Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1949, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1949, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 41 TELDU EKKI ÆMINA í ÁRUM Það er rjett af kvenfólki, að segja ekki til aldurs síns. Eftir DELLA F. LUTES JEG ER ein meðal .þeirra milj- óna kvenna/ sem ekki vilja segja til aldurs síns. Og rökin fyrir því getið þið fundið í þessari grein. Kona, sem jeg hafði þekt um brjátíu ára skeið, og hafði gegnt þýðingarmiklu starfi, varð að láta af því. Aldrei hafði jeg haft hug- mynd um hvað hún var gömul, og jeg kærði mig ekkert um að vita það. Hún var með hvítt hár þeg- ar jeg kyntist henni fyrst, en hún er sú yngsta og fallegasta kona, sem jeg hefi sjeð. Það flaug aldrei að mjer að giska á aldur hennar, því að árin höfðu engin áhrif á hana. - Altaf var hún glöð, altaf full af áhuga. Augu hennar gátu tindrað af brennandi hugsjónaeldi og þau gátu orðið djúp af víðtækum skiln- ingi. Starfi hennar var svo hátt- að að hún hlaut að kynnast fjölda manna og kvenna og öllum þótti vænt um hana. Menn keptust um að bjóða henni heim og hún var aufúsugestur alls staðar. Mjer hnykti við þegar jeg heyrði að hún væri að láta af starfi sínu fyrir aldurs sakir. Mjer hafði altaf fundist líf hennar vera eins og lækur, sem líður áfram endalaust og er altaf samur og jafn. —Hvað heldurðu að jeg sje gömul? spurði hún. Mjer var þessi spurnin ógeðfeld. Mjer hafði altaf fundist hún standa í stað. — Þegar jeg læt af starfi mínu í júní, þá er jeg rúmlega 83 ára göm- ul, sagði hún. Hafi hún ætlast til að þetta kæmi flatt upp á mig, þá varð henni að þeirri ósk sinni. Og svo bætti hún við: — Ef húsbændur mínir hefðu vitað hvað jeg er gömul, þá mundu þeir hafa sagt mjér upp fyrir mörg um árum. Það var ekki von að húsbænd- ur hennar hefði neinn grun um aldur hennar fremur en jeg. Og jeg vildi að hún hefði ekki sagt mjer frá þessu. Altaf hafði mjer fundist hún vera ímynd þess lífs, þar sem enginn tími er til. En nú varð jeg að hugsa mjer hana sem gamalmenni, rúmlega 83 að aldri! Örvasa gamalmenni, sem varð að hætta að vinna og leggja árar í bát. Um leið og jeg vissi hvað hún var gömul, breyttist alt. Nú varð jeg að hugsa mjer hana sem konu er „á fárra fótalengd fram á grafarbakkann". Hún hafði aldrei skeytt neitt um tímann, alla sína löngu ævi. Hún hafði látið sig berast með straumn- um ,sem hvorki á upphaf nje endir. Hún hugsaði aldrei um annað en verða til gagns í lífinu. Þegar við kvöddumst voru báð- ar breyttar. í svip mínum var á- hyggja og ótti, í svip hennar upp- gjöf — vonleysi. Svo er að segja frá forstöðu- konu kvennaskóla. Hún hafði not- ið framúrskarandi hylli nemenda sinna fyrir háttprýði og vináttu. Til hennar leituðu þær allar með einkamál sín. Hun var trúnaðar- maður þeirra allra. Einu sinni sagði hún við þær: — Stúlkur, hvað haldið þið að ieg sje gömul? Þær litu allar undrandi á hana. Engri þeirra hafði nokkuru sinni komið til hugar að giska á aldur hennar. Þær höfðu altaf hugsað sjer hana sem fullkomna konu, er ætíð hlyti að vera fullkomin. Nú störðu þær á hana eins’ og eitt- hvað sem þær höfðu aldrei sjeð. — Jeg sje hvað þessi spurning kemur ílatt upp á ykkur, sagði hún, og það er besta viðurkenn- ingin, sem þið gátuð gefið mjer. .Teg hafði altaf vonað að svo mundi verða. En vegna þess að jeg er nú að fara frá skólanum, þá þótti mjer rjett, um leið og jeg kveð ykkur, að láta ykkur vita hvað jeg er gömul. Jeg veit þó, að um leið og jeg hefi sagt ykkur það, þá mun afstaða ykkar til mín breyt- ast. Fram að þessu hefir ykkur fundist það svo sem sjálfsagt að jeg væri trúnaðarvinur ykkar, kennari og leiðbeinandi. Og mjer bykir sjerstaklega vænt um það að þið hafið skoðað mig sem vin. En þegar jeg segi ykkur nú að jeg er 75 ára gömul, þá veit jeg að ykkur mun hnykkja við. Það er eðlileg afleiðing af þeirri óbeit, sem æskan hefir af ellinni Hún þagnaði og raunasvipur kom á hana, eins og yfir hana bæri skugga þessarar staðhæfingar. Og á þessu sama augnabliki breyttist viðmót allra nemenda hennar, sem höfðu þó notið hand- leiðslu hennar í fjögur ár. Þarna stóð nú gömul kona frammi fyr- ir þeim. Nú var engin von til þess framar að þær gæti leitað til henn- ar sem trúnaðarmanns. Hvaða heil- ræði gat gömul kerling lagt í ásta- málum? Hvaða skilning hafði hún á vandamálum barna og foreldra? Auðvitað var hún altaf á'móti ást- inni. Auðvitað mundi hún altaf draga taum foreldranna. — Ástæðan til þess, að jeg hefi sagt ykkur þetta, mælti ‘Kún' enn,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.