, sem jeg átti að segja:
„Jæja, Foley, eigum við ekki að
fara til stjórnarráðsbyggingarinnar
og fá okkur morgunverð. Jeg hef
nauman tíma.“
Við ókum saman í bíl, og enda
þótt jeg vissi að Foley hafði feng-
ið upplýsingar um þennan leik þá
ljet jeg sem jeg væri yfirhershöfð-
inginn, vegna bílstjórans og for-
ingja, sem sat fram í. Mjer gafst
ekki mikill kostur á að tala. Jeg
hafði nóg að gera að veifa til mann
fjöldans, sem safnast hafði saman
á götunum. Einhvern veginn hafði
I