Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 145 Fyrsta barnaskólaliúsið (Bieringsbúð) betur lóðir sínar, og safna ekki að sjer óbygðum lóðum og láta þær vera í óhirðu. Skatturinn á tómt- húsin mundi verða til þess, að torfbæum fækkaði smám saman, og að á rústum þeirra mundu bygð hús samkvæmt reglum þeim, er giltu um kaupstaðarhús. Bæarstjórn gerði einnig áætlun um árlegan kostnað af skólahaldi og taldist svo til, að hann mundi verða 1140 rdl. Skólagjöld áætlaði hún að1 mundu nema 630 rdl. Af 130 tómthúsbæum taldi hún að skattur mundi nema um 200 rdl. og af 180.000 ferálnum mundi lóðar- skattur nema 310 rdl. á ári, og með þessu væri fengið nægilegt fje til skólahaldsins. Ekki ætlaðist bæar- stjórn þó til þess að þessar tekjur gengi beint til skólans, heldur rynni þær í bæarsjóð. — STIPTSYFIRV ÖLD og stjórnin fellust á þetta, og lagði svo stjórnin fyrir Alþingi 1859 sama frv. og 1853 um barnaskólann, og enn frem ur þetta tekjuöflunar frumvarp. Fór svo, að bæði frv. voru sam- þykt, en ckki gekk það orðalaust af. Umræður urðu mjög langar (fyrri umræða um barnaskólaim stóö i 7 klukkustundir) og breytingartillög- um rigndi niður. Arnljótur Ólafsson var þá í fyrsta sinn á þingi og barðist hann með hnúum og hnefum gegn skólaskyld- unni og skólastofnuninni yfirleitt. En er hann sá að hann fekk ekki rönd við reist, vildi hann bæta inn í lögin ákvæði um það hvað kenna skyldi í skólanum, en það var: , rjettritunarreglur og landafræði, reikningur, saga landsins og al- menn mannkynssaga, danska, þýska, enska, frqkkneska, gríska og latína“. Mun mörgum nú þykja tillaga þessi undarleg, en Arnljótur rök- studdi hana svo: „Jeg vil hafa svo marga bekki í skóla þessum, að menn geti fengið þá mentun í honum, er þeir burfa til þess að geta orðið gagnlegir mcnn. í mannlegu fjelagi, svo að það sje sannkallaður mentunarskóli fyrir alþýðu, sem hjer er enginn á landi. I neðsta bekk vil jeg láta kenna að lesa og skrifa og kristin- dóminn börnum þeim, sem ætla að verða sjómenn, eða stunda annan þann atvinnuveg, er eigi þarf meiri almenna bókfræði til; en svo þegar upp eftir kemur, vil jeg láta kcnsl- una verða nrargbrotnari, ug að þar veitist sú kensla, sem nauðsynleg er hverjum manni, en gríska og latína í efsta bekk þeim, sem ætla að ganga í skóla, og mun hann þá verða sóttur bæði af piltum í Reykjavík, sem vilja læra undir skóla, og eins af piltum úr sveit- um, þar sem feður þeirra eru farn- ir að koma þeim til einstakra manna til að kenna þeim undir skóla Auk þessa þykir mjer vel við eiga að greina börn að í flokka eftir kyni, að hafa einn bekk fyrir stúlk- ur og annan fyrir pilta. Það er nú engin þörf á skóla til að læra að lesa og skrifa og kristindóminn, því að það læra menn heima. Jeg vil annars helst að stofnaður væri sjómannaskóli hjer í Reykjavík, en enginn barna- skólí. En fyrst það er nú ófáan- legt, þá vil jeg setja skóla í því einu, sem sönn mentun er í fólgin, og engan nauðungarskóla vil jcg hafa.“ Mjer hefur þótt rjett að lýsa af- stöðu þessa eina þingmanns, vegna þess hvað hún var einstæð. Þyki mönnum fjarstæðuként 'að ætlast til þess að gríska og latína væri kend í barnaskóla, þá er því til að svara að ýmsir borgarar í Reykja- vík ljetu á þeim árum böi’h sín fara að læra þessi mál, áður en þau væri fermd. ÞINGIÐ samþykti bæði frumvörp- in og voru þau staðfest. Ákvæðin um lóðaskattinn giltu fram til 1877, er lög um bæargjöld í Reykjavik voru sett. Hinn 12. desember 1860 kom út tilskipun um stofnun barnaskólans. En það drógst að hann kæmist á fót, því að ekkert var húsnæðið. Þá hlupu tveir af kaupmönnum bæarins undir baggæ þeir P. C. Knudtzon og C. Fr. Siemsen og gáfu bænum Flensborgarhúsið gamla, sem stóð þar sem uú er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.