Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1950, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Böggild getur þess að fyrsta verk
sitt hafi verið að draga danska fán-
ann að hún hjá sendiherrabústaðn-
um. Svo kom nú að því að fara að
gera margvíslegar breytingar á hús
inu. Það gekk hægt, því að íslensku
iðnaðarmennirnir höfðu alt annan
smekk en danskan, og þeir þorðu
heldur ekki að ráðast í það, sem
þeir höfðu ekki fengist við áður.
Svo segir frá því að hann hafði
boð inni, fyrst fyrir 24 gesti og
síðan fyrir 18. Gestirnir komu of
snemma, svo að frúin var ekki til-
búin að taka á móti þeim. Einu
sinni komu þau Jón Magnússon
forsætisráðherra og frú hans öll-
um að óvöru — þau höfðu farið
dagavilt, voru boðín þangað daginn
eftir.
11. febrúar hringdi bæjarfógetinn
til mín, segir Böggild, og skýrði
mjei frá því, að atkvæðagreiðslan
í 1. hjeraði í Suður-Jótlandi hefði
farið þannig að Danir hefði fengið
86.000 atkvæði, en Þjóðverjar
26.000. Jeg hringdi til margra Dana
að segja þeim frá þessu og sendi
skeyti til konungs. Þetta var um
kvöldið. Morguninn eftir dró jeg
fánann við hún. Jeg hafði búist
við því að margir kæmj, sjerstak-
lega Danir, til þess að bera fram
hamingjuóskir, en Jón Helgason
biskup var sá eini sem kom. Blaða-
menn komu ekki einu sinni og hafði
jeg þó stefnt Wellejus á þá (W. var
danskur blaðamaður hjer). —
Jón Magnússon forsætisráðherra
hringcii til mín um ellefuleytið og
spurði hvort jeg flaggaði vegna at-
kvæðagreiðslunnar. Eftir það komu
fánar upp á opinberum bygging-
um, en það var ekki fyr en seinni
hluta dags að upp komu nokkrir
fánar einstakra manna, en cngin
„Dannebrog" sást þar á meðal. Það
var ekki Jvr an í vikulok að blöðin
íluitu amaklausur um Sixður-Jót-
Uád
Hundurinn Bob.
Merkisdagar.
16. febrúar. Hæstirjettur var
settur í dag. Jeg var boðinn og kom
í einkennisbúningi. Það var fögur
og virðuleg athöfn. Dómendur voru
í ljósbláum flauelsWápum og lög-
menn í svörtum silkikápum með
bláum leggingum og fór hvort
tveggja mjög vel. En þröngt var
þarna. Dómstjórnin, Kristján gamli
Jónsson, helt skörulega ræðu, og
Sveinn Björnsson hæstarjettarlög-
maður svaraði henni vel. Jeg skildi
ckki vel ræðurnar, en það var talað
um íullveldi og rjettlæti, göíug
markmið o. s. frv.
5. júní, grundvallarlagadaginn,
tókum við á móti gestum og bótti
okkur vænt um að miklu fleiri
komu en við höfðum búist við Til
okkar komu þá svo margir íslend-
ingar, að blaðið ,,Tíminn"' gat ekki
stilt geðvonsku sína og hneykslað-
ist á því að íslendingar skyldu
hlaupa í störhópum til dansks
mannfagnaðar.
17. júní. Um morguninn lagði jeg,
samkvæmt fyrirmælum, íagran
blómsveig a leiði Jóns Sigurðs^on-
ar frá donsku stjórninni. Ettt blað-
íð sagði síðar um það að þetta
markaði tímamót í samskiftum
Dana og íslendinga — nú væri
horfið frá hatri til vináttu.
1. júní fór jeg einn ríðandi hina
skemtilegu leið fram á Seltjarnar-
nes. Jeg áði gegnt Gróttuvita,
reykti pípu mína og skemti mjer
við það að láta hundinn synda í
sjónum.
Iliindtii inn Boh.
Hjer þarf að segja dálítið frá
hundinum. Hann varð hinn trygg-
asti förunautur Böggilds til ævi-
loka. Hann var kallaður Bob. Hann
hafði verið gefinn Böggild 5 mán-
aða gamall og tók þegar trygð við
nýa húsbónda sinn, en vildi þó fara
sínu fram. Hvern laugardag hvarf
hann og sást ekki allan sunnudag-
inn. Þetta endurtók sig viku eftir
viku, þangað til menn komust að
því, að seppi hljóp margar mílur
upp í sveit til þess að heimsækja
fyrri eiganda sinn, bóndakonu, sem
ljet hann borða með sjer og sofa
hjá sjer. Þetta lagaðist ekki fyr en
konan var látin reka Bob frá sjer
með harðri hendi.
Þessi hundur var kynblendingur,
gulur á lit með svört eyru og trýni.
Hann átti góða daga hjá Böggild,
og eftir því sem hann stækkaði
varð hann fallegri. Trygðín yar
framúrskarandi, hann fylgdist með
Böggild hvcrt sem 'hanfi fór, og
seinast fór hann með honum til
Kanada.
i
Böggild ferðaðist nokkuð gang-
andi og ríðandi, enda var ekki hægt
að íerðast öðruvísi um ísland þá,
því að þá voru ekki komnir hinir
góðu vegir og bílar fáir. Böggild
liafði hlakkað til þess að geta oft
farið á skauta, cn þótt .það iáti
einkenniJega i dónykum oyrum, þá
gafst honum aðeiiii; þtisyar auinuni
taskiiæn til þess þa. jjóra;_vetur,
sem. haiui yar á íílandi.