Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1950, Blaðsíða 14
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f 2615 ÍSLENDINGAK BJÖRGUÐU KONUNGSSKUGGSJÁ KONUNGSSKUGGSJÁ er rituð í Noregi um miðja 13. öld, að því er menn hafa komist næst. Frumritið er ekki til lengur, en brot af 30—40 afritum og eru flest þeirra í safni Árna Magnússonar í Kaupmanna- höfn, en nokkur í Osló, Stokkhólmi, Uppsölum og Reykjavík. Öll þau handrit, sem Árni Magn- ússon náði í af Konungsskuggsjá, setti hann undir eitt númer í safni sínu og eru þau nú nr. 243 fol., en aðgreind með bókstöfunum A—-S. Finnur Jónsson dr. sá um út- gáfu á Konungsskuggsjá 1920 og var hún prentuð í Kaupmannahöfn. Við útgáfuna hafði hann til athug- unar og samanburðar 26 bestu handritin og handritabrotin, sem til eru. Um aldur þeirra komst hann að þeirri niðurstöðu að 5 væri rituð fyrir 1300, tvö á 14. öld, 6 á 15. öld, 5 á 16. öld, 8 á 17. öld og eitt á 18. öld. Fimm elstu handritin eru norsk, en hin hafa öll verið skráð á ís- landi, og virðist það benda til þess sjeðum göngustöfum og fleiru. Safn , þetta, sagði Ward, ætti að minna sig á ísland og íslendinga meðan hann lifði. Altaf og alls staðar var Ward sama prúðmennið, sama góðmenn- ið, — sami alvörumaðurinn. Mörg holl ráð og góð gaf hann mjer sem i veganesti á lífsgöngu míná. Hvort eða hvernig mjer hefur auðnast að nota mjer hans góðu ráð, verður ekki gert að umtalsefni hjer, — en t ekki veldur sá er varar, þó að ver ^ íari. að bókin hafi verið útbreiddari á íslandi og meir lesin þar en í Noregi. Merkasta handritið er talið norsk skinnbók, sem menn ætla að sje afrituð vestan lands í Noregi ein- hvern tíma á árunum 1280—1300. Upphaflega hefur hún verið 86 blöð, en er nú ekki nema 68 blöð. Er hægt að rekja feril þessa handrits nokkurn veginn frá 1440 og þangað til Árni Magnússon náði í það. Þessu handriti varð það til bjargar, að það gekk milli fróðleiksmanna, er kunnu að meta það sem kjörgrip eða forngrip. En ekki verður hið sama sagt um hin norsku handritin. Af því elsta eru nú aðeins til fimm blöð, fjögur í ríkisskjalasafninu í Osló, en eitt í Konungsbókhlöðu í Kaupmanna- höfn. Blöðin, sem geymd eru í Osló, fundust árið 1867 í sænska ríkis- skjalasafninu og höfðu verið notuð í band á bækur. Þá eru og í Osló þrjú blöð úr öðru handriti. Þau höfðu vcAið not- uð utan um fógetareikninga í Lófót 1617. . Enn má nefna slitur úr einu blaði, sem fanst vafið utan um fógeta- reikninga frá Harðangri og Sunn- mæri frá árunum 1637—38. Af íslensku handritunum eru merkust 243 e, 243 n og 243 a, sem jafna má við aðalhandritið norska. Handritið 243 e er 85 blöð (úr því hafa aðeins glatast tvö blöð) og hefur dr. Finnur fylgt því þar sem norska handritið þraut. Árni hefur skrifað á handritið: „Frá Páli Toríasyni.“ — Páll var sonur sjera Torfa Snæbjarnarsonar og á einum stað á spássíu steryiur að Torfi hafi fengið bókina til eignar frá erfingj- um Þórðar Guðbrandssonar á Mun- aðarnesi 4. mars 1664 Árni skrifai enn um handr.: „Snæbjörn Páls- son* sagði mjer á Alþingi 1702 að jeg mætti bihalda því.“ MÁLIÐ á Konungsskug'gsjá er svo, að hvert mannsbarn á íslandi get- ur lesið hana og skilið. En það geta Norðmenn ekki. Þetta fræga rit sitt verða þeir að þýða á nútíðar norsku til þess að almenningur þar í landi geti haft gagn af bókinni. Seinasta norska útgáfan kom út 1947 og hafði próf. A. W. Brögger annast þýðinguna og stuðst við út- gáfu Finns Jónssonar, sem að fram- an er nefnd. Það er fróðlegt að lesa í eftir- mála Bröggers hvílíkt vandaverk þýðingin hefur verið. Það er eigi aðeins að máhð sje gjörbreytt í Noregi frá því sem það var fyrir 700 árum, heldur er hið forna mál svo auðugt af hugtökum, kjarnyrð- um og fegurð, að nútíðar málið kemst þar ekki í námunda við. — Brögger segir m. a.: Þýðandann furðar einna mest hvað málið er auðugt og oft glæsi- legt, en þó jafnframt undarlega snubbótt. Manni finst þetta, en ef til vill er það sleggjudómur.... því að orðsnildin er furðuleg og tak- markalaus. Þar bregst manni boga- listin að þýða. Vjer verðum að út- lista orðin, nota langar setningar til að skýra eitt einasta orð. Og mörg hugtök verða alls eigi þýdd, því að orðin vantar í nútíðarmálið. Hann tekur til dæmis lýsingar- orð, sem enda á -látur, svo sem fálátur, lítillátur, mikillátur og smálátur, sem sje ógerningur að þýða, og þá ekki síður hæfilátur, *Mála-Snæbjörn, sonur Páls sýslu- manns Torfasonar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.