Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1949, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1949, Blaðsíða 10
r 115 •1/?«'WWIW> lesbók morgunblaðsins FYRSTU kennaramir: Steingr. Þorsteinsson doc., Ólafur Björnsson próf., Ágúst Sigurðsson skólastj. og Magnús Finnbogason mag. ár eftir ár, hafa fæstir tekið nema tvær námsgreinar í einu, en hafa stundað þær aí alúð. Nokkra nem- endur hefi jeg sjeð aftur, eftir að þeir hafa verið fjarverandi um nokkur ár. Það, sem einkum hefir sett svip á námið, er að fólkið hefir kom- ið af eigin áhuga, eftir að hafa int af hendi fullt dagsverk. Eins og nærri má geta sækist námið ekki eins fljótt með því móti, eins og ef hægt væri að gefa sig að þvi eingöngu. En hins vegar hljóta nemendurnir að finna, þegar á- fanga er náð, að þeir hafa unnið persónulegan sigur. Og aukið sjálfs traust á þeim grundvelli er vissu- lega rjettmætt og holt. Skemtilegt er að athuga hve mismunandi hugðarefni þetta vinn- andi fólk hefir haft og skal jeg nú nefna þær námsgreinir, sem kendar hafa verið og jafnframt hve margir flokkar hafa stundað nám í hverri: Enska 77, íslenska 54, reikning- ur 45, danska 36, bókfærsla 24, upp lestur 18, handavinna 11, sænskd 10, íslenskar bókmentir 8, skrift 7 garðrækt 5, söngur 4, stærðfræði 4, franska 4, hagfræði 3, landafræði 3, sálfræði 3, leikfimi 2, þýska 1, esperanto 1, saga 1, náttúrufræði. 1 og vjelritun 1. Alls hafa því verið kendar 23 námsgreinir og námsflokkarnir verið 323. Fæstir voru þeir auð- vitað fyrsta árið, ekki nema 7. En smám saman fer þeim fjölgandi. Flestir voru þeir veturinn 1947— 48, eða 50. í vetur eru þeir 34 Fyrsta veturinn voru fjórir kenn- arar, en nú eru þeir 16 En flestir nemendur voru innritaðir haustið 1946, eða 715 alls. Meðalaldur nemenda hefi jeg ekki reiknað nákvæmlega, en við lauslega athugun sje jeg að hann mun vera töluvert hæstur í vetur, og verð jeg að telja að þar stefni í rjetta átt. Og jeg get ekki neitaö því, að mjer er það altaf sjerstök ánægja að innrita nemendur, sem komnir eru yfir fimtugt. í því sam- bandi minnist jeg altaf með ánægju atviks, sem bókfærslukennarinn sagði mjer frá einu sinni. Kona, sem var nemandi í byrjunarflokki í bókfærslu, og hafði stundað nám sitt af kostgæfni, hafði komið tii hans og beðið um frí í næsta tíma, vegna þess að dótturdóttir sín ætti afmæli! Annars má geta þess, að aldurs- forseti í námsflokkunum þessi tíu ár, mun vera 56 ára gömul frú. FJELAGSLÍF hefir sum árin ver ið talsvert, en stundum minna en skyldi. Sá þáttur starfsins hefir hvergi átt húsaskjól. Við höfum stöku sinnum brotist í að æfa sjón- leik eða söngflokk, en verið á hraic hólum með æfingastað. Reynt hefir verið að koma upp dálitlu bóka- safni, en það kom ekki að gagni, vegna þess að lesstofu vantaði — og var því hætt. Nokkrir kynningarfundir hafa verið haldnir á hverjum vetri. En þar sem við höfum ekki verið góð- ir gestir í veitingahúsunum frá „business“ sjónarmiði, hefir okkur aldrei tekist að fá þar inni hin eft- irsóttu kvöld vikunnar, sem yfir- leitt munu geymd þeim, sem vín- veitingaleyfi hafa. Hitt finst mjer þó enn verra, að við höfum engan stað, þar sem við gætum haft svolitla miðstöð fyr- ir fjelagslíf, þótt ekki væri nema ein stór stofa, þar sem við gætum æft söng eða leika, eða lesið og fengið okkur kaffi. Það mundi auka kynningu meðal nemenda, og vera lyftistöng fyrir fjelagslífið. Þegar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.