Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1949, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1949, Blaðsíða 16
108 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS W. J. Hooker enskur grasafræðingur, var hjer á ferð sumarið sem Jörundur hunda- dagakóngur ríkti hjer. Hann skrifaði bók um ferð sína og lýsir þar Reyk- víkingum og er sú lýsing heldur ófög- ur. Hann segir: „Sumir þeirra íiöfðu fremur mikið skegg, en aðrir eigi meira en svo, að það var eins og þeir hefðu rakað sig með bitlausum hnifi, eða klipt skeggið. En um hárið er það að segja, að það var í sínu fullkomna eðlisástandi, ókembt og hekk niður á axlir, flókið og sýnilega morandi af þessum litlu dýrum og eggjurn þeirra, sem eru stöðugir förunautar þessa hluta mannlegs líkama, þegar ekkert er hirt um hreinlæti. í viðræðu virt- ust þeir vera mjög líflegir og viðhöfðu miklar handa- og höfuðhreyfingar, en í hvert skifti sem eitthvað var sagt, sem olli þeim ánægju, ljetu þeir hana í ljós með því að aka sjer ákaflega“. Gísli Sigurðsson á Hamri, afi Jakobs Thorarensens skálds, var við verslunarstörf í Skelja- vík hjá láusakaupmönnum. Sú vinna hefir þótt girnilegri en sveitastritið, eins og sjá má af visum þessum. Jón Þórðarson skáld á Litlafjarðarhorni kvað: Mjög er ævi mannatetra misjöfn, tíðum reynist það. Gísii á Hamri hann á betra heldur en við, sem berum tað. Kristrún Þorsteinsdóttir húsfreyja á Kollafjarðarnesi kvað: Klæði stika, línur letra, líst ykkur ekki sama um það: Gísli á Hamri hann á betra heldur en við, sem berum tað. Um Jón A. Hjaltalin skólastjóra, segir Halldór Stefánsson þessa sögu til merkis um hógværð hans og stjórnsemi: Eitt sinn var það, að við Jónatan á Holtastöðum lentum í hörkuáflog í lestrarstofunni. Þetta var í upplestrartíma undir vorpróf. Viss- um við þá í ákafa okkar ekki fyrri til, en Hjaltalín styður höndum á axl- ir okkar, alvarlegur en rólegur á svip, og segir með hægð: „Drengir, þið meg- ið ekki vera að fljúgast á í bekknum, hinir drengirnir vilja það ekki“. Við fundum ennþá meira til sektar okkar Spiladósin sem Napoleon prins gaf Pjetri biskupi er nú geymd í Þjóðminja- safninu. Náði Matthías Þórðarson í „hljóðfærið" lijá dóttur Pjeturs biskups frú Thorberg í Kaupmannahöfn. Var það þá eitthvað úr sjer gengið, en Matt- hías ljet gera við það, og nú er það alveg eins gott og nýtt. Lögin, sem dósin spilar, eru þessi: 1. Jeannette Polka-Mazurka eftir Silbermann. 2. Impromtu Polka eftir Schulhoff. 3. Der Seemagd, Scottisch eftir Kúhner. 4. Ernani Festa da Ballo eftir Verdi. 5. Lucia di Lammermoor eftir Donisetti. 6. II Trovatore eftir Verdi. 7. L’Elisir d’Amore eftir Donisetti. 8. Valse brillante No. 1 eftir Schulhoff. Má láta kassann leika öll lögin í röð, eða tvítaka þau eftir vild. Myndin var tekin í Þjóðminjasafni hjerna um daginn og hlusta tvær ungar stúlkur hrifn- ar á „músikina”, sem er frábrugðin því, er þær hafa átt að venjast. (Ljósm. ÓI. K. Magnússon). vegna hinnar frábæru hógværðar skóla stjórans, og hættum auðvitað áflogun- um samstundis. En hann gekk þegar tjl dyra, föstum, rólegum skrefum, án þess að mæla fleira. En svo var mikið kapp í okkur, að saman rukum við aftur, þegar skólastjórinn hafði lokað hurðinni á eftir sjer. Stutt var viður- eignin, þegar skólastjóri var kominn aftur að okkur óvörum. Var hann jafn rólegur á svip og fasi sem áður, en segir þó nokkuð fastmæltari og glotti þó við: „Ef þið þurfið endilega að fljúgast á drengir, þá verðið þið að fara út til þess“. (Minn. frá Möðru- völlum). Páll Vídalín var kallaður fjölkunnugur þegar í lifanda lífi og sagði hann að óvinir sínir hefðu því verstu á sig logið að kalla sig töframann. Jón Ólafsson Grunnvíkingur, sem reit ævisögu hans, segir það berlega að Páll hafi kunnað að verjast sendingum og getur þar um eitt dæmi: „Var sá (draugur) þar í dalnum að utan sendur, er aldrei komst lengra en í Síðutagl, svo að hann sá aðeins fram að Víðidalstungu Þá lög- maður Páll heyrði það, varð honum að orðum, að sá djöfull mundi hafa brjósterfiði og fótaveiki“. Varðan í Þorlákshöfn. Á Hafranesinu hjá Þorlákshöfn var varða, allmikið mannvirki og var sú trú, að ef hún hryndi, þá boðaði það mikil og ill tíðindi. Um áramótin 1882 —83 hrundi varðan til grunna, en þá um veturinn fórst skip Ólafs frá Dísa- stöðum með 15 mönnum. Vigfús Gíslason stúdent á Ökrum í Mýrasýslu (faðir dr. Guðbrandar) þótti pöróttur í ung- dæmi sínu. Eitt af mörgu, sem hann ljek, var, að hann batt bandrum smá* steina og ljet unglinga gleypa þetta, og varð svo að draga það upp úr þeim aftur. (Saga Borgarfj.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.