Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1949, Blaðsíða 6
450 verksmiðjunnar, sem er eign þjóð- arinnar”. Þetta var nóg. Ekki var hreyft við fulltrúa flokksins. 3. Múrarinn Muchanov sat að mat sínum í nýbyggingu nokkurri og þá varð honum það á að spyrja þann er næstur sat: „Hvernig stend ur á því að mjölskamturinn og smjörskamturinn hefur minkað. Áður var þó nóg af mjöli og smjöri til í Síberíu". Afleiðing: Þriggja ára þrælkun- arvinna, enginn dómur, engin á- stæða. Konan hans vissi nú ekki hvern- ig hún ætti að halda lífinu í sjer og börnunum. Þegar hún spyr um manninn sinn, er henni svarað: „Við þolum ekki uppreisnartal verkamanna. Þeir eiga að gera skyldu sína og ekki vera svo heimskir að spyrja. Hver stjettvís verkamaður veit þetta. Nú hefir maðurinn þinn tíma til að hugsa um þetta“. 4. Þá er sagan um Nikolai Alex- ajewitsch Leontjeff, 32 ára gaml- an verkamann í eldspýtnaverk- smiðjunni í Tomsk. Á hverju kvöldi, þegar verkamennirnir fara úr verksmiðjunni, er leitað vand- lega á þeim, til þess að vita, hvort þeir hafi ekki stungið á sig eld- spýtum. Svo er það eitt kvöldið, að þolinmæði Leontjeff er á þrot- um: „Þetta skal vera í seinasta skifti, að jeg læt fara svona með mig. Jeg er ekki þjófur. Jeg hefi verið ráðvandur alla ævi og jeg fer ekki að gera mig að þjóf fyrir fáeinar eldspýtur. Skiljið þið það?“ Og svo reiddi hann hnefann framan í leit- armanninn. Hann var tekinn fastur. Sat nokkra mánuði í fangelsi. Eftir rúma sjö mánuði kom konan hans að venju með matarböggul handa honum. Þá var henni sagt: „Maðurinn þinn þarf ekki fram- ar á mat að halda. Hann er nú LESBÖK MORGUNBLAÐSiNS kominn þangað sem allir slíkir bver hausar eiga að vera“. Enn í dag má jeg varla óklökkv- andi minnast þessa ráðvanda og duglega manns, sem ekkert hafði til saka unnið, annað en það, að vera heiðarlegur maður“. V. KAFLI Tortíming fólksins. Bæði í Rússlandi og öllum þeim löndum, sem komin eru undir vald Politbureau, er yfirstjettin, hinir útvöldu kommúnistar, hátt hafnir yfir fjöldann, sem er kúgaður bæði efnalega og andlega. Þessi yfirstjett drotnar yfir fjöldanum með ótak- mörkuðu valdi á öllum sviðum. Hámarki sínu nær þessi yfirdrotn un með fangabúðunum og þrælk- unarstöðvunum. Enda þótt rúss- neska stjórnin reyni með öllum hugsanlegum ráðum að fialda þessu leyndu, þá hafa sannanirnar hrúgast upp á undanförnum árum, svo að þar er ekki um neitt að villast. Fritz Löwenthal segir um þetta: „Þrælavinnustöðvarnar, ásamt fangabúðum, eru hyrningarsteinn aukins iðnaðar í ríkinu. Alveldi stjórnarinnar, sem grípur inn í allt fjelagslíf, viðskiptalíf og einkalif, og beitir valdi sínu miskunnarlaust, hefir fundið upp þessar stofnanir til þess að ná í stórfelt vinnuafl. Þegar samvinnubúskapurinn var settur á laggirnar, flosnuðu upp miljónir stórbænda og Kulaka (miðlungsbænda). Allur þessi mikli fjöldi var settur í þrælkun- arvinnu, fjölskyldum var sundrað og dreift víðsvegar. Stjórnin sá það, að hún gat á auðveldastan hátt fra'mkvæmt ýmsa þætti fimm ára áætlunarinnar, svo sem aukning járnbrauta, skipaskurða, námu- gröft og skógarhögg, með því að nota þræla til þessar vinnu. Uppi- hald þeirra varð ódýrt, því að hvorki var þeim ætlaður mikill matur nje beisin húsakynni. Og þó að þeir hryndu niður var auð- velt að bæta í skarðið. Þessum þrælum fjölgaði brátt stórkostlega og um eitt skeið voru þeir að minsta kosti 15 miljónir. Þessi tala jókst þó stórkostlega þegar við bættust stríðsfangarnir og herleiddir þjóðflokkar, eins og til dæmis Volga-Þjóðverjar, Krím- tartarar, Litháar, Lettar og Eist- lendingar. Þetta hernumda fólk *var að lang mestu leyti sett í þræla vinnu stöðvarnar. Og ástæðan til þess, að dauðarefsing var numin úr lögum í Rússlandi árið 1947, var sú, að það borgar sig betur að láta hina dauðadæmdu ganga sjer til húðarinnar meðan þeir geta tórt“. Enn frekari upplýsingar um þrælahald Rússa er að finna í viku- ritinu „Der Aufbau“ í Zúrich 11. júní 1948. Jeg tek hjer nokkra kafla úr því: ..... Bolsivikar töldu að þetta ástand væri óþolandi og einhver breyting yrði að verða á því. Það stæði líka í stefnuskrá Sovjets að koma í veg fyrir það ástand, sem leiddi til glæpa. Auðvitað varð á hinn bóginn að gera eitthvað við þá, sem voru andvígir stjórnarfar- inu. Það varð á einhvern hátt að gera þá óskaðlega, og helst að betra þá ef hægt væri. Þá voru fundnar upp „betrunar-fangabúðir". En það voru ekki leiðtogar kommúnista- flokksins, sem fundu upp á því snjallræði, heldur foringjar hinnar nýju Tjeku, sem fljótlega fetaði dyggilega í fótspor fyrirrennara síns, Ochrana. Allt landið var flakandi í sárum eftir styrjöld og hungursneyð. Og það var svo sem sjálfsagt að harð- indin kæmi fyrst og fremst niður á föngunum. 1923 var svo hafin stórkostleg til- raun um að endurbæta fangabúð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.