Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Blaðsíða 14
V 154 % LESBOK M011L.UNBLAÐSIKS Jeg fór til tollbúðarinnar. „Símið til yfirmanns yðar. Jeg vil fá að tala við hann nú þegar,“ sagði jeg. „Viljið þjer ekki heldur síma til yfirmanns yðar?“ svaraði tollvörð- ur kuldalega. Jeg heyrði nú samt á tóninum í honum að þetta var ekki svo vit- laus hugmynd. Jeg sendi því Mar- cel á stað og skipaði honum að síma til amerísku sendisveitarinnar. Svo datt mjer nýtt ráð í hug: Væri ekki hæ'gt að gefa út bráðabirgða- skírteini handa frú Mesta, svo að hún gæti komist leiðar sinnar? „Jú, auðvitað,“ sagði tollvörður, „en þá verður hún að setja miljón franka tryggingu.“ „Þá erum við engu nær,“ sagði jeg- í sama bili kemur Marcel hlaup- andi og er sýnilega mikið niðri fyrir. „Hvað haldið þið?“ hrópaði hann lafmóður. „Við eruð ekki í Lux- emburg, við erum í Belgíu. Mjer var sagt það í símanum.“ „Auðvitað eruð þið í Belgíu,“ sagði tollþjónninn. „Vissuð þið það ekki?“ „En í hamingjunnar bænum — hvar er þá Luxemburg?“ hrópaði Marcel. Tollþjónninn dró fram landa- brjef. „Hún er hjerna beint fram und- an,“ sagði hann. „Þessi vegur ligg- ur þangað, en hann liggur yfir Belgíu. Þið getið snúið við og far- ið til Longwy. Þaðan liggur vegur úr Frakklandi beint inn í Luxem- burg.“ „Nú, þar er vegurinn," æpti Mar- cel. „Hver skrattinp“. Nú var snúið við. í Longwy vilt- ist Marcel aftur. Eftir marga króka og villur komumst við þó út úr borginni og til landamæra Lux- emburg. Þar var tollstöðin öll ^ þlómum skreytt til virðingar við frú Mesta og tollþjónninn var kurt-. eisin sjálf. „Mr. West og fólkið, sem með honum var, fór heðan fyrir fimm mínútum,“ sagði hann. „Það frjett- ist að þið hefðuð farið.inn í Belgíu og Mr. West helt að hann yrði of seinn til að taka á móti yður, svo að hann ók í loftinu til höfuðborgar- innar aftur.“ Áður en við heldum lengra á- fram hvíslaði Marcel að mjer: „Hafið þjer komið til Luxem- burg áður?“ Jeg kvað nei við því. „Ekki jeg heldur. Hvar í skollan- um skyldi nú ameríska sendiráðið vera?“ Við rákumst á lögregluþjón og hann var mjög fús til þess að gefa okkur allar upplýsingar og leið- beiningar, og það var enginn vandi að fara eftir þeim. En með því móti lentum við rakleitt til utan- ríkisráðuneytisins. Það var lokað. Drengur nokkur sagðist skyldu vísa okkur á sendiráðsbústaðinn ameríska. Jeg skipaði honum að koma upp í bílinn minn. Svo ljet hann mig aka til hægri og vinstri, sitt á hvað langa leið og „lóssaði11 okkur seinast að skrifstofu ame- rísku verslunarnefndarinnar. Hún var lokuð. „Það var leiðinlegt,“ sagði dreng- urinn. „Jeg helt endilega að þetta væri húsið.“ Við spurðum hina og aðra á göt- unni hvar ameríska sendiráðið væri. Skoðanir þeirra voru nokk- urn veginn jafnt skiftar um það. Sumir sögðu að það væri í austur- borginni og álíka margir sögðu að það væri í vesturborginni. Að lok- um hugkvæmdist okkur að líta í símaskrá, og eftir það vorum við ekki nema þrjár mínútur að aka til sendiráðsins. Fjöldi ungra stúlkna stóð þar úti fyrir. Það voru skriíarar sendiráðs- ins og höíðu fylkt Hði þarna til þess að taka á móti hinum nýa húsbónda sínum. Utan við hliðið var fjöldi af forvitnu fólki. Jeg var orðinn þreyttur, en samt hinkraði jeg við. Maður kom til mín og sagði: „Vitið þjer að hjerna hafði þýski landstjórinn aðsetur sitt? En það gerir ekkert til því að biskupinn kom hingað og stökti vígðu vatni um alt húsið og rak út alla þá djöfla, sem þar voru.“ Annar sagði: „Það var verst að ræðismaðurinn skyldi ekki koma hingað í gær, þá hefði hún fengið að sjá grísamarkaðinn. Þá voru hjer þúsundir af litlum grísum. Það var skemtileg sjón.“ Stuttu síðar varð frú Mesta að taka á móti blaðamönnum. — Þá spurði einn af luxemburgsku fr jettariturunum: „Vita Ameríkumenn það að Lux emburg hefur átt sinn þátt í því að Marshall-aðstoðin komi að gagni?“ Frú Mesta brosti sínu blíðasta brosi og svaraði þegar: „Forsetinn metur land yðar mjög mikils. Að vísu vitum vjer að það er lítið, en það er til málsháttur í Bandaríkjunum sem segir: Dýrustu perlur eru altaf í litlum öskjum.“ Það var ekki ólaglega sagt eftir miklar villur og þreytandi ferða- lag. HVENÆK Á AÐ TAKA OFAN? BLAÐI NOKKRU barst fyrirspurn frá einum lesenda um það, hvenær menn ætti að taka ofan. Svar rit- stjórnarinnar var á þessa leið: — Þegar maður þerrar af sjer svita, þegar maður fer í bað, þegar maður borðar, þegar maður hátt- ar, þegar maður fer til altaris, þeg- ar maður greiðir sjer, þegar mað- ur er kliptur, þegar maður stend- ur á höfði og þegar liann þarf aó láta gera við hattinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.