Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1949, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1949, Blaðsíða 12
456 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS irnar til að aka brunaslöngum til borgarinnar og flytja þaðan flótta- fólk, sem hvergi átti höfði sínu að að halla. Því að dagana 5.—8. maí geisaði hinn ógurlegi stórbruni í Hamborg, er laust allan heim með skelfingu. Þá brunnu 75 götur með 4219 húsum, og þar á meðal fór ráðhúsið og þrjár kirkjur. Hundrað menn fórust, en um 20.000 mistu hús og heimili. Tjónið var metið 14 miljónir marka. En upp úr brunarústunum reis Hamborg glæsilegri en hún hafði áður verið. Stórhýsi komu í stað smáhúsa, breiðar götur í staðinn fyrir þröng og krókótt stræti og allur borgarbragur breyttist al- gjörlega. Og nú komu járnbrautir og járnbrautarstöðvar, símasam- band við Cuxhaven og í staðinn fyrir næturverði kom lögregla, sem helt uppi eftirliti í borginni nótt og dag. Árið 1856 kom gufuferja, sem var í förum milli Hamborgar og Altona. Árið 1865 komu fyrstu póstkassarnir í göturnar. Hæðin á Alster hefur verið jöfnuð og þar rís Aipp listasafnið. Hinn ■ 15. október 1888 gengu Hamburg; Altona og Wandsbek í þýska tollabandalagið og upp frá því verða framfarirnar hraðstígari. Sama ár var líka hafin smíð á þremur fyrstu gufuskipum Ham- borg-Ameríkulínunnar. Eins og aðrar borgir hafði Ham- borg verið bygð innar borgarmúra og þar voru aðallega þrenns konar byggingar: hin miklu skrifstofu og verslunarhús kaupmanha, einbýlis- hús iðnaðarmanna og verslunar- manna, og loks kofar hinna fá- tæku. Þetta helst löngu eftir að borgarmúrarnir voru orðnir þýð- ingarlausir. Gömul lög um hinn svokallaða hliðtoll hömluðu verka- mönnum frá því að byggja sjer hús og búa í þorpunum utan við borg- armúrana. Það var sem sje regla að borgarhliðum var læst sumar og Das Steckelkörr.flet, 1939 — vetur við sólsetur, og ekki opnuð aítur fyr en í sólarupprás. Það var hinn 31. desember 1860 að þessi siður var lagður niður, og upp frá því tóku úthverfin hratt að bvggj- ast. Vegna þessa jukust og mjög kröfur um bættar samgöngur. Var þá farið að byggja hábrautir og neðanjarðarbrautir og breyttist enn alt útlit miðborgarinnar við það. Þá var líka gerð hin mikla versl- unargata, Mönckebergstrasse, og bar hún mjög af öllum öðrum göt- um. Altaf var og verið að stækka og endurbæta höfnina, þangað til hún var orþin einhver stærsta og besta höfn í heimi, og nær yfir 7365 ha., en samanlögð lengd hafn- arbakkanna er 264 kílómetrar. Svo voru grafin göngin undir Saxelfi og voru þau tekin í notkun 1911. Fyrri heimsstyrjöldin og kreppu- árin þar á eftir komu. ekki mjög hart niður á Hamborg. Miklar breytingar urðu þá enn á borg- inni. Hin gömlu steinstræti voru rifin upp og nýtísku götur gerðar, og við þær risu upp stórhýsi, hvert öðru meira og merkilegra. Jafn- framt jókst þá stórkostlega bygð í annálaður staður: — 1949 úthverfunum, svo sem Hamm, Barmbek, Horn o. fl. Bygðust þá stór bæjarhverfi þar sem áður var engin bygð. Loftárásirnar. í seinni heimsstyrjöldinni var Hamborg enn lögð í rústir. Ógurlegustu loftárásirnar voru gerðar á borgina á tímabilinu 23. júlí til 3. ágúst 1943. En áður höfðu þó verið gerðar rúmlega hundrað loftárásir á borgina. Aðfaranótt 24. júlí 1943 sendu bandamenn 600 sprengjuflugvjelar til árásar á borgina. Þessi árás stóð í hálfa klukkustund og á þeim tíma rigndi látlaust sprengjum og eld- sprengjum yfir borgina, svo að borgarbúar höfðu aldrei lifað slíka skelfingarstund. Þegar flugflotinn hvarf á braut var borgin eins og eld haf og af brunanum varð bjart sem um hádag. Daginn eftir var bjart veður og glaðasólskin, en ekki nutu Hamborgarbúar þess því að reykjar kófið lá eins og kolsvart þrumu- ský yfir borginni. Mörg borgar- hverfi lágu þá algjörlega í rústum, en 1500 menn höfðu farist.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.