Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1949, Blaðsíða 1
Mh
4. tölublað.
Sunndagur 30. janúar 1949.
XXIV. árgangur.
VÍGSLA DÓMHIJSS
HÆSTARJETTAR ÍSLANDS
ÞEGAR HIN nýju húsakynm Hæstarjettar voru vígð til notkunar,
miðvikudaginn 19. jan. s. L, voru fluttar ræður eins og skýrt var frá
í blöðum. Ræður þessar voru stuttar og gagnorðar og vörpuðu ljósi yfir
hin þýðingarmiklu störf dómsins. En vegna þess, að athygli almenn-
ings er sjaldan vakin á störfum Hæstarjettar, flytur Lesbók nú megin-
efnið í ræðum þessum, er birtist hjer:
Góöir dómsfólar halda uppi menningu oq
sjalfsviroingu þjóóarinnar
Ilerra forseti Sveinn Björnsson
komst svo að orði:
Virðulegi hæstirjettur.
Um leið og ísland hlaut viður-
kenningu sem frjálst og sjálfstætt
ríki frá 1. desember 1918, var sett
það ákvæði til bráðabirgða að
hæstirjettur Danmerkur skyldi,
eins og áður, vera áfram æðsta
dómsvald í íslenskum málum. í
samræmi við ákvæði sambands-
laganna þar að lútandi, setti næsta
Alþingi lög um hæstarjett, eins og
óumflýjanlegt var fullvalda ríki.
Með þeim lögum var að sjálfsögðu
um leið afnumið þetta dómsvald
hæstarjettar Danmerkur í íslensk-
um málum. í tæp 29 ár hefur því
þessi virðulega stofnun farið með
æðsta dómsvaldið í íslenskum mál-
m - . .* Jktf J
Þótt svo hafi verið um húsnæði
þennan langa tíma hygg jeg að full-
yrða megi, að giftusamlega hafi
tekist að halda uppi og auka traust
og virðingu þessa æðsta dómstóls
landsins þessi ár.
Þetta verður aldrei metið um oí.
í rjettarríki eru góðir dómstólar
mjög mikils virði, bæði vegna þess
þáttar, sem þeir eiga í því a^ skapa
Árni Tryggvason dómstjóri heldur ræðu.
Sú bráðabirgðaráðstöfun, sem
gerð var um húsnæði fyrir hæsta-
rjett við stofnun hans, hefir hald-
ist lengur en gert var ráð fyrir,
eða í 29 ár.
tilfinningu rjettaröryggis meðal
borgaranna og til þess að hálda
uppi menningu og sjálfsv;rðingu
þjóðarinnar. Auðvitað verður dóm-
stóllinn að vera innlendur svo þetta