Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1950, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1950, Page 1
Cjucfm. -JCarhson Irunauödur: Bruninn mikli 1915 Hótel Reykjavík aS brenna. Yst til vinstri sjest á Herdísarhúsið. LAUGARDAGINN 24. apríl 1915 voru gefin saman í hjónaband jungfrú Jósefína Zoéga og Mr. Hobbs fiskkaupmaður. Helgi Zoéga hjelt brúðkaupsveislu dóttur sinn- ar og fór hún fram að Hótel Reykja vík, en það var timburhús, tvær hæðir og ris og stóð þar sem nú er versl. Júlíusar Björnssonar og Skóversl. Stefáns Gunnarssonar við Austurstræti. Eigandi hótelsins var Margrjet Zoéga, systir Helga. Segist Helga svo frá, að kl. um tvö hafi veislugestir flestir farið, en brúðhjónin kl. um hálf þrjú um nóttina. — Klukkan lauslega þrjú voru þau að fara, Helgi og fólk hans, voru um það bil að kveðja Margrjeti. Annað fólk statt í hús- inu, voru tvö börn Einars Bene- diktssonar, en hann var tengda- sonur Margrjetar, Guðjón Jónsson dyravörður, nú kaupm., Englend- ingur nokkur er þar bjó og nokkr- ar þjónustustúlkur. Runólfur Stef- ánsson, vinnumaður hjá frú Mar- grjeti var genginn til náða á her- bergi sínu er var á kvisti hússins. í Ingólfshvoli, sem enn stendur á horni Pósthússtrætis og Hafnar- strætis, bjó ásamt konu sinni, Egg- ert Briem bóndi frá Viðey. Hjá honum voru gestir þetta kvöld, Guðjón Sigurðsson úrsmiður, Ólaf- ur Björnsson ritstj. og Hannes Haf- stein þá bankastj. — Kl. tæplega þrjú fóru gestirnir og fylgdu þau hjónin gestunum heim á leið eða suður að apótekinu, en það var þá á horni Thorvaldsensstrætis og Kirkjustrætis. Kvöddu þau þar gest ina og sneru heim á leið. Varð Eggert þá litið á Hótel Reykjavík, en það blasti nú við þeim hjón- um handan við Austurvöll. Sá hann þá eldbjarma í glugga á annari hæð. Hljóp Eggert þegar af stað sem fætur toguðu og kallaði um leið: „Eldur! Eldur!“. Heyrðu til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.