Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1950, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS *! 149 Þórður Tómasson; LANDNÁM ÁSGEIRS ÓLEIFSSONAR MARGT ER á huldu um upphaf og þróun bygðar undir Eyaijöllurn svo sem vænta má. Landnámssaga hennar er að vísu skráð í Land- námu, en heimildir varðandi bað eíni, eru íáar og strjálar úr því að henni sleppir, langt fram eftir öldum. Tönn tím.ans hefur búið heldur illa að hinum fornu land- námsbýlum Eyjafjalla og tveimur hefur hún gersamlega koflvarpað. „Ásgeir Kneif hjet maðr, sonr Óleifs hvíta, Skæringssonar, Þór- ólfssonar. Ásgeir fór til íslands ok nam land milli Lambafellsár ok Seljalandsár ok bjó þar, er nú heitir að Auðnum“. — Á þann veg og nokkru gerr þó, segir frá ein- um landnámsmanni Eyjaíjalla í Landnámu. Ber sú frásögn með sjer, að skamma stund hefur býli hans verið við lýði. Ásgeir seldi Þorgeiri hinum hörska drjúgan hlut af landnámi sínu, beggja vegna Holtsóss og rjeði Lambafellsá þar mörkum á annan bóginn en Irá á hinn. Bygði Þorgeir fyrstur manna á Holti að því, er kunnugt er. Lík- legt má þykja að írá hafi haft sama farveg til sjávar á landnámsöld og nú, um Rimhúsaál, og vckur það því nokkra furðu, þegar litið er 'til þessarar frásagnar, að talsverður hluti Holtstorfunnar liggur utan Rimhúsaáls og virðist svo haía ver- ið frá öndverðu. Á því svæði voru Holtsengjar, Djúpósar og Stóra- Kelda, aðalstólpinn undir heyskap Iioltspresta á liðnum öldum og allt fram um 1800. Á vesturbakka Rim- húsaáls virðist og hafa vérið -sel- staða frá Holti og er örnefnið Forna Sol þar enn við lýði. Ofan Holts- lands liggja lendur Ásólfsskála og Ysta-Skála beggja vegna Rimhúsa- áls og írár og ráða miðanir á kenni- leiti þar mörkum milli þeirra og annara jarða, svo sem milli Holts- lands og Mýrabæa. Vestur frá Djúpósnum liggja lönd Vestur- Holts og Lambhúshóls og síðan Nýjabæjar allt út undir Fornu- Sandaland og átti Holtskirkja þær jarðir allar. Skipti Sandlækur, sem nú kallast Slýlækur, mörkum milli Holtslands og Fornu-Sanda, cn ut- an hans átti Holtsstaður stóðhrossa- höfn vetur og sumar í svokölluðum Hófrana. Er mjer ekki grunlaust um, að þessar eignir og ítök standi í einhverju sambandi við eyðingu landnámsbýlisins, sem kennt var við Auðnir og þá helst þannig, að Holtsverjar hafi keypt lendur bcss. er það leið undir lok. Eríitt er að spá í eyðurnar með það, hvar Auðnar hafi staðið, en nokkurnveginn víst, að það hefur verið nálægt sjó. Sumir hafa talað um Auðnarmela í Gljánni út við Markarfljót, en gegnir og greind- ir menn hafa tjáð mjer, samkvæml: írásögn Auðuns Einarssonar frí Seljalandi, sem lengi var bóndi á Helgu-Söndum, greindarkarls, a > Auðnar hafi staðið á Gljánni til landsuðurs frá Nýjabæ. Finnasc munu þar fornar bæjarrústir, sand - orpnar, en taldar staía frá elstu bygð Nýabæar, sem að sögn hefu • verið fluttur þrisvar undan áganyi sands. Sje staðhæfing Auðuns rjett væri freistandi að álykta, að Nýi- bær sje að upphafi býli Ásgeirs og fcli nafnið óbcint í sjer tjáningu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.