Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1949, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1949, Qupperneq 4
224 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS margar og misjafnar frá ári til árs Sje litið til þess liðna, finnst mörgum, að hinar fyrstu kröfur hafi verið næsta frumstæðar og ótrúlegt, að alls þess þyrfti að kref j ast, er þá var gert, — svo mjög hefur viðhorfið breyst, ekki síst á sviði mannrjettinda- og mannúð- armála. Við íslendingar höfum h'ka — tvo síðustu áratugina — átt að fagna óvenju miklum framförum, er valdið hafa straumhvörfum á flestum sviðum þjóðlífsins og einn- ig í lífi hinna vinnandi stjetta. Þau hugsuðu hátt góðskáldin, er færðu þjóðinni draumórakendar hugsanir sínar um aldamótin síð- ustu. Þau sáu líka í anda það, sem koma mundi, og það varð hlutskipti okkar, sem nú lifum, að sjá þá glæsilegu drauma rætast. Nú eigum \dð líka mörg og góð skip, er færa björg í bú og flvtja til annarra landa miljónaverð- mæti, sem þjóðin hefur aflað. Vatnsorkan, er um þúsundir ára rann óbeisluð til sjávar, er nú tek- in í þjónustu tækninnar, aflgjafi vaxandi iðju og iðnaðar. Og iafn- vel ylurinn úr iðrum jarðar skap- ar suðræna gróðurreiti og vermir okkur um kalda vetrardaga. Allar þessar framfarir hafa kost- að mikið og margar hendur voru að verki. — En voru það ekki hinar veðurbörðu og oft lúnu vinnu- hendur, sem lyftu stærsta átak- inu? Var það ekki sjómaðurinn, verkamaðurinn, iðnaðarmaðurinn og hin vinnandi kona, er voru þýð- ingarmestu hlekkirnir í þeirri keðju, er bygði upp hina miklu „nýsköpun", sem átti að verða ör- ugg kjölfesta þjóðarinnar í nútíð og framtíð? Þetta fólk kveður sjer hljóðs í dag. í dag ber það fram kröfur sín- ar til forráðamanna þjóðarinnar. Þær kröfur eru ekki altaf skráð- ar-á-marglit kröfuspjöld nje magn- aðar með stórum gjallarhornum á torgum og gatnamótum, því það eru kröfur hinna kyrrlátu iðju- sömu borgara, er krefjast þess, að mega njóta ávaxta iðju sinnar og finna atvinnuöryggi í skjóli hinn- ar miklu „nýsköpunar“. BÖÐVAR STEINÞÓRSSON form. Matsveina- og veitingaþjóna- fjel. Islands: 1. maí, baráttu- og hátíðis- dagur hins vinnandi manns 1. MAÍ ER haldinn hjer á landi, sem víða annarsstaðar, hátíðlegur baráttudagur hins vinnandi manns. Á þessum degi leggur verkalýð- urinn fram kröfur sínar og óskir. Kröfurnar eru eins og vænta má margar og misjafnar. Starfsgrcinar hins vinnandi manns eru margar, og af þeim ástæðum koma fram misjafnar óskir. Á þessum degi hefur verkalýð- urinn sýnt samtakamátt sinn, bor- ið fram óskir sínar og kröfur. En 1. maí á einnig að vera minning- ardagur. Á þessum degi á verka- lýðurinn að minnast unninna sigra, og um leið á sú minning að verða honum hvöt til áframhald- Böðvar Steinþórsson. andi sigra fyrir bættum kjörum sínum. Á þessum degi heldur verkalýð- urinn í öllum lýðfrjálsum löndum hátíð sína. En nú vill svo leiðinlega til hjer á landi, að ákveðin öfl innan verka- lýðshreyfingarinnar vilja og eru þegar farin að fótumtroða þá ein- ingu sem er hátíðarhöldum dags- ins og verkalýðssamtökunum nauð- synleg. 1. maí sem hátíðisdagur verka- lýðsins hefur á liðnum árum fært hinni uppvaxandi kynslóð bætt skilyrði til lífsins, og bjartari fram- tíðarvonir. En þegar farið er að nota þennan hátíðisdag til áróð- urs ákveðnum stjórnmálaflokkum í þjóðfjelaginu, en minna hugs^ð um einingu verkalýðsins í verki, (það gleymist aldrei að hafa ein- ingu í orði), þá er verið að snið- ganga þær björtu vonir uppvax- andi kynslóðar, um bættan hag. sem byggist á eimngu verkalýðs- samtakanna. Nú er áreiðanlega mörgum spurn: — Hversvegna getur verka- lýðshreyfingin ekki háð sína lífs- baráttu án þess að inn í sje bland- að stjórnmálaerjum. Þessa spurningu hef jeg lagt fram við ýmsa forystumenn verka lýðsmála. Svarið er ætíð annað- hvort: „Það er ekki hægt“. eða „getur þú bent á leiðir“. Fyrra svarið, „það er ekki hægt“, byggist á því, eftir því sem virð- ist, að áhuginn er fyrst og fremst að nota verkalýðshreyfinguna, það mikla vopn sem hún er í þjóðfje- laginu, til þess að auka áhrif á- kveðinna stjórnmálaflokka, þó full víst sje að það hafi lamandi áhrif á viðnámsþrótt hennar. Síðara svarið, „getur þú bent á leiðir", er auðsýnilega fram borið til þess að fela þá ábyrgð innan verkalýðshreyfingarinnar, sem þeim er spurður er, hefur hlotnast.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.