Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Blaðsíða 6
146 LESBOK MOUGUNBLAÐSINS lögreglustöðin og út í Pósthús- stræti. Hús þetta og vörugeymslu- hús þar fyrir norðan höfðu beir keypt 1857 þegar Moritz Biering kaupmaður fórst, til þess að koma í veg fyrir að húsin kæmust í hend- ur einhverjum, sem kynni að stofna þar verslun. Með þessu var húsnæðismál barnaskólans leyst. Þurfti þó að gera nokkuð við húsið og brevta því. Heimilaði stjórnin bæarstjórn að taka 1600 rdl. lán til að standast kostnað við breytinguna. Var svo unnið að endurbótum á húsinu mestan hlut vetrar og fram á sum- ar. En 1. okt. 1862 tók skólinn til starfa, og hafði Reykjavík þá verið skólalaus í 14 ár. FORSTAÐA skólans var falin Helga E. Helgesen guðfræðingi. — Voru 50 börn í skólanum fyrsta veturinn og var þeim skift í 3 bekki eftir aldri og námshæfileikum. — Skólagjaldið var 6 rdl. fyrir hvert barn úr bænum, þó minna ef um systkin var að ræða. Sjerstök reglugerð fyrir skólann var gefin út 27. okt. og segir svo í henni: „Það er ætlunarverk skólans að gera úr börnunum ráðvanda og sið- ferðisgóða menn og veita þeim þá þekkingu og kunnáttu, að þau geti orðið nýtir borgarar í þjóðfjelaginu. í skólann má veita viðtöku hverju 7 ára barni og eldra, sem kann að kveða nokkurn veginn að, þó ekki sje það læst. Sje þau fleiri en 50, skal þeim skift í 2 eða fleiri bekki. Skólinn skal standa frá 1. okt. til Krossmessu, en ef nógu margir for- eldrar koma sjer saman, eiga börn kost á skólavist frá 1. ág. til 30. sept., þó eigi færri en 15. Þessar mentir skulu kendar í skólanum: trúarlærdómur, íslenskur bóklest- ur, skrift, reikningur (bæði á spjald og í huganum), söngur. Þar að auki má, eftir því sem kringumstæður leyfa, veita tilsögn í þessum grein- um: íslenskri málfræði og rjet.t- ritun, í því að lesa skrift, í föður- landssögu og landafræði, eintiig í dönsku og fimleik." Svo sem á þessu má sjá, fór kenslan nú eingöngu fram á ís- lensku. Fjórum árum seinna var sett ný rfeglugerð fyrir skólann miklu ýtarlegri. Til er lýsing á skólahúsinu eftir Klemens Jónsson og er hún svo: Skólahúsið var langt.* í austur- hlutanum var íbúð skólastjóra og inngangur í hana frá Hafnarstræti. En kálgarður fyrir framan húsið var gerður að leikvelli. Úr honum var gengið inn í skólann í norð- vesturhorni garðsins. Var þar þá fyrst dimm forstofa eða rangali, þar sem börnin hengdu yfirhafnir sínar. Síðan komu kennslustofurn- ar þrjár út að Hafnarstræti.** — Voru þær all rúmgóðar, en lágt var til lofts, óg sátu þar um 30—40 börn inni. Vestarlega á leikvellinum var gríðarmikil safn- og sorpgryf ja, svo að lyktin var engan veginn góð með köflum. Þarna var barnaskól- inn haldinn í liðug 20 ár. ÞEGAR fram í sótti og börnum fjölgaði, varð alt of þröngt í skól- anum, og menn fundu einnig að þessi húsakynni voru ekki skóla samboðin. Og um 1880 voru kröf- urnar um að fá nýtt skólahús orðn- ar mjög háværar. Hinn 24. sept. 1880 skoraði skólanefndin á bæar- stjórn að reisa nýtt skólahús „með því að gamla skólahúsið hafi í raun -inni lengi verið óhentugt og ónógt, sjerstaklega með tilliti til sívaxandi fólksfjölgunar í bænum.“ Þá voru 90 börn í skólanum. Sem nærri má geta kostaði það * Upphaflega voru þetta tvö hús, en Moritz Biering sameinaði þau undir einu þaki. ** Jón biskup Helgason segir að ein kenslustofan hafi verið mót suðri. miklar deilur í bæarstjórn að ráða fram úr þessum vanda. En vorið 1882 var þó gamla skólahúsið rifið og byrjað að byggja þar nýtt hús úr steini. Jafnframt var ákveðið að gera beina götu sunnan frá kirkju og út að sjó, yfir skólalóðina og hlaut hún nafnið Pósthússtræti, og var það dregið af gamla pósthús- inu, sem stóð þar sem Hótel Borg er nú. Hinn nýi barnaskóli var vígður 1. okt. 1883. Voru þá ræður haldnar og þótti nú vel sjeð fyrir skóla- málum bæarins. Tveimur árum seinna var svo reist fimleikahús þar á lóðinni (við Austurstræti) þar sem pósthúsið er nú. HELGI E. HELGESEN skólastjóri andaðist 1. apríl 1890, aðeins 58 ára að aldri og varð mörgum harm- dauði. Hann hafði stjórnað skól- anum frá upphafi og reynst til þess hinn nýtasti maður. Var það al- mannarómur að honum hefði farist skólastjórnin farsællega úr hendi. Hann hafði húsnæði í gamla skóla- húsinu fyrst, en þegar húsið var rifið, reisti hann sjer hús í Kirkju- stræti, þar sem Skjaldbreið er nú, og bjó þar til dauðadags. Hann var maður mjög hugkvæmur og hafði mikinn áhuga fyrir fræðslu almenn -ings. Vorið 1871 efndi hann, ásamt Helga Halfdanarsyni, Jóni Þorkels- syni rektor, Halldóri Guðmunds- syni kennara og Páli Melsted sagn- fræðingi, til alþýðufyrirlestra um söguleg og náttúrufræðileg efni, Hafði slíkt ekki þekst áður hjer, en mæltist mjög vel fyrir, og seinna tók Stúdentafjelagið hugmyndina á sína arma. Árið 1869 stofnaði Helgi ásamt Preben Hoskjær skrifara stiptamtmanns og Jónasi lækni Jónassen, „Lestrarfjelag Reykja- víkur“ og starfaði það fram til árs- ins 1915. Þetta tvent verður að nægja hjer, en það lýsir manninum nokkuð. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.