Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1950, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1950, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBL &ÐSINS götu og gengið í öll húsin þar, til Jónassens læknis, Helga Halfdan- arsonar, Þorláks Johnson og Sig- fúsar Eymundssonar. Síðan var farið í búðirnar í Hafnarstræti Þar gerðu drengirnir sig heimakomna og slógu óspart í gólfið með vopn- um sínum ef þeim þótti sjer ekki sint nógu snemma. Var svo faiið í hvert hús í miðbænum, nema hús Helga E. Helgesen skólastjóra, sem stóð þar sem nú er Skjaldbreið. Drengirnir þorðu ekki að heim- sækja hann, eða fanst það ekki sæmandi. Einnig var farið upp í Bankastræti og vestur á Stíg að Hlíðarhúsum. ÞESSI ganga stóð í rúmar fjórar klukkustundir, eða fram undir há- degi. Flestir tóku vel á móti flokk- unum, en mjög voru gjafir mis- munandi. Sumir gáfu altaf pen- inga, eins og Krieger lyfsali, og þótti það best. Verslanir gáfu stund -um 25 eða 50 aura, en aðallega voru gjafir þeirra 6—8 kringlur, 3—4 kexkökur eða þá nokkrar tví- bökur. Bakarar gáfu venjulega yín- arbrauð eða piparkökur. Þrssar piparkökur voru brún sætabrauð. um 6 þumlunga á lengd og 2 þuml- ungar á breidd. Voru þau bökuð í stórum stíl i þann mund er ver menn komu í bæinn, því að þeir keyptu öll ósköp af þeim, bæði til saðningar og sælgætis, og sáust oft vera að maula þetta standandi und- ir húsveggjum. Þessi brauð kostuðu 6 aura hvert. Hvergi var drengjunum boðið inn. Sums staðar sungu þeir úti fyrir dyrum, en víðast hvar var farið beint inn í eldhús og' sungið þar. Sögumaður minn segir frá því að einu sinni kom hann ásamt sín- um mönnum vestur að Hlíðarhús- um. Þar bjó þá Jón Ólafsson og kona hans Elin Magnúsdóttir. Þeir drengirmr fóru inn í eldhús og sungu þar og var þa langt hðið að hádegi. Kom þá Elín með ílatkök- ur jafnmargar og þeir voru, smurði þær vel með íslensku smjöri. — Kvaðst hún ætla áð þeir væri orðn- ir svangir cftir alla gönguna, og það var víst satt, því að þeir rifu I sig flatbrauðið og urðu fegnir. Annars segir hann að skemtilegast hafi verið að koma til Egils Egils- sonar I Glasgow. Hann tók þeim opnum örmum, ljek á alls oddi og bað þá altaf að syngja meira. Og svo borgaði hann vel. Að lokinni göngu var fengnum skift. Það gerði foringi hvers flokks. Var öllu skift jafnt á milli göngumanna, kökum, kringlum, tvíbökum, vínarbrauðum, pipar- kökum og peningum, en litlu strák- arnir, sem höfðu rogast með pok- ana fengu ekki neitt, þeir urðu að láta sjer nægja skemtunina og virð- inguna af því að fá að vera hinum samferða. Mest þótti varið í pen- ingana, og það þótti gott ef 2 krón- ur, eða 2,50 komu í hlut.* ÞESSI siður lagðist niður um 1890. Eins og áður er getið voru það aðeins drengir úr barnaskólanum, sem máttu taka þátt í göngunni. Fermdir drengir fengu ekki að vera með. En þeir höfðu það sjer bá til gamans þennan dag að slá köttinn úr tunnunni. Var það aðeins leikur. * Klemens Jónsson segir frá' því ^ grein í ..Skírni" 1913 uð einu sinni hafi Sæmundur með 16 skó verið dubbaður upp eins og drengir þeir, er „marcher- uð'u“ og reiddi hann heljar mikinn trje- korða um öxl. Sneri hann baki við hverjum, sem hann mætli á götu, og gekk öfugur inn í húsin. En það var vegna þess, að hann var með stóra augiýsingu á bakinu og stóð þar skráð skýru letri: „Jeg geri grín fyrir fjóra, en enginn má gefa mjer í staupinu". Segir Klemens að honum inuni hafa áskotnast margir „firskildingar"" þann dag, og hefur þetta þa venð mikið fyri', eða áður en krónumyntin kont til sóg- unnar. 123 en ekki fjáröflunar fyrirtæki oins og gangan. Leikur þessi fór fram í húsagarði barnaskólans, sem þá var á horn- inu á Pósthússtræti og Austur- stræti. Var lóð skólans girt með hárri girðingu, en í miðjum garð- inum voru salerni skólans 6 eða 8 í sjerstökum skúr og mátti ganga í kring um hann. Piltarnir festu nú kaðal milli skúrsins og girðingarinnar og á honum hekk tunnan. Gengu þeir svo hver á hæla öðrum umhverfis skúrinn og sló hver með barefli á tunnuna um leið og hann kom að henni. Á þessu gekk þangað til gjarðirnar losnuðu af tunnunni og hún fell í stafi og hrundi niður. Sá, sem greiddi henni seinasta höggið, það er reið henni að fullu, var nefndur „kattarkóngur“ og þótti það hinn virðulegasti titill og lýsa mikilli hreysti. Ekki komst fólk að til þess að horfa á leik þenna. ÁRIÐ 1890 var þessi leikur þreytt- ur á tjörninni af ríðandi mönnum. Skamt suðvestur af lækjarósnum höfðu verið höggvin göt á ísinn með nokkru millibili og þar reknir niður háir staurar. Milli þeirra var strengdur kaðall og á honum hekk tunnan, og var í henni dauður hrafn. Umhverfis var stór skeið- völlur háslaður með háum stöng- um og' blöktu fánar á stöngunum. Um 20 ungir menn tóku þátt í leikn um og voru þeir allir á góðum hest- um. En auk þess haíði Berttdsen málari slegist í hópinn og reið hann á gömlum klár, sem nefndur var Bakara-Rauður og hver maður í bænum þekti. Hann var eign Bern- höfts bakara og var klárinn aðal- lega frægur fyrir það að draga þyngri æki en aðrir hestar og að honum helclu engar túngirðiiigár. En reiðhestur var hann aldrei tal- írm, enda var það gert til 'gamam- að hafa þa Bertelsen með. Vár Ber-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.