Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Blaðsíða 8
14» LESBÓK MORGUNBLAÐSXNS Sæskrímsl rekur á land hjá Suez FYRIR skömmu fanst sæskrímsl eitt furðumikið rekið á land f Suez-flóa og hafði fólk aldrei litið slika kynjaskepnu. — Gengu og fyrst í stað hinar mestu tröllasögur af þessum reka. ðleðal annars var sagt að ókind þessi væri mcð tvær vold- ugar skögultennur eða höggtennur fram úr hausnum. Múgur og margmenni streymdi á fjöruna þar sem skrimsl þetta lá, en egypskir lögreglumenn voru sendir til þess að halda þar vörð. — I»að kom nú samt brátt í ljós, að hjer var ekki um neitt náttúru-undur að ræða. Þetta var hræ af skiðishval, sem sennilega hefur orðið fyrir því óhappi að skip hefur siglt beint framan á hann, rotað hann og skafið af honum vangafvlluna. Síðan hefur hvalurinn verið að velkjast í heitum sjónum og hefur þá grotnað af honum hausinn svo að kjálkabeinin stóðu fram úr þjósinni eins og ógurlegar vigtennur. Iljcr á myndinni má sjá forvitið fólk, scm komið cr til að skoða kynjaskcpnuna, cn vopnaður varðmaður stcndur uppi á hvalnum. jörðina og dregur úr sólarhitan- um.“ Bóndinn hafði ekki algjörlega . rangt fyrir sjer. Það er kunnugt að kuldar og harðindi koma oft á eft- ir eldgosum. En sprengjan hyrlaði ekki upp nánar nærri svo miklum mekki sem eldfjöll gera. Bóndi nokkur í Montana sagði við flugmann, sem kom þangað mcð hcy til þess að bjarga skepn- unum: ,,Þetta er alt saman ykkur flugmönnunum að kenna. Vegna þcssa sífelda flugs hafa myndast nýir loftstraumar." Það er dálítið einkennilegt að bóndanum skyldi detta þetta í hug, en veðurfræð- ingar segja, að flugvjelarnar hafi álika mikil áhrif á loftstrauma, eins og fiskar á sjávarstrauma. Rjettast muu það, sem smnir vís- indamenn segja, að vjer lifum nú á tímabili milli tveggja ísalda, og að veðráttan geti enn farið hlýnandi. Þeir benda á hvernig farið hefur um jöklana. Skamt frá strönd Al- aska er gríðar mikill jökuil, sem heitir Guyot. — Nýustu mælingar sýna, að yfirborð hans hefur lækk- að um 1100 fet síðan.1913. Hinn mikli Muir-skriðjökull hefur færst aftur á bak um tvær mílur á scin- ustu tiu árum. Vísindamennirnir halda því ckki fram að þeir viti hvernig á þessu stendur, enda er þetta i fyrsta sinni sem mannkyninu gefst kostur á að athuga veðráttubreytingu og rann- saka hana með fullkomnum áhöld- um. Enginn þorir að fullyrða neitt um það hve lengi þessi breyting kann að lialda áfram. Meira að segja getur í'arið svo, að tímabilið verði of stutt til þess að hægt sje að framkvæma fullnægjandi rann- sóknir. Breytingarinnar á veðráttunni gætir eigi aðeins á yfirborði jarð- ar, heldur einnig í höfunum. Þorsk- urinn hefur á undanförnum árum leitað æ lengra norður á bóginn, norður mcð Grænlandi. Ástæðan til þessa virðist vera sú, að hann fylgi sjerstökum sjávarhita. Síld- veiðarnar hafa brugðist við ísland, og sumir kenna þar um of heitum sjó. í sumar sem leið skýrðu fiski- menn svo frá að þeir hefði sjeð fjölda flugfiska undan strönd New Jersey, en sá fiskur hefur áður haldið sig suður í hitabelti. (rarade).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.