Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1950, Síða 2
334
LESBÓK MORG JNBLAÐSINS
starfslöngun, verkefni við það göf-
uga og þroskandi starf, að gróður-
setja trje fyrir framtíðina.
Heiðmörk á að verða „friðland
og skemtigarður Revkvíkinga" eins
og komist er að orði í ályktun bæar-
stjórnarinnar. Hingað geta menn
sótt heilbrigði og frið, auðgað anda
sinn við dýrð og dásemdir náttúr-
urnar. „Og hugurinn lyftist í æðri
átt, nú andar guðs kraftur í dufts-
ins líki.“ En fyrst og fremst er
Heiðmörk land hinna ungu, land
æsku og framtíðar.
í dag, og æ síðar, þökkum við
hinum ágætu forgöngumönnum
þessa máls í Skógræktarfjelagi ís-
lands og Skógræktarfjelagi Reykja-
víkur, höfundi naínsins og öllum
þeim öðrum, er lagt hafa lið.
Það litla grenitrje, sem nú verð-
ur gróðursett, er einskonar horn-
steinn þeirrar veglegu byggingar,
sem lagður er grundvöllur að, en
niðjar okkar munu njóta og fegra.
Jeg bið þann, sem sólina hefur
skapað, að halda verndarhendi yfir
Heiðmörk.
Saga
Heiðmerkur
Ræða Guðm. Marteinssonar,
form. Skógræktarfjelags
Reykjavíkur.
Vakið máls á friðun.
FYRIR um það bil 12 árum vakti
stjórn Skógræktarfjelags íslands
máls á því að æskilegt væri, að
landssvæði austan og sunnan Ell-
iðavatns, í landi Hólms, Elliðavatns
og Vatnsenda, og jafnvel víðáttu-
meira svæði væri girt og friðað
fyrir ágangi búfjár.
Þessu takmarki, friðun Heið-
merkur, hefur nú verið náð að
mjög verulegu leyti og það er til-
efni þessarar samkomu.
Mjer þykir hlýða við þetta tæki-
færi að rekja í stórum dráttum sögu
Heiðmerkur fram á þennan dag.
Sú saga mun væntanlega þegar
fram líða stundir verða kölluð for-
saga Heiðmerkur, því að sennilegt
er, að Heiðmörk eigi fyrir sjer
langa og merkilega sögu.
Það fyrsta sem mjer er kunnugt
um að sje skráð um málið er að
finna í fundargerðabók stjórnar
Skógræktarfjelags íslands frá 28.
sept. 1938, og er á þessa leið:
„Lagt fram erindi stjórnar Skóg-
ræktarfjelags íslands til bæarráðs
Reykjavíkur dags. 23. sept. 1938,
um friðun skógarleifa í landi Ell-
iðavatns (og Hólms og Vatnsenda).
Erindið er tillaga um að efna til
víðáttumikils skemti- og hressing-
arsvæðis fyrir Reykvíkinga á þess-
um slóðum. Samþykt að senda bæj-
arráði erindið, ennfremur samrit
af því til allra bæarfulltrúa, borg-
arstjóra, bæarlæknis, landbúnað-
arráðuneytisins, skógræktarstjóra,
íþróttafjelaga bæarins, ritstjóra
dagblaða og vikublaða."
Þessi bókun ber það raunar með
sjer, að rætt hefur verið um málið
áður, því að á þessum fundi er
erindi stjórnarinnar lagt fram, en
því miður er mjer ekki kunnugt
um fyrstu tildrögin.
Þetta var alllangt og ítarlegt er-
indi. Efni þess er ekki ástæða til
að rekja hjer nema að mjög litlu
leyti.
Það kemur fram í erindinu, að
það var tvent, sem vakti fyrir
stjórn Skógræktarfjelagsins: Ann-
að það, að friða skógarleifar og
annan gróður, svo að landið mætti
gróa að nýu og nýr skógur vaxa.
Hitt það að veita Reykvíkingum
auðveldan og ódýran aðgang að
landi úti í guðs grænni náttúrunni
í hæfilegri fjarlægð frá Reykjavík.
Þegar þetta gerðist, skipuðu þess-
ir menn stjórn Skógræktarfjelags
íslands: Árni G. Eylands, H. J.
Hólmjárn, Maggi Júl. Magnús, Ein-
ar Árnason alþm. og Jón Ólafsson
bankastjóri.
Árni G. Eylands var formaður
fjelagsins, en Hákon Bjarnason var
þá eins og nú framkvæmdastjóri
þess.
Þessi hugmynd stjórnarinnar
fekk þegar góðar undirtektir bæði
hjá bæaryfirvöldunum og blöðun-
um.
Á stjórnarfundi í ársbyrjun 1940
er frá því skýrt, að bæarráð Raykja
víkur hafi falið rafmagnsstjóra og
bæarverkfræðingi að ræða við
stjórn Skógræktarfjelagsins varð-
andi Elliðavatnsland, og rafmagns-
stjóri, sem mætti á þessum fundi,
skýrði frá því, að hann og bæar-
verkíræðingur hefðu skrifað land-
búnaðarráðuneytinu og farið íram
á að fá hluta af Hólmslandi, sem
er ríkiseign, með í þessa friðun,
samkvæmt tillögum stjórnar Skóg-
ræktarfjelags íslands. Þessum mála
leitunum hafi verið vel tekið af
stjórnarráðinu.
Efnt til fjársöfnunar.
Stjórn Skógræktarfjelagsins var
umhugað um að gera eitthvað til
þess að halda þessu máli vakandi,
og seint á árinu kom fram tillaga
um að reyna fjársöfnun í Reykja-
vík. Þá var einnig samþykt tillaga
um að gefa út dálítinn bækling
um hið fyrirhugaða friðland Reyk-
víkinga og fá gerðan uppdrátt af
landinu og hefta hann með bæk-
lingnum; jafnframt gerði stjórnin
tillögu um að hið friðaða land
skyldi ná yfir svæði, sem lægi milli
Silungapolls að norðan og Búrfells-
gjár að sunnan, eða því sem næst.
Upp úr sumarmálum vorið eftir
var bæklingurinn tilbúinn, og 2.
apríl 1941 er þessi bókun í fundar-
gerðabók stjórnarinnar:
„Ákveðið að halda „Elliðavatns-
dag“ á næstunni, helst þannig að
fá útvarpskvöld föstudaginn 2.