Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1950, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1950, Blaðsíða 12
12 LESBOK MORGUNBLAÐSINS STÚDENTAHÓPURINN, SEM KOM TIL ÍSLANDS SUMARIÐ 1900. Kunnastir hjer á landi eru þessir: Efsta röð: Knud Berlin, 7. maður (talið frá vinstri). Önnur röð: J. E. Böggild 6. maður. Þriðja röð: dr. Valtýr Guðmundsson 9. og skáldið Olaf Hansen 11. Fjórða röð: dr. Finnur Jónsson 8. Fimta röð: Arne Möller 3. og L. Mylius Erichen 7. Sjötta röð: Knud Rasmussen 7. maður. (gjá grein á bls. 1.) •jria SraPo h Brauðbakstur í Gasstöðinni. Á öndverðu vori 1918 var lokið við að koma upp bökunarofni í Gasstöð- inni. Var hann settur ofan á annan gasgerðarofninn ,og með þeim hætti var hægt að nota hitann frá honum, sem annars fór til ónýtis. Tilraun þessi þótti sýna það, að þarna væri fund- inn hitagjafi, sem ekki hefði verið nýttur, og hann mundi duga til að baka við hann brauð. Um það bil er styrjöldinni lauk, störfuðu fjórir bak- arar í þessu nýstárlega brauðgerðar- húsi, en forstöðumaður þess var Kristj- án Hall. Var í ráði að setja þar upp annan bakaraofn, en af því varð ekki. Kristján Hall ljest næsta haust úr spönsku veikinni, og nokkuð eftir lát hans hætti brauðabakstur í Gasstöð- inni. (Kn. Zimsen). Konungskoma og tuddi. Jeg var 10 ára þegar Kristján kon- ungur IX kom hingað til landsins 1874. Eitthvað fór af bændum úr ná- grenninu til Þingvalla en flestir gáfu sjer ekki tíma til skemtiferðar um sláttinn. Einn nábúanna, góður bóndi, sem átti bæði góða og fallega hesta, fór með tudda, er hann átti, og hugðist að selja annaðhvort Reykvíkingum á Þingvöllum eða þeim dönsku. En ekkert varð úr því. Reykvíkingar virtu ekki tuddann viðlits og konungsmenn voru engu betri. Tuddinn kom aftur, þreyttur og slæptur eftir ferðalagið og miklu niðurlútari en hann hafði áður verið.--------Þetta er bara lítil mynd af daglega lífinu. Væntanlegur hagn- aður búinu til handa varð að ganga fyrir skemtuninni að sitja á gæðing- um og fylgjast með öðrum lausríðandi mönnum. Nútíðin gef ur aðra og skemti- legri mynd af lífi bænda, án þess að það sje þó virt eins og vert er. (Minn- ingar Gunnars Ólafssonar). Latur. Faxi heitir hár klettadrangur, sem skagar norður úr Ystakletti í Vest- mannaeyum. Norðvestur af honum er annar drangur allhár, sem nefnist Latur. Nafnið segja Eyamenn af því gefið, að þegar tekinn var hinn svo- nefndi Klettsróður suðaustur í gegn um Faxasund fyrir Klett, þótti mönn- um drangurinn nokkuð tregur að fær- ast undir Faxanefið. Hefðist fyrir Faxanef og kæmist Latur undir það í hvarf, var talið að unnið væri „fyr- ir Klettinn". En hjer legst oft straum- ur á móti og veitist þungt róðurinn. (Örnefni í Vestmanneyum). Bruni á Hvítárvöllum. Það bar við nóttu fyrir Þorra (1751) að brann bær að Hvítárvöllum að Sigurðar Jónssonar, er þar var fyrr- um sýslumaður, og er mælt að yrði af tóbakspípueldi. Voru þau bæði gömul Sigurður sýslumaður og Ólöf kona hans, en Páll sonur þeirra, skóla- genginn og mannvænlegur, bar þau út. Fór hann síðan inn aftur eftir fleiru, og ljest þar og 6 menn aðrir. Það eignaði hjátrú sumra manna óbænum Guðríðar Henriksdóttur, systur peirra bræðra Ólafs og Sigurðar, er dáið höfðu hjá Sigurði sýslumanni, en sum- ir, er enn voru óvitrari, ef á mætti gæða, eignuðu það draugi nokkrum í konumynd, er sendur hefði verið Sig- urði, og var ei slik trú öll þrotin, en álfatrú var mjög þrotin, því fáir þótt- ust í þennan tíma ganga til þeirra í hóla eður steina. (Esph.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.