Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1948, Síða 13
LESBOK MOROUNBt LAÐSTNS
489
ræður í fjárhúsinu yfir diskum moð
bcrjum og rjóma.
Tekur nú að kvölda. Rönlcum við
þá við okkur, þokkum veittan
greiða og skemmtun, tökum hest-
ana og kveðjum fólkið á Brekku
og Guðmund Bernharðsson, sem
ekki hafði gert endasleppt við okk-
ur, og ljeð fylgd sína einnig þang-
að. —
Sunnanrigningin kemur á móti
okkur ofan af heiðinni, þegar við
höldum upp brekkurnar sömu leið
og við komum. En það gerir okkur
ekkert til. Hestarnir eru viljugir.
Okkur líður mætavel. Glaðværð og
gestrisni fólksins hefur varpað
birtu og yl í sálir okkar. Við erum
óhræddir að mæta ærlegu regni og
íslenskum stormi.
í þessari litlu, afskekktu byggð
höfum við mætt ánægðu, duglegu
og kjarkmiklu fólki. Atorka þess
og framkvæmdir eru undraverðar.
Hjá hverju býli er feikna ræktun.
Stór og vönduð steinhús eru að rísa
upp á flestum jörðunum. Fólkið
unir þarna hag sínum vel og vill
ekki þaðan fara, þó að ýmis önnur
byggðarlög, sem ekki virðist lakar
vera ástatt um, viðvíkjandi legu og
landkostum, sjeu að leggjast í auðn.
Fólkið á Ingjaldssandi hefur vak-
ið ÍTú mína og traust á íslenskum
sveitum og bændafólki, þrátt fyrir
upplausn þá, sem gripið hefur
margt af því. Jeg hef komist að
raun um, að fólki getur liðið vel,
það getur verið farsælt og ánægt,
þó að búi aðeins 50—60 manns, eða
jafnvel ennþá færra fólk, á minna
en 10 heimilum í tiltölulega þröng-
um dal innan brattra fjalla, sem
ófær mega teljast vikum saman að
vetrinum og ekki verða farin á
bifreiðum.
Yfir Gerðhamradal og Sandsheiði
út á Ingjaldssand er tveggja til
þriggja tíma ferð að minsta kosti
í góðu veðri og færi. Á Ingjalds-
sand má að vísu líka komast sjó-
leiðis. Eru þangað fluttar vörur í
bátum frá Flateyri, sem er versl-
unarstaður Söndunga. En ströndin
er hafnlaus og sjógangur oft mikill
þar. Er því sú leið ófær tímum sam
an, eins og gefur að skilja
Rökkrið sígur yfir okkur ferða-
fjelagana á Sandsheiði. Hestarnir
eru heimfúsir og góðgengir Ýmist
spjöllum við Ólafur saman um fólk
ið á Sandinum, daginn og veginn.
eða við þegjum, og hugsar hvor sitt
um mennina og örlög þeirra, gæfu
og gervileika, óhamingju og heiður.
Langt er síðan mjer hefur liðið
svona vel. Mjer er ekki ljóst, hvort
það er heldur að þakka gæðingn-
um, sem Björn á Núpi lánaði mjer
til afnota, fjallaloftinu hreina, frá-
bærri gestrisni fólksins á Sandin-
um, góðgerðum þess og góðlyndi —
eða það stafar af því, að enn hef
jeg bætt ofurlitlu við takmarkaða
þekkingu mína á þessu óviðjafn-
anlega fagra og fjölbreýtilega landi
og fólkinu, sem byggir það.
Uppljómuð húsin og fólkið á
Núpi fagnar okkur, þegar við kom-
um þangað. Um lágnættið ^r geng-
ið til hvílu. Svefninn er væt og
góður, svo sem best má verða. Dag-
urinn er sokkinn í djúp liðna tím-
ans, orðinn að dýrmætri endur-
minningu, líkt og perla á festi
— Sægarpur
Frh. af bls. 484.
eru 1100 gestir á ári þungur baggi
á búi, þótt gestrisnin telji það ekki
eftir.
„Hvað geturðu sag't mjer meira
frá búskapnum? Þetta er farið
nokkuð fljótt yfir sögu“.
„Það er þá helst að fleiri hafa flú-
ið frá honum en jeg. Eyjarnar eru
allar að leggjast í eyði og eru þar
þó mörg hlunnindi, eins og t. d.
æðarvarpið. Já, vel á minst. jeg
get sagt þjer svolítið frá æðar-
varpi. Það er hægt að auka það
meira en menn grunar. Og jeg
hafði mína eigin aðferð við það.
Jeg jók varpið mikið bæði í Arney
og í Arnarbæli. Margir halda því
fram, að ekki megi koma stygð að
fuglinum þegar hann er að setj-
ast upp og í byrjun varptímans.
Forðast menn því að fara þá um
varplöndum. Jeg fór þveröfugt að
og það reyndist vel. Og nú skal
jeg segja þjer hvernig á því stend-
ur. Þegar æður er fæld af hreiðri
í byrjun varptímans, flýgur hún
út á sjó. Og það er segin saga að
þá þyrpist utan um hana stór hóp-
og bóndi
ur af æðarfugli, sem er óráðinn um
hreiðurgerð. Það er engu líkara
en að hópurinn sje að leita frjetta
hjá kollunni sem komin er ofan af
landi og fuglarnir skrafa drjúgum
saman. Þegar æðarkollan flýgur
■ svo til hreiðurs síns aftur, fylgir
henni fjöldi fugla og sest þar alt
í kring um hana og fer að skoða sig
um, Þetta er nokkurs konar land-
kynning, og mörg æðarhjón nema
þarna land og reisa bú. Þessi er
mín rejmsla. Og það er fjarstæða
að halda því fram að æðarfuglinn
sje mannfælinn. Það er reynsla,
að þegar bygð legst niður í eyj-
um, þá hverfur varpið þar,
Og nú hjálpast alt að þarna
vestra. Fólkið er farið úr eyjun-
um, en tófur og minkar komið í
staðinn. Og þá þarf ekki að tíunda
hlunnindi af varpinu. Sextíu og
fjögur pund af dún fekk jeg í
Arney seinasta árið sem jeg var
þar. Nú er varpið eyðilagt, að því
er jeg hefi frjett. Þannig fer stund-
um um viðleitni okkar mannanna
að gera gagn í lífinu“. .....
Á.ö.
s .........