Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Blaðsíða 10
150 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þess. Vitað er, að Vestur-Holt voru komin í byggð í lok Sturlungaaldar og nefnast þá Syðstu Vestur-Holt, að því er ráða má af elsta mál- daga Holtskirkju frá ca 1270 og prentuðum í Dipl. ísl. II, bls. 84 en þar getur Vesturholta syðstu. Óvissara er um fyrstu byggð Nýja- bæjar. í elstu máldögum Holtkirkju frá 1270 og 1332 er hans ekki get- ið. í landnámi Ásgeirs hafa snemma risið vsen býli. Um 1300 hafa þessi nútímabýli verið komin þar í byggð, án lítils vafa, auk þeirra, sem áður eru talin: Núpur, Hvamm -ur, Fornu-Sandar, Sauðhúsvöllur, Fit og Seljaland. Líklegt má þykja, að Efri-Holt hafi þá verið komin í byggð. Ætla jeg, að þau hafi í önd- verðu heitið Efri-Vestur-Holt, sbr. Vestur-Holt syðsta, og forskeytið vestur þar notað til greiningar frá því Holtinu, sem hæst hefur bor- ið. Á 17. öld hafa Hólsjarðir tvær, efri og syðri, að líkindum byggst úr Efri-Holtunum. Góðjarðirnar Tjarnir eru utan Markarfljóts og nú í eyði um nokk- ur ár fyrir ágang þess og ráð mis- viturra manna. Enginn vafi er á því að þær hafa verið í landnámi Ás- geirs og hefur Seljalandsá afmark- að lönd þeirra að ofan í fyrstu, en Markarfljót legið að þeim að vestan, enda virðist það liggja í nafni Brúna, sem var næsta býli við Tjarnir. Liggur Markarfljót í þeim far- vegi um 1360 að því er ráða má af Dipl. ísL III, bls. 189. Nálægt 1500 eða nokkru fyrr virðist fljótið fyrst hafa brotist úr þessum far- vegi og lagt leið sína austur með Eyjafjöllum. Núps og Hvamms er getið í elstu máldögum Ásólfsskála og Holts. Máldagi Ásólfsskálakirkju, sem Núps er getið í, er heimfærður til 1179 í Fombrjefasafni. Er þar þá hálfkirkja og kirkjunnar á Núpi getur í einum af máldögum Holts- kirkju. Minningin um hana mun enn lifa í örnefninu Kirkjutoífu- haus fyrir ofan bæinn á Núpi. Við Hvamm mun kenndur fjörustúfur, sem Holtkirkja átti fyrir Bakka- landi í Austur-Landeyjum og nú kallast Maríufjara. Getur hans í máldaga Holtskirkju frá 1270. Sauð -húsvöll átti Dalskirkja hálfan að því er segir í máldaga hennar 1332. Forn sögn hermir, að þar hafi fyrst staðið sauðahús frá Fornu-Sönd- um, og ekki ólíklegt, að hún geti staðist. Fitjar er getið í máldaga Dalskirkju frá 1332. Er þar þá hálf- kirkja og bar Dalsprestum að syngja þar annan hvern dag helg- an. Fit var færð undan Markar- fljóti á 16. öld, og er gamla bæj- arstæðið enn við líði og kallast þar Forna-Fit. Þar var búið, er Hjalti frá Stóru-Borg dvaldi í Para- dísarhelli. Mun vist hans þar hafa varað í tvö ár, og er mælt, að mat- ur hafi verið settur fyrir Hjalta í búrgluggann á Fit á kvöldum, því ekki var honum óhætt að vitja hans þangað, nema að náeturlagi. Fit skiptist > þrjú býli við flutninginn, eða litlu áður. Voru tvö reist á Fitjarmýri, en það þriðja nokkuð austur frá gamla bæjarstæðinu og bar nafn þess. Því er mælt, að Fitin eigi þriðju hverja þúfu í Hala- leiru, sem ber nafn af stórbýlinu Hala, sem mun hafa lagst í eyði um svipað leyti og Forna-Fit. Stóð það miðja vegu milli Hafnahóls og Nýjabæjar, lítið eitt vestanhallt við hólinn að sjá frá Nýjabæ. Sáust þar steinar úr byggingum fram á 19. öld. Fitin hlaut mikið skakka- fall síðla á 18. öld. Fell þá stærð- ar spilda úr fjallinu fyrir ofan bæ- inn að næturlagi og grófst hann undir henni að mestum hluta. Fjós- ið var sjerstætt og sakaði það ekki. Svo stóð þá á þar á bæ, að bóndinn var í Bakkaferð, en kona hans heima ásamt gamalli konu og ungu barni þeirra hjóna. Um nóttina vakti konan yfir kú í fjósi og vildi barn hennar vaka með henni, en hún synjaði þess. Varð hlaupið barninu og gömlu konunni að bana, en konan kom nær vit- firrt út að Seljalandi í morgunsár- ið og tók aldrei til fulls á heilli sjer eftir þetta. Bærinn, sem fvrir hlaupinu varð stóð á líkum stað og Fitjarbærinn núna og er það til marks, að meisabrot og rafta- stúfar komu þar upp, er grafið var þar fyrir hlöðu og kjallara um 1900. Seljalands er fyrst getið í Dalsmáldaga frá 1332, en örnefna, sem leidd eru af því, er getið í Landnámu og Njálu, Seljalandsá og Seljalandsmúli. Ugglaust hefur þar verið selstaða frá Auðnum, en varla lengi og Seljaland fljótt haf- ist til stórbýlis. í máldaganum frá 1332 er getið um hálfkirkju þar og messur áttu að flytjast þar jafn- margar og á Fit. Margar jarðir höfðu bygst úr Seljalandinu í byrj- un 16. aldar, en aðeins ein þeirra er nú byggð, Seljalandsselið. Hin- ar lögðust allar í eyði á 16. öld af völdum Markarfljóts að því, er sjera Jón Jónsson í Mið-Mörk tel- ur í sóknarlýsingu sinni frá 1840 og hjetu þessum nöfnum: Pjeturs- sel, Kýrnytarstaðir, Rótabrekka, Hátún, Hvasstún og Setberg. Uppi á hlíðinni, austur af Selja- landi, er Hoftorfa, sem varðveitir enn glöggar menjar hofs. Staðsetn- ing þess vekur nokkra furðu, en að flestra hyggju hefur staðið þar hof Runólfs Úlfssonar og þing- manna hans. í elsta máldaga Dalskirkju, sem vitað er um og heimfærður er til ársins 1269 (Dipl. ísl. III. bls. 1) er jarðarinnar Þorgeirsstaða getið og bar Dalspresti að syngja þar 12 messur á ári. í næsta máldaga Dalskirkju frá 1332 er þessa bæjar að engu minnst, en Sandar, sem nú kallast Fornu-Sandar, eru nefnd

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.