Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1949, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1949, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUJSIBLAÐSINS 9 107 AMERÍSKAR KÍMNISÖGUR Kaupmaður í lítilli sveitarversl- un í Nýja Englandi, sat utan við búðardyrnar og fjekk sjer ferskt loft. Miðaldra bóndi kom akandi eftir veginum og nam staðar. „Sæll Eth“, sagði hann. „Sæll Wes“, sagði hinn. „Þú sagðir einu sinni að jeg gæti það ckki, Eth, en svei mjer þá, nú hefi jeg gert það“ „Gert hvað?“ spurði Eth. „Selt gömlu húðarbykkjuna mína — já, það hefi jeg gert“. „Mikill snillingur ertu“, hrópaði Eth með aðdáun. „Hún var einkis virði. Hvað fekstu fyrir hana?“ „Já, hún var einkis virði eins og þú segir. En samt seldi jeg hana fyrir hundrað dollara og jeg er með þá hjerna í vasanum“. „Já, því segi jeg það, mikill snill- ingur ertu“, sagði Eth. „Hundrað dollara! Og hún var ekki tíu doll- ara virði. Hún var átján vetra, blind á öðru auga, skúfslitin og brjóstveik og alt iilt að henni. Hver var svo vitlaus að kaupa hana?“ ; „Mamma“, sagði Wes. Sam Biythe biaðamaöur for einu sinni tii Nýa Engíands til þess að kynnast einhverju deilumáli, sem þá var mjög ofarlega á dagskrá. Hann heimsótti cinn af helstu póii- tisku foringjunum í New Hamps- hire, tH þess að fræðast af honuin. Sá pólitíski tók honum vel og hann hafði svo margt að segja að óðum leið á daginn. Hann spurði þá Blythe hvort hann mætti ekki bjóða honum að borða, því að þá gætu þcir iialdið áfratn að rabba samati Blythe tók þvf með þökk- um B'-'í’di kvaðst þa ætla <*á ikrecca hpp a ioft cg ni í nckkrar stiórmr.aUgreinar, sem fcar \cru geymdar. Kjett á eftir heyrir Blythe að frúin kallað ofan af lofti niður í eldhúsið: — Samantha, maðurinn ininn boðið gesti að borða með okkur. Farðu með þessar tvær stóru kart- öflur niður í kjallara aftur og sæktu þrjár litlar í staðinn. ----0---- Hjá iandamærum Norður-Caro- hna og Tennesse bjó fjallabóndi nokkur. Eitt góðviðriskvöld sat hann úti fyrir húsi sínu, iðjulaus að vanda. Veit hann þá ekki fyr til en að út úr skógarjaðrinum, svo sem 50 skref frá honum, kemui mað ur. Hann setur þar niður þrífót og virðist miða á bónda og bóndi þótt- ist vita að þelta væri ein af þess- um nýu vjelbyssum. Hann rjetti því upp báðar hendur og hrópaði: — Skjóttu ekki! Jeg gefst upp! —Mjer dettur ekki í hug að skjóta þig, sagði aðkomumaður. Jeg er landmælingamaður og er að mæla hvar sje landamerkin milU ríkjanna. — Þá ertu alveg á skökkum stað, sagði bóndi. Landamærin eru í gih hálfa tniLu hjeðan. — Menn hafa haldið það, en það er vitleysa, sagði komumaður. — Samkvæmt mælingum okkar eru landamærin hjer, svo sem 50 íet frá liúsinu yðar. — Er það þá meiningin að henda mjer út úr Tennesse og yfir í Norð- ur Carolina? spurði bóndi. — Já, jeg er hræddur um að þjer verðið þeim megin við landamær- in. — Það nær ekki nokkuni átt, sagðf bóudi. — Jeg er íæddur cg uppahnn 1 Tennesss og þar h*ft ieg kosningarjett. Þiá haíxá enga 1 tij 3. laust úr elnu rík: yf"'r í annað. — Jeg ræð ekki við það, sagði komumaður. — Mjer ber aðeins að afmarka hin rjettu landamerki. Bóndi hugsaði sig um stundar- korn og sagði svo: — Jæja, þegar jeg hugsa mig betur um, þá gerir þetta ekkert til. Mjer hefir altaf verið sagt að það sje heilnæmara loftslag í Norð- ur CaroUne heldur en í Tennesse. ---------------o---- Ölvaður maður hafði sest inn i járnbrautarvagn. Hann lvallaði til umsjónarmannsins og spurði frem- ur fljótmæltur: — Segið mjer .... hvað er langt á milli Wilmington og Baltimore? Umsjónarmaðurinn sagði honum það og fór svo. Nokkru seinna kemur hann aftur og þá segir sá ölvaði: — Segið mjer------hvað er langt á milli Baltimore og Wilmington? — Þjer spurðuð að þessu rjett áðan, sagði umsjónarmaðurinn. — Nei, jeg spurði ekki um það, jeg spurði þá hvað langt væri a milli Wilmington og Baltimoi'e. En nú langar mig til að vita hvað langt er á milli Baltimore og Wilm- ington. — Ætlið þjer að hafa mig fyrir fífl? sagði umsjónannaður Ætli það sje ekki jafnlangt frá Balti- more til WiLnnngton eins og fra Wilmington til Baitimore? — Ekki þarf það nú að vera, sagði sá ölvaði. —• Það er ekki nema vika miili jóla og nýárs, en það er óratími miili nýárs og jóla. íW -V Fyrir mörgum árum fanst dauður maður skamt frá Leadville í sunnan- vcrðum Bandaríkjum. Málið kom fyr- ir rjett og úrskurður rjettarins var á þessa leið: „Það er sarmað að Jack tírnith dó úr hjartabilun. Vjð tuncfuni tvó göt eítir kúhur i því cg hnifur stéd í fcvf. Við úrjkurðum að Bill Ycunger skgj; her.gdur, s . o afi þessi sýki fcreifi- íst ekki út'. " :

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.