Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Blaðsíða 16
156 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Ögmundur Sivertsen var mesti slarkari og gengu af hon- um ýmsar sögur, því hann var heljar- menni að afli. Fyrsta veturinn, sem Ögmundur var í Höfn, þá hafði honum verið boðið í samkvæmi,- en af því að hann átti ekki svört föt, þá varð hann að lána þau. Nú þegar hann fór heim um nóttina, þá var regn mikið, svo Ö. íór að hlaupa. Þá bljes maður í pípu og vildi taka Ö. en Ö. gerði sjer lítið fyrir og hengdi næturvörðinn upp á luktarstólpa. Fór svo að hann var bú- iim að hengja 3-^1 upp, þegar margir menn komu og báru hann ofurliði, og var farið með hann á lögregluhúsið, en er hann var spurður um þessa at- burði, þá sagði hann að maður hefði komið og farið að spila á flautu svo hann hefði orðið hræddur og þóttist þurfa að verja sig vegna fatanna. Var honum síðan slept. (Ben. Gröndal). Bónorðsbrjef. Sjera Arngrímur Bjarnason, er sein- ast var prestur á Álftamýri, var held- ur tornæmur í æsku. Hann var 18 ár við skólanám. Hann erfði miklar eign- ir eftir föður sinn. Þá fór hann að skygnast eftir konuefni, því ekki er gott að byrja búskap með ráðskor.u, Þá bjó á Melum í Hrútafirði Jón sýslu- maður Jónsson, fjáður vel. Dóttir hans var Guðlaug, er síðar átti Ásgeir Ein- arsson alþingismaður á Þingeyrum. Þessi kostur leist Arngrími einna álit- legastur; hann hafði aldrei sjeð stúlk- una, en haft spurn af henni. Hann skrifaði henni því þetta bónorðsbrjef: — Innilega bið jeg yður, elskaða góða jómfrú, að þjer ekki álítið yður ofvaxið að taka tilmælum mínum um giftumál okkar, lofi guð, á næstkom- andi vori. Af elsku til yðar vil jeg sem hentugast haga högum mínum; tvo þriðju partana af Leirá byggi jeg góð- um og vænum ábúendum, en einn þriðja partinn eða 20 hndr., ætla jeg sjálfum mjer til ábúðar. Yður elska jeg mikið af góðri afspurn og óska strax að'mega sækja yður norður að vori til að ráða fyrir mínu litla búi, því skuldabú vil jeg ekki hafa. Þrjátíu spesíur nægja mjer að láni með rent- um hjá föður yðar. Lifið vel, yðar sann- ur og einlægur elskandi A. Bjarnason. / Árnasafni ALLIK íslendingar kannast við ræðu Einars Þveræings. Sú ræða stendur, eins og kunnugt er, í Ólafs sögu helga, og er til í mörgum handritum. Hjer er eftirmynd af ræðunni í AM 75 a, fol., gamalli skinnbók frá því um 1300 eða fyrr, sem var á flækingi í Borgarfirði á 17. öld og sundraðist áður en Árni Magnússon næði nema tæpum þriðjungi hennar. Ræðan hefst rjett fyrir neðan fremri dálk miðj- an: „Því em eg fáorður um þetta mál að engi hefir mig að kvatt...“ Fyrir 100 árum. Carl Franz Siemsen kaupmaður í Reykjavík hefir beðið að birta inni- hald úr brjefi, er hann hefir fengið frá fjelagsmönnum sínum í Hamborg. Segja þeir honum svo frá, að þeir eftir beiðni hans í vetur, hafi boðið verslunarmönnum í Barcelona á Spáni saltaðan fisk fyrir 16 rdl. skpd. En Spánverjar hafi aftur ritað sjer, að hjá þeim sjeu nú komin ný tolllög, og eftir þeim lögum hafi mjög hækkað iollur á aðfluttum fiski, svo að það nemi 514 rdl. á hverju skpd., sem aðflutt er á öðrum skipum en Spánverja sjálfra; þessvegng geti þeir eigi gefið fyrir hinn íslenska fisk, sem einung- is megi flytja á dönskum skipum til Spánar, eins mikið og að undanförnu, og íslenski fiskurinn hljóti því að sitja á hakanum fyrir norskum fiski, sem flytja má til Spánar á spönskum skip- um. — (Þjóðólfur 1850).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.