Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1950, Blaðsíða 2
hans tveir menn, er voru á gangi
þar skamt frá, en annar þeirra mun
hafa verið Þórður Geirsson, þá næt
urvörður. Brugðu þeir þegar við og
gerðu slökkviliðimi aðvart með svo
kölluðum „brunakallara“ eða það
sem nú er nefnt brunaboði.
Eggert hljóp nú áfram að hótel-
inu og inn í veislusalinn á fyrstu
hæð, en þar var fólkið statt, sem
fyr segir frá. Kallaði hann upp að
kviknað væri í húsinu, en ekkert
þeirra virtist trúa því. Hljóp Egg-
ert áfram upp stigann og upp á
loftið. Kom fólkið á eftir honum
þrátt fyrir vantrú sína.
Margrjet opnaði nú hurðina að
herbergi sínu, er var nr. 29 og sást
þar ekkert athugavert. Reyndi hún
því næst dyrnar að nr. 28, en tókst
ekki að opna þær, sem ekki var von,
því þær voru læstar. Kom nú Guð-
jón Jónsson, sneri lyklinum í
skránni og opnaði dymar. Var her-
bergið þá alelda að innan, þó mest
að ofan, eftir því, sem þeim segist
frá. Var myrkur niðri við gólfið og
gátu þau sjer þess öll til að þar
hefði safnast saman reykur og gas.
Eldurinn magnaðist nú strax er
hurðin var opnuð og ætlaði Guð-
jón því að skella henni aftur, en
tókst ekki. Virðist hún því hafa
verið skilin eftir opin. Margrjet
ætlaði nú inn í herbergi sitt til að
ná i einhverja muni, er hún hugð-
ist bjarga, en Guðjón varnaði henni
þess og þaut fólkið nú út á götu,
enda mátti ekki seinna vera, því nú
kváðu við sprengingar, hver eftir
aðra og varð húsið alelda á einu
augabragði. Vinnustúlkur komust
þó út úr kjallaranum um glugga.
Guðjón braust einnig inn í kjall-
arann til að loka fyrir gasið, en
húsið var lýst með gasljósum.
Eggert hljóp nú að þinghúsinu og
braut bmnaboða, og var það annað
kaliið. cr kom frarn á slökkvistöð-
inni Þorður Geirsson hafðr þeg-
ai gert aðvait. — Áfram hljóp
LESBÓK MORGUiNBLAÐSINS
Eggert og niður að slökkvistöð í
Tjarnargötunni. Þar var Gísli Hall-
dórsson varðmaður ásamt öðrum
manni. Voru þeir þegar komnir út
með slönguvagn og á leið að eld-
stað. Eggert tók nú við vagninum
og fór með hann ásamt Kolbeini
Þorsteinssyni, trjesmíðameistara,
er var í slökkviliðinu, en Gísli fór
að vekja slökkviliðsstjóra og
slökkviliðið, en það var gert með
hringingu heim til þeirra.
Slökkviliðsstjóri var þá Guð-
mundur Olsen, kaupmaður, en vara
slökkviliðsstjóri Pjetur Ingimund-
arson, síðar slökkviliðsstjóri. Sögðu
þeir síðar að hringt hefði verið til
sín eðlilega snemma, eða um kl.
3.15. Var slökkviliðsstjóri kominn
á eldstað um 8 mínútum síðar, að
því er hann segir sjálfur frá.
Þess ber að geta, að einhverju
örlitlu getur munað um tímaákvörð
un í þessu sambandi eins og sjest
á eftirfarandi bókun í dagbók
slökkvistöðvarinnar frá þeim tíma:
„Ár 1915 hinn 25. apríl kl. 3,18
árdegis, kom fram brunaboð frá 10
á 3. línu og frá 12 á 3. línu og 4 á 1.
línu og var eldur í Hótel Reykja-
vík í fyrstunni og breiddist hann
út. Miðbæjarliðið var kvatt til og
Austurbæjar- og Vesturbæjarliðið.
Miðbæjarmenn mættu seint og
voru 3 menn sem komu á stöðina
eftir 4 mínútur en hinir komu ekki,
en fóru að eldinum. 39 slöngur voru
notaðar við eldinn. Slökkviliðs-
menn mættu allir nema Jónas H.
Jónsson og Kristinn Árnason, sem
höfðu gildar ástæður, voru fjar-
verandi.
26. apríl Rvík 1915. G. Olsen."
Stutt og laggott.
í þá daga voru 36 menn í aðal-
slökkviliðinu. Var þeim skipt nið-
ur í þrjár tólf manna sveitir, Vest-
urbæjav, Miðbaejar og Austurbæj-
arlið. Þessir menn höfðu bjölhxr
heima hjá sjer og voru hringdir ut
er eld bar að hönduin. Auk þessa
voru allir verkfærir menn í bæn-
um skyldir til að mæta á eldstað og
gengu þá menn um bæinn (bruna-
kallarar) með lúður einn mikinn
og framleiddu með honum ámát-
legt hljóð. „Brandlúður“ þessi var
borinn á brjósti og snúið þar hand-
íangi.
Tæki stöðvarinnar voru frekar
fábreytt. Þrjár handslökkvidælur,
þrír björgunarstigar, einn sjálf-
heldustigi og átta slönguvagnar.
Þótti það víst nóg íyrír ekki stærri
bæ en Reykjavík. Þrem árum áð-
ur hafði Ágúst Flygenring í Hafn-
arfirði útvegað vjeldælu frá Sví-
þjóð, en umboðsmaður var kap-
teinn Carl Trolle (Trolle & Rothe).
Dæla þessi var á fjórum hjólum,
sem óalgengt var þá og dældi um
480 lítrum á mínútu hverri. Þáver-
andi borgarstjóri, Páll Einarsson,
taldi dæluna of stórvirka fyrir
Reykjavík og vildi ekki kaupa. Var
og álitið að ekki þyrl'ti dælur eftir
að valnsveitan kom 1912. Þessi
dæla var síðan geymd hjer, og síð-
asta árið í vörslu 'slökkviliðsins. Til
gamans má geta þess, að nú mundi
jafn afkastalítil dæla sem þcssi
ekki þykja nothæf við slökkvistarf.
Sæmileg slökkvidæla nú á dögum
dælir um tveim tonnum vatns á
mínútu. — Þessi umdeilda dæla
var nú tekin traustataki um kl.
i'jögur um nóttina og stjórnaði
henni hr. Jessen frá Stýrimanna-
skólanum. Er það álit margra að
dælan haíi átt sinn stóra þátt í að
takast skyldi að stöðva útbreiðslu
eldsins þar sem raun varð á.
Slökkviliðsstjóra mun hafa
fundist að mcnn mættu ekki nægj-
anlega fljótt og vel, því hann bað
nú menn að fara til brunakallar-
anna, en þeir voru Magnús Guð-
mundsson á Bergsstöðum í Aust-
urbænum og Bjarni Pjetursson,
blikksmiður i Vesturbænum. Ann
ar þeirra manna, er um þetta voru
beðmr vrar Þórður Geirsson og fór