Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1949, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1949, Blaðsíða 9
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 453 anna í hinum ýmsu herteknu lönd- um, þar sem þeir hafa allstaðar farið fram með nauðgunum, hrotta- skap og ránum. En þrátt fyrir það þótt börnin sjeu alin upp í „kommúnistiskum anda“ og meiri hluti þeirra mótist sjálfsagt af því alla ævi, fæðast þó enn menn í Rússlandi, sem hafa meðfædda þrá til að hugsa rjett og gagnrýna. Þegar þeir vaxa upp getur þeim ekki dulist hvílíkur reg- inmunur er á fræðikenningum kommúnista og breytni þeirra. Þá er þeirra örlagastund cpp runn- in. Ef þeir segja eitt einasta orð, þá er úti um þá. Þeir verða rendir í þræikunarvinnu sem „þjóðníðing- ar“. En ungir menn vilja lifa, og til þess að geta lifað verða þeir að gerast hræsnarar. En það er skamt stig milli hræsni og óskamm feilni, og því fer svo fyrir þessum mönnum, að þeir skeyta hvorki um skömm nje heiður og verða hálfu liættulegri en hinir, sem hugsa ekki um neitt nema sinn eigin hag. Þar sem öll gagnrýni er bönn- uð fara forgörðum þau öfl, sem geta hreinsað sorann úr þjóðlífinu. Þar sem ekki má ympra á neinum efa, fer ábyrgðartilfinningin forgörð- um. Þar sem rödd þekkingarinn- ar er kæfð, þar heldur menningar- leysið innreið sína. Og þegar svo er komið fyrir einhverri þjóð, þá lendir hún fyrr eða síðar í ógöng- um. Þannig er þá ástandið í Rúss- landi, og þannig kemur það alheimi fyrir sjónir í löndum þeim, sem Rússar hafa hernumið. Þegar svo er komið fyrir einhverri þjóð, og hún hefir ekki dug í sjer að hrista af sjer ok minnihlutans, þá er henni engin bjargar von innan frá. Þeg- ar siðgæðið er borið fyrir borð, þegar hræsni og yfirdrepskapur kæfir frjálsa hugsun, eru engar lík ur til þess að sú spá rætist, að alt Sá madur clskar þjóð sína licit- . ast, scm mcst ber hina andlcgu velferð hcnnar fyrir brjósti. Sá maður ber hina andlcgu velfcrð þjóðar sinnar mcst fyrir brjósti, sem heitast þráir, að mannssálirnar verði frelsaðar frá andlegum dauða, og mcst lcggur í sölurnar til þcss, að það verði. Sá maður cr incstur og salmast- ur föðurlandsvinur, cr mcsta og cinlægasta viðlcitni sýnir i þvi, r að draga sálir samlanda sinna að uppsprcltu lifsins sjálfs og bcst kennir þcim að bcrgja af lindum hennar. Sjcra Friðrik J. Bergmann. muni lagast af sjálfu sjer með bætt- um efnahag. Framþróun og menn- ing eiga sjer ekki stað nema þar sem menn af eigin dómgreind og frjálsum hug kunna að mcta heill heildarinnar11. Ef vjer leitum nú að orsökum sið spillingarinnar, þá sjáum vjer und- ir eins, að þær eru hinar sömu og leiddu til hermdarverka nasistanna. Báðar stefnurnar, nasisminn og kommúnisminn, eru sprottnar af sömu rót, og því eru óhæfuverk in hin sömu í báðum einvaldsríkj- unum. Þess vegna er enginn mun- ur á kommúnismu og nasisma. Menn spyrja: Hvernig stendur á því, að í Rússlandi, sem alið hefir þá Dostojevsky og Tolstoj, skuli slíkt ofbeldi geta átt sjer stað? Og menn spyrja einnig: Hvernig stendur á því að í Þýskalandi, sem hefir alið þá Beethoven og Göthe, skuli herleiðing og brennur hafa átt sjer stað? Svarið er hið sama við báðum spurningum: Það er vegna efnishyggju og guðleysis, já, blátt áfram fíand- skap við guð. Því þegar guði er af- neitað, hinni einu uppsprettu rjett- lætis og sannleika, og þegar ekk- ert er skeytt um mannslíf nje göfgi mannsins, þá eru engin takmörk lengur fyrir því, hvernig menn haga sjer. Langi þá í völd, svífast þeir einkis til að ná þeim. Og þeg- ar þeir hafa náð þeim, svífast beir cinkis til að halda þeim. Að vísu eru til menn, sem telja sjálfum sjer trú um, að trúlausir menn gcti ver ið andstæðingar kommúnisma, nas- isma og hverrar annarar ógnar- stefnu. En það er algjör misskiln- ingur. Sá sem afneitar guði og boðorð- um hans hefir gert uppreisn, og þá þarf hann ekki að undrast það neitt, þótt barátta hans gegn of- beldi beri lítinn árangur. Því sá sem er orsökinni samþykkur, hefir engin tök á því, að hemja afleið- ingarnar. Sá sem afneitar hinum eina sanna guði, föður allra manna, hann eyðileggur í sjálfum sjer og öðrum alt siðgæði, meðaumkvun, bróðurást og að lokum manneðiið sjálft.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.