Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1949, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1949, Blaðsíða 9
stýrimaður. Voru þeir þá tveir ein- ir eftir skipstjóri og Guðmundur Þorleifsson 1. stýrimaður. í tíunda skifti átti nú flekinn að fara að borði og reyndu þeir að draga hann að sjer. Var það allmildð eríiði, þar sem þeir voni ekki nema tveir. En þó var hitt verra, að brimið hafði nú aukist svo, að þeir gátu alis ekki komist niður á flekann. Og í þessum svifum slitnaði taugin og' flekann rak á brott. Horfði nú í- skyggilega fyrir þeim. En skömmu seinna kom björgunarsveit frá Suð ureyri við Súgandafjörð. Hún skaut línu út til þeirra. Gátu þeir síðan búið sjer björgunarstól úr bjarghring og köðlum og voru svo dregnir til lands. Gekk það slysa laust, því að þeir Súgfirðingar óðu langt út í brimið að taka á móti þeim. Björgunarbáturinn var svo grunt rneðan á björgun stóð, að v.b. „Garðar“ komst ekki að honum. En „Garðar“ fór þá út að ..Júlí“ og „Skúla Magnússyni“ og vakti athygli manna á því, að mjög væri orðið þröngt í björgunarbátnum og sumir mundu þar illa haldnir. Var þá rent á flot bátum frá báðum skipum. Rendi bátur ,,Júlí“ að björgunarbátnum og náði þar i 8 skipbrotsmenn, þá er verst voru haldnir. Síðan dró „Garðar“ bátinn út áð „Júlí“ og fengu hinir sjó- hröktu menn þar bestu viðtökur, heitan mat, þur föt og hlý rúm. Ujorguu lokið En af bát „Skula Magnussonar“ er það að segja, að stýrimaðurinn af „Ingólíi Arnarsyni“, sem stjórn- aði björgunarbátnum, bað hann að ná í fleka og láta hann reka að lanch imiar með firðinum, og freista þess að ná Þórhalli Halldórssyni. Sáu þeir að hann var lagður á stað gangandi inn eftir, en sú leið var óíaer. Báturinn fór nú út að skipi aftur og r.áS: í fleka. Heldu teir LESBÓK MORGUNBLAÐSINS svo þangað er þeim leist ráðleg- ast að renna flekanum að landi. Gekk þetta eins og í sögu. Þórhall- ur komst út á flekann og var liann síðan fluttur um borð. Á sama hátt var íarið að því að ná þeim Júlíusi Sigurðssyni skipstjóra og Guð- mundi Þorleifssyni stýrimanni. Skipshöfnin var nú q11 komin um borð í þrjá togara. Sigldu þeir þá inn undir Flateyri og köstuðu þar akkerum. „Garðar“ flutti alla skipbrotsmenn í land og var fyrst farið með þá í barnaskólann Var þangað komið margt fólk, sem bauðst til þess að taka þá til gist- ingar. Leið svo ekki á löngu þang- að til allir voru komnir í hlý hús hjá góðu fólki, sem alt vildi fyr- ir þá gera. Laugardaginn 4. desember kom ílugbáturinn „Sólfaxi“ að sækja skipbrotsmenn. En liann rúmaði ekki nema 20 menn. Önnur flug- vjel átti að koma að taka hina, „Sólfaxa“ gekk suðurferðin vel. En hin flugvjelin kom ekki. Spilt- ist nú veður og var ekki flugfært. Hinn 7. des. kom „Sólfaxi“ aftur og tók þá, sem eftir voru. En sjaldan er ein bára stök. „Sólfaxi“ varð að nauðlenda á Hvammsfirði. Að vísu tókst það svo giftusamlega að engan mann sakaði, og var gist í Stykkishólmi um nóttina. Morg- uninn eftir komust svo skipbrots- menn með flugvjel til Reykjavík- ur og þóttust allir þá úr Helju heimt hafa. Ur dagbok „Ingólfs Arnarsonar“. TOGARINN Ingólfur Arnarson var lagstur fyrir akkerum hjá Flateyri þegar hann frjetti að Júni væri strandaður. Var þá þegar brugðið við, akkerum ljett og siglt a stað i austanroki og sótsvörtum byl. Um kl. hálfátta sast í radar- sjánní hvar Júní var strandaður á svckölluðum Mcssk&rstar.ga. Var 87 Hannes Pálsson skipstjóri seiu stjórnaði björguninni. þá nálega 1% sjómila á milli skip- anna. En vegna veðurofsans var ekki viðlit að fara í bátana. Þegar v.b. Garðar kom á vettvang átti skipstjórinn á Ingólfi, Hannes Páls- son, tal við formann hans og for- mann Slysavarnafjelagsins á Flat- eyri og spurði hvort hægt mundi að lenda í víkinni ixman við Júní, en þeir töldu það mjög vafasamt x slíkum veðurofsa vegna stórgrýtis í fjörunni, en snjóflóðahætta innar með fjallinu. Var því ekki um Loftur Júlíusson stýrimaður hafði ícrystu á bjcrguncrbátnuun

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.