Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1948, Síða 12
488
LESBOK MORGUM BLAÐSLNS
Þóroddur Guðmundsson:
FERÐ Á INGJALDSSAND
SUNNANROSINN haíði lengi ráð-
ið ríkjum. Allar götur voru með
pollum og auri, mýrarnar eins og
svampur.
Jeg vaknaði á miðjum morgni
og reis þegar úr rekkju *Ólafur
kennari drap að dyrum, ferðbúinn.
„Veðrið er gott,“ sagði hann,
„skýjað loft og úrkomulaust“ Hest-
urinn beið úti fyrir, með# reiðtygj-
um. Árbitui' stóð á borðinu. Jeg
var ekki lengi að gera honum skil.
Og svo lögðum við af stað.
Förinni var heitið út á Ingjalds-
sand. Sjera Eiríkur á Núpi og Guð-
mundur Bernhardsson, bóndi og
kennari á Ingjaldssandi, höfðu vak-
ið áhuga minn á þossari bygð og
longun txi að sjá liana, og .var jeg
ekki í rónni íyr en þeirri ósk varð
iullnægt.
Leiðin lá fra Núpi út með Dýra-
firði, fram hjá Gerðhömrum. upp
Gerðhamradal og yfir Sandheiði. í
dalnum er sums staðar talsverður
gróður, en heiðin grýtt mjög eða
melar einir, svo sem flestar heiðar
eru á Vestfjörðum.
Veður er þurt frarn um dagmál,
hressandi suðlægur þeyr. skýja-
bólstrar á íjoilum, en grisjar þo í
loft stöku sinnum. Við stígum af
hestunum í efstu geirum, áður en
lagt er á heiðina, og lofum þeim
að bíta kjarngresið. Svo er haldið
áfram viðstöðulaust. Mjer er hin
mesta nautn að ferðalaginu Hjer
er svo ijett að draga andann, alt
svo ferskt og nýtt fyrir þann, sem
hefur alið manninn niðri á jáfn-
sljettu og laglendi missirum sam-
an. Líkaminn verður Ijettur, hug-
urinn fleygur eins cg fugl Vellíð-
an minni og gleði verður eigi með
orðum lýst.
Þegar við komum á norðuibrún
Sandsheiðar, er byrjað að úða úr
lofti smáfeldu regni. Það er aðeins
enn meira hressandi. Ennþá er
skygni sæmilegt. Við okkur blasir
ákaíiega sjerstæð bygð. Fáir eru
bæirnir að vísu, en reisulegir að
sjá, með stórum túnum umhverfis.
Ingjaldssandur heyrir til Mýra-
hreppi eða Dýrafirði að sveitar-
stjórn og fjelagsmáium, þó að Sand
urinn liggi inn af Önundarfirði,
utanverðum, sunnan fjarðarins. Á
Sæbóli að Ingjaldssandi er útkirkja
frá Núpi í Dýrafirði, og fer prest-
urinn á Núpi þangað til að messa,
ósjaldan gangandi, einkum á vetr-
um.
Meginhluti bygðarlagsins er dal-
ur, sem liggur frá norð-norðvestri
til suð-suðausturs. Hann er grösug-
ur vel og með dýpri jarðvegi en
víðast á Vestfjörðum. Eftir dalnum
i'ennur Þverá. Hlíðar hans eru
brattar og háar með bröttum tind-
um. Segja munnmælin, að þar liafi
menn hrapað til bana. Og borið
hefur víð, að skriður hafi tekíð af
bæi, sem ekki hafa bygst aftur.
Meðfram sjónum er sendin strönd
með hárri baru ofan við flæðar-
málið. Dregur hverfið alt ásamt
dalnum nafn sitt af sandinum Ná-
lægt sjónurn stendur kirkjan, sem
áður er nefnd, og jörðin Sæból
kunnasta bújörð þarna og þótt víð-
ar sje leitað.
Við Ólafur kennari ríðum nú oí-
an í dahnn, fram hjá bæjunum
Halsi, Hrauni, Brekku cg Alfadal.
Farið er að þyngia meira að í lofti;
droparnir stækka og þjettast æ því
meira sem við nálgumst húsaskjól-
ið. Þegar við kornum til bústaðar
Guðmundar starfsbróður okkar, er
•
dropakastið orðið að hellirigningu,
sem linnir ekld minnstu vitund, á
meðan við sitjum hjá Guðmundi í
besta yfirlæti að miðdegisverði og
kaffidrykkju frá því fyrir hádegi
og íram undir nón. Okkur líður
alveg frábærlega vel eftir heiðar-
íörina á góðum hestunx, fjallaloftið
lireint og örvandi, vöknaðir, en
ckki votir til skaða af síðsumars-
regninu. Alt hjálpast að til að gera
okkur vistina notalega: ósvilún
kjarnamáltíð, ilnxandi kaffi á eftir,
fjörugar samræður og öryggiskend
sú, að vita sig undir þaki Guð-
mundar, þar sem regnið buldi án
afláts.
Urkomunni ljetti í bxli fyrir nón-
leytið. Þá gengum við Ólaíur ofan
að Sæbóli, og fylgdi Guðmundur
okkur þangað. Fengum við að
skoða þar kirkjuna og önnur mann
virki.
Eftir að hafa setið í góðu yfirlæti
um stund á Sæbóli, hjeldum við
til baka, tókum hesta okkar og
bjuggumst til brottfarar af Sand-
inum.
Áður en við yfirgæfum þetta ein-
kennilega bygðarlag, ljek okkur þó
hugur á að koma að Brekku, þar
sem Guðmmidur refaskytta á
lieima. Var þar mikið hús að rísa
frá grunni, og búið í fjárhusum, á
ineðan það var í smiðum. Er bkkur
boðið inn og gætt a þeim Ijúffeng-
ustu berjum, sem jeg minnist að
h.aía nokkurn tíma bragðað. Gleym
um v' o okkur v.3 skemtilegar vtð-
I