Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1949, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1949, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 457 Næsta stórárásin var gerð að- faranótt 28. júlí. Voru það að minsta kosti 800 sprengjuflugvjel- ar, sem tóku þátt í henni og ljetu tundri rigna yfir borgina með þeim afleiðingum að mörg hverfi stóðu í björtu báli á svipstundu. Afleiðing- arnar af þessari árás urðu miklu stórkostlegri en af hinni. Nú gat enginn gert sjer í hugarlund hve mikið tjónið var og manntjónið varð ekki tölum talið, en fólk, sem hafði mist alt sitt, og þó einhvern veginn sloppið úr dauðans kverk- um, þyrptist þúsundum saman til hj álparstöðvanna. Þriðja stórárásin var gerð aðfara- nótt 30. júlí og var hún mest. Hitar og þurkar höfðu lengi gengið svo að húsin voru skraufþur og læsti eldurinn sig á svipstundu milli þeirra eins og í þurri sinu. Eldhöf- in voru mörg, en þau runnu brátt saman og mynduðu eldkvíar, og því fólki, sem í þeim lenti var engin undankomuvon. Það stiknaði þar og brann. Bálin voru svo stórkost- leg að þau ollu hvirfilbyljum, sem öllu sópuðu með sjer, fólki og hverju er fyrir var. Logandi eldi- brandar flugu eins og hráviði og með ofsahraða og stærstu trje rifu hvirfilbyljirnir upp með rótum. — Hitinn var svo ógurlegur að fólk hrundi dautt niður eins og mýflug- ur eða fuðraði upp lifandi. Þeir, sem komust af hugsuðu ekki um neitt annað en flýja, að komast burtu frá þessum skelfingarstað. Og þegar dagur rann var ein miljón borgarbúa á flótta, eitthvað út í bláinn, gangandi, akandi, eða á bát- um. Þessi manngrúi, tryltur af ótta, dreifðist út um alt Þýskaland, sem talandi tákn þess að Þjóðverjar höfðu tapað stríðinu í lofti. Aðfaranótt 3. ágúst var enn ein stórárásin gerð. En þá kom náttúr- an sjálf hinu eftirlifandi fólki í Hamborg til hjálpar. Um leið og árásarflugvjelarnar komu, skall á í hið ógurlegasta þrumuveður, með úrhellisrigningu og skýföllum, sem kæfðu sprengjueldana svo að segja jafnharðan. Þetta var seinasta árásin á Ham- borg, en þá lágu líka 556.000 húsa í rústum, þar af voru 250.000 alger- lega jöfnuð við jörðu, en 48.000 borgarbúa höfðu biðið bana. Rústirnar eru enn að mestu ó- hreyfðar, og það verða mörg ár þangað til að þeim verður öllum sópað burt og nýar byggingar hafa verið reistar á grunni þeirra. Þó hafa nú þegar risið upp ný versl- unarhús við þær götur, þar sem umferðt er nú mest. Það er lífið, sem er að nema land að nýu þar sem hin miklu hervirki voru gerð, Tvíburar EF EINHVER kona eignast tvö börn eða fleiri samtímis, vekur það altaf umtal, og því meira sem börn- in eru fleiri. Konur geta eignast tví- bura, þríbura, fjórbura og jafnvel fimmbura. — Merkir hagfræðingar hafa reiknað, að við hverjar 87 fæð- ingar fæðist einir þríburar. Ein þrí burafæðing er ein af hverjum 7000 fjórburafæðing ein af hverjum 550.000 og fimmburafæðing ein af hverjum 57.000.000. Þess vegna vakti það alheimsathygli þegar Dionne-fimmburarnir fæddust fyr- ir fimmtán árum. En vegna þess að tvíburar eru al- gengastir, hafa vísindamenn aðal- lega fengist við að rannsaka tví- burafæðingar. Og hjer skal haldið sjer við það, enda á flest sem á- hrærir tvíburafæðingar, einnig við um þríbura, fjórbura og fimmbura. Þegar fyrir aldamótin hafði hinn mikli enski vísindamaður, Sir Francis Galton, vakið athygli á því hve merkilegar tvíburafæðingar þar sem ekkert er að sjá nema rústir, svo langt sem augað eygir. En lífið hefur líka fengið sjer fót- festu í rústunum, eins og mosinn, sem tekur sjer bólfestu í úfnum hraunum. Víða sjest rjúka upp úr grjótdyngjunum. Þar hefur fólk hreiðrað um sig í kjöljurum og ein- hverjum afdrepum, sem það hefur hrúgað upp. En þrátt fyrir alt þetta eru enn nokkur hverfi með sama svip og áður. Þar st-nda verslunarhús og verksmiðjur og götuljósin speglast í Alster á kvöldin. Smám saman færist lífið í sitt fyrra horf, og einhvern tíma kemur þar, að Ham- borg rís úr rústum, máske miklu glæsilegri en nokkurn tíma áður. eru, og þó einkum þegar um ein- eggjaða-tvíbura er að ræða. Hann sá,að með því að athuga tvíbura, var hægt að komast að ýmsum upp- lýsingum viðvíkjandi erfðum og hver áhrif uppeldi og umgengni við aðra menn hefur á andlegan þroska. Margt af því, sem Galton benti þá á, virtist svo fjarri öllum sahní, að ýmsir lífeðlisfræðingar drógu á- lyktanir hans í efa. En eftir fyrra heimsstríð var farið að gefa þessum málum nánari gaum og hafa ýmsir mikils metnir vísindamenn fengist við það. Og nú skulum við athuga að hvaða niðurstöðum þeir hafa komist. Tvíburarnir eru með tvennum hætti: annaðhvort sinn úr hverju frjóeggi, eða báðir úr sama eggi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.