Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1950, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1950, Page 8
r 116 LESBÓK MORGUNBLÁÐSINS uvinar Villimönnum kend kvikfjárrækl NORÐAN við Ástralíu er næst- stærsta ey á þessum hnetti, Nýa Guinea. Grænland eitt er stærra. ef hægt er að kalla það ey. Ástra- líumenn ráða yfir austurhluta Nýa Guinea, en Hollendingar yfir vestri hlutanum. Mikið skortir enn á, að hvítir menn hafi farið um alla Nýu Guin- eu. Þar eru stór landsvæði alveg ó- kunn og líklega lítt bygð. Með ströndum fram eru frumskógar, fen og forræði, en eftir endilargri eynni liggja tveir fjallgarðar og eru sumir íjallatindarnir 14000 feta há- ir og þaktir jökli. En skógur nær alt upp í 13000 feta hæð. Miídar sögur gengu af þvi að gull mundi finnast í fjöllunum og lögðu því ; margir ævintýramenn lcið sína þangað. Flestir biðu bana i frumskógúnum, en nokkrir kom- ust aftur til mannabygða og sögðu sínar farir ekki sljettar. Höfðu beir ckki getað komist í gegn um skóg- ana, en lent í átakanlegum raun- um. Það var fyrst árið 1935 að fjórir ástralskir vísindamenn komust yfir fjöllin og uppgötvuðu að fjallgarð- arnir voru tveir og milli þeirra há- sljctta eða dalur mikill, 5200 fct yfir sjávarmál. — Nefndist hann Wahgi og var þar mikrl bygð frum- stæðra manna, er aldrei höfðu hvita menn sjeð. Heldu þeir að þarna væri komnir forfeður sínir aftur- gengnir, og ætluðu að vitja heimila og frænda. Þóttust sumir þekkja þá og buðu þá velkomna að setjast að, eða fara til annara þorpa, þar sem þeir ætti nánari frændur. ífcúariur þarna voru á steihald- arstigi, en þó voru þeir ekki algerð- ir villimenn, og ekki mannætur. Þeir fóru vel með konur sínar og börn og ræktuðu nokkuð af jarðar- ávöxtum. Ennfremur höfðu þeir svín og alifugla. Annars lifðu þeir að nokkru leyti á veiðum. Allir fullþroska karlmenn voru hermenn og að vopnum höfðu þeir boga og örvar og spjót. Fatnaður þeirra var lendaskýla ofin úr basti, en auk þess báru þeir allskonar skraut, einkum höfðingjarnir Al- gengasta* skrautið var að stinga sívalri spýtu í gegnum miðsnesið. Heldri menn festu svo skeljar við þennan staut og ljetu lafa mður fyrir munrnnn, og í skegg sjer bundu þeir ótal skeljar, sem hringl- uðu og glömruðu þegar þeir gengu, og þótti það afar tilkomumikið og tignarlegt. Skeljarnar höfðu þeir i'engið hjá strandbúum, sem komu með þær eins og verslunarvöru, en sjálfir höfðu Wahgi-búar aldrei sjó sjeð. Skeljarnar voru mestu dýr- gripir þeirra. Sá, sem átti mest af skeljum, flestar konur og flest svín, var auðugastur og sjálfkjörinn höfð -ingi. Tignarmerkin voru blaktandi fjaðraskúfar á höfðinu, aðallega úr fjöðrum Paradísarfuglsins. Þeir máluðu sig alla vega eins og títt er um írumstæ'ðar þjoðir. Nokkrir þjóðflokkar áttu heima þarna á hásljettunm og var sífeldur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.