Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1948, Síða 16
492
LESBÖK M0RGUNBEAÐSEN9
Mynd þessi er tekin úr flugvjel og sjer yfir nyrðri hluta Langholtsbygðarinnar hjá Laugarási, sundin, Engey og Við-
ey, og Esjuna og Kjalarnes í baksýn. Þetta nýja bæjarhverfi er ekki nema helmingur Langþoltsbygðarinuar, sem
þotið hefur upp seinustu árin. Annað hverfi álíka stórt er syðst á holtinu og er nú í daglegu tali nefnt Vogahverfi.
í þessari nýbygð á Langholtinu eru nú alt að því jafn margir íbúar og á Akureyri.
Eggert prófastur
í Reykholti var einu sinni í stólræou
að áminna sóknarfólk að líkna bág-
stöddum, eh tók þó fram, að þess bæri
einnig að gæta að gefa ekki í fleng. Um
það var þetta kveðið:
Gefa skaltu fjárs af feng
fátækt þeim sem bera,
en maður enginn má i fleng
miskunnsamur vera.
Um skógrækt
á íslandi segir í Ferðabók þeirra
Eggerts og Bjarna: „Þótt takast mætti
að koma í veg fyrir hina iilu meðferð
skóganna, virðist þó vafasamt hvort
þessar úrkynjuðu skógarleifar geti
nokkurn tíma rjett við af sjálfsdáðum,
heldur muni verða að grípa til annara
ráðstafana. Til þess að rækta nýan skóg
þarf .... að flytja inn ungar plöntur
til gróðursetningar í tæka tíð á ári
hverju.“ Þetta er nú verið að gcra.
Sjera Tómas Sigurðsson
prestur í Garpsdal (1823—1836) var
annálaður kraftamaður og varð geð-
bilaður á efri árum. Einhverju sinni var
sjera Tómas að messa í Garpsdal, og
kom sá maður tii kirkju er Guðlaugur
hjel og var nefndur „goggur“. Þegar
hann kom að kirkjudyrum var messa
byrjuð og prestur fyrir altarinu. Hik-
aði þá Guðlaugur við að ganga í kirkj-
una. Þegar sjera Tómas sneri sjer frá
altarinu til þess að tóna pistilinn, sjer
hann hvar Guðlaugur stendur, og segir
þá: „Kærir bræður, kippið þið honum
Gogg inn fyrir stafinn". Svo helt hann
áfram messugerðinni.
Að gefa Álku.
Fremst á skaganum milli Jökulfjarða
og ísafjarðardjúps eru klettar miklir og
skriður í sjó. Heitir þar Vjebjarnarnúp-
ur, en í daglegu tali nefnt Núpurinn.
Undir honum er klettur einn í sjó fram
og er nefndur Álka. Var það siður sjó-
manna, er þeir reru hjá kletti þessum
r.“ kasta í hann einhverju lauslegu, svo
sem .smásteinum, skorðum, tóbaks-
tuggum og jafnvel peningum. Það
kölluðu þeir „að gefa Álku“. Eigi kem-
ur mönnum saman um í hverri merk-
ingu þetta hafi verið gert, en þó telja
flestir að þýðingin hafi verið sú, að
afla sjer með því góðs gengis í sjo-
ferðinni hjá æðri máttarvöldum. (J.
Hjalt.)
Nes í Flóa
(Ferjunes, Óseyrarnes) hefir orðið
fyrir þungum búsifjum af Ölfusá. Mega
allir ímynda sjer hvílíkan usla áin hef-
ir gert á þessari jörð, því talið er víst
að bærinn hafi verið fluttur frá ánni
5 sinnum og sjest ekkert eftir af yfir-
gefnu bæjarstæðunum. Slíkur flótti
held jeg sje einsdæmi í landbrotasögu
landsins. Fyrir aldamótin 1700 var að
sögn búið að flytja Nes 4 sinnum. En
síðast var Dærinn fluttur 1728, eða litlu
síðar, og settur á síðara (eða síðasta?)
„Refstokkstúnið". Þar er hann síðan.
(Vigf. Guðm.)