Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1949, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 243 MEÐ STRANDFERÐASKIPI 1883 FVRIK skömtnu birtist í Lesbók kafli úr ferðabók Baumgartners hins kaþólska prests, er sentlur var hingað 1883. Sá kafli fjallaði um iteykja- vík og Suðurland. Hjer kemur annar kafli og segir frá ferð með skipi norður um land til Austfiarða. Lagt ai' staft i'rá Reykjavík. HINN 31. júlí vorum við allan dag- inn að ganga frá farangri okk- ar og kveðja kunningjana. Um kl. 8 um kvöldið fór von Geyr með farangurinn um borð en við greif- inn gengum okkur til skemtunar um bæinn. Hvarvetna var kyrð nema niðri í fjöru. Þar var fjöldi fólks. Nú fell fyrsta skipsferð til Norðurlands um langa hríð og fjöldi stúdenta œtlaði með. Fjöldi annara ætlaði líka að fara. Sum- ir voru þegar komnir um borð í „Thyra", en aðrir stóðu í fjörunni og töluðu við vini sína og ætt- ingja. Enn meiri þröng var þó um skipið heldur en í fjörunni. Þar lágu sjálfsagt um 20 bátar í bendu og við urðum að stikla úr einum í annan til þess að komast að stig- anum. Þarna var svo mikið líf og fjör að maður átti bágt með að trúa að þetta gerðist á íslandi. Á báð- um farrýmum var fult af fólki og þyrping vina og vandamanna stóð um hvern farþega. Niðri í klefun- um og jafnvel á þilfari var mikið drukkið, aðallega bjór, en einnig vín og brennivín. Sums staðar voru heilar fjölskyldur. Á öðrum stöðum höfðu ungar stúlkur hnapp ast saman og flýttu sjer að reyna að segja alt, sem þeim lá á hjarta, áður en skilnaðarstundin kæmi. Farangur þeirra var í koffortum sem gott var að binda í klyf þeg- ar skilið var við skipið. „Thyra" var miklu betra skip on „Romny", rúmgott, nýtt og þægilegt. Hammer skipstjóri var danskur sjóliðsforingi og mentað- ur maður. Hann talaði þýsku og ensku reiprennandi og tók okkur mjög vel. Nær allir, sem við höfðum kynst, komu um borð til þess að kveðja okkur og á þessu gekk þangað til skipið var að fara. Allan tímann var ys og þys manna, sem voru að koma og fara, menn hlógu og spölluðu saman. Það var engu lík- ara en að skipið væri veitingakrá, sem Reykvíkingar vildu ógjarna skiljast við. Um miðnætti, er skip- ið þeytti eimpípuna í seinasta sinn, fóru seinustu bátarnir frá borði. Akkerum var ljett og skipið skreið á stað. Óheppinn ferðamaður. Morguninn eftir vorum við komn ir fram hjá Snæfellsjökli og sáum ekki annað en gráar og úfnar und- irhlíðar hans, því að þoka huldi hann hið efra. „Er þetta ekki hræðilegasta land í heimi?" sagði Major H., enskur ferðalangur, sem Danir heldu að væri eitthvað ruglaður í kollin- um. En það fór fjarri því að svo væri. Þetta var greindur og vel mentaður maður. Hann hafði tví- vegis verið í Indlandi, en átti nú heima í Woolwich og vann þar að tímariti um hermál. Árið áður hafði hann ferðast um Noreg og nú ætlaði hann að eyða sumarfrí- inu á íslandi. En hann hafði ver- ið óheppinn. Hinn 5. júlí hafði hann stigið á „Thyra" í Leith og hafði nú dvalist nær mánuð á skipinu. Það átti fyrst að fara til Austfjarða og þaðan norður um land til Reykjavíkur. En hafís var í'yrir Norðurlandi og það varð að snúa aftur á Húnaflóa og fara suð- ur fyrir land. Þegar til Reykjavík- ur kom hafði harm orðið fyrir evo miklum vonbrigðum, . að hann hætti alveg víð að ferðast um landið, eins og hann hafði ætlað sjer. Hann helt því kyrru fyrir á skipinu og hjet því hátt og hátíð- lega að hann skyldi aldrei framar á ævi sinni stíga fótum á íslenska grund. Stykkishólmur og Flatey. Um miðjan dag rendi ,,Thyra" inn á lítinn vog, sem er skýlt af hárri klettaey (Súgandisey), svo að þar er góð höfn. Hjer var akker- um kastað. Við fórum í land með póstbátnum, Á íslandi eru ekki til neinar hafskipabryggjur. Skipin verða að liggja all-langt frá landi. Stykkishólmur er í uppgangi. Hjer verslar Zöllner, sá sem var okkur samskipa á „Romny" Hann á heima í Kaupmannahöfn. Við fórum að heimsækja hann hjer. — í stað þess að hitta þar fyrir vöruskemmur, angandi af grútarþef, var okkur boðið inn í snotrasta hús, þar sem voru falleg húsgögn, blóm og skart- gripir og öll Kaupmannahafnar- þægindi. Fyrir framan húsið var dálítill garður og þar stóð Apollo með lýru sína. Þarna umhverfis höfnina standa um tuttugu .ísjáleg hús, sum tvílyft, svo að Stykkis- hólmur hefir á sjer bæjarbrag. Við fórum til Helgafells, að heimsækja prestskonuna, sem við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.