Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1950, Side 16
134
LESBÖK MORGÖNBLAÐSINS
Landkynning í London
I’jNDANFARIN ár hefur mikil og góð landkynning orðið að ferðum íslenskra
flugvjela milli flughafna víða um heim. Hefur það vakið feikna athygli, að svo
fámenn þjóð og íslendingar skuli vera jafn framarlega á sviði flugmálanna og
raun ber vitni um. Sjerstaklega hefur það þótt til fyrirmyndar, að áhafnir milli
landaflugvjelanna skuli vera íslenskar, en þess eru mörg dæmi um aðrar og
stærri þjóðir, að flugvjelum þeirra er stjórnað af erlendum mönnum.
Einn þáttur þessa landkynningarstar's íslensku flugfjelaganna er gluggasýning,
sem flugfjelagið Loftleiðir hafði í s.l. des. og jan. mánuðum í stórum sýningar-
glugga Kensington flugstöðvarinnar í London. Umboðsmaður Loftleiða í Lond-
on, Björn Björnsson, stórkaupmaður, átti frumkvæði að sýningu þessari, sem
vakti mikla athygli, bæði sökum þess hve smekkleg hún var og eigi síður vegna
hins, að hjer var um að ræða fyrstu gluggasýningu íslensks fyrirtækis i London
og markar hún að því leyti timamót.
Myndin. sem hjer birtist var tekin af Foul Henning, ljósmýndara í London, en
hann var á ferð hjer heima seinnipartinn í fyrrasumar og tók þá margar og
einkennilegar Ijósmyndir af landi og þjóð.
telsen í rauðu pilsi og hafði sófl
mikinn reiddan um öxl og danglaði
með honum í tunnuna, eða bá í
Rauð, en hann jós við hvert högg
og vakti riddarinn og klárinn mik-
inn hlátur áhorfenda.
Veður var gott þennan dag og
hjarn lá yfir ísnum á tjörninni. Var
því gott að spretta úr spori þarna
og riðu kapparnir á spretti að tunn-
unni og börðu hana með lurk eða
refði, sem þeir höfðu í höndum, en
hljóðfærasláttur kvað við á undan
hverri atlögu og á eftir. Flestir þeir
Reykvíkingar, er vetlingi gátu vald
-ið, voru komnir til að horfa á og
skemtu sjer ágætlega. Stóð bessi
skemtun nær tvær klukkustundir.
Kattarkóngur varð Jón Þórðarson
frá Vigfúsarkoti (bróðir Þorgríms
læknis sem seinast var í Kefla-
vík). Reið Jón á leirljósum hesti,
hinum mesta gæðing og fallegum,
og vakti það almennan fögnuð er
Jón sló hausinn af hrafninum, eftir
að tunnan var fallin í stafi.*
FLENGINGAR tíðkuðust þá einn-
ig á mánudaginn í föstuinngang og
meðal hinna efnaðri var það venja
að gefa öllu fólkinu bollur þann
dag. Enginn fór þá út úr húsi til
flenginga, heldur ljetu menn sjer
nægja að flengja heimafólk. En
þegar „marcheringunum" ljetti
tóku flengingar að fara í vöxt og
var þá jafnvel farið að ganga húsa
á milii til flenginga þangað til þetta
var orðinn allsherjar siður og tekju
lind fyrir bakara og þá sem búa til
blómavendi. Helst þetta enn og hef-
ur dagurinn fengið nafnið „bollu-
dagur.“
* í endurminningum sínum segir
Daniel Danielsson frá þessum atburði
og er frásögn hans nokkuð á annan
veg, en það stafar af misminni. „ísa-
fold“ segir einnig frá þessu og kallar
þetta „danska þjóðskemtufi.... sem
mátti segja að væri góðra gjalda verð,
heldur en ekki neitt, þótt veglegra
mætti að hafast til íþrótta."
Frækinn stökkmaður
Þeir Guðbrandur og Hljóða-Bjarni
synir Prjóna-Pjeturs voru stökkmenn
miklir, einkum Guðbrandur. Þeir voru
látnir prjóna duggarapeysur í ungdæmi
sínu, eins og þá var títt. Stjaki stóð
á hlaðinu á Heiði (á Langanesi) tveggja
alna hár, og var höggvinn stallur í
rniðjan stjakann. Það var leikur þeirra
bræðra að bregða sjer út með prjón-
ana, hlaupa upp á stjakann og fóta sig
eíst á honum, og fella þó ekki niður
lykkjuna. Guðbrandi tókst það, en
Bjarna ekki. Einu sinni kom Guðbrand-
ur gangandi til Sauðaneskirkju og stóð
margt fólk úti á hlaði. Þar stóðu líka
fjórir hestar, bundnir hver aftan í ann-
an. Stóð sá ysti við stjaka en stjakinn
við for. Guðbrandur bregður á skeið
og hleypur yfir hestana og forina. —
Hlaupið var mælt og var meira en
fimtán alnir. (Ól. Daviðsson).