Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1950, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1950, Blaðsíða 8
340 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þrautseigi kynstoín, sem bærinn hefur telcið við úr sveitum og ver- stöðvum, digni ekki og verði heilsu- veilli í makræði og hóglífi, — eink- um allur sá fjöldi, sem enga líkam- lega erfiðisvinnu stundar. Karli. þræll Ingólfs Arnarsonar, lastaði þennan útskaga, þegar hann hugsaði um hin góðu hjeruð austan f jalls. Hann sá ekki þá kosti, sem höfnin og fiskimiðin höfðu að bjóða. Þessir kostir hafa gert bæ Ingólfs að I-.ofuðstað íslands, fjöl- mennasta holuðstað veraldar að til- tölu við þjoðina, sem bvggir landið alt. Þessara kos>.a nefur verið neytt og ýmissa annarra, sem óþarft er að t ;lj t. d. iarðhitans í nágrenn- inu sem í fyrstu var ekki til annars en ráða nafni bæarins. En einn kostur er ennþá lítt notaður. Hjer á þessum útskaga, ekki aðeins á Heiðmörk, heldur miklu lengra til suðurs og vo' irs, eru óbygðir, ó- snortii . jöibrej t, furðuleg og tölrandi náttúra. Örfáar höfuð- borgir -e;ga siíkt land svo nærri sjer og írjálst til umferðar. Hjer er ;. margir staðir, sem jafnast full- iomlega við þ: : undúr íslenskr- ráttúr sem menn annars fara ’ adruö KÍló’ iet:m til þess að o^a. O' þessir stað'r, sem hægt . r á ti! á hverri helgi, eru með ' úu o> air flestur bornum og i um Reykvíkingum. Þessa ilsui 1 líkama tg sálar, sem f rður þt m bví nauðsynlegri sem jmrinn stækkar meir, hafa þeir va' 1 o uppgötvað ennþá. Það e sagt, að á bunndægri sjái - enn í cinni svipsýn alla sína ævi, . mátt sem stórt, svo að þeir finni • "nu ar.dartaki, hvað þeir haía oe . qert, hvað þeir hafa brotið af rjc . hvað þeir hafa vanrækt. Jeg kaun ef til vill ekki vel að iðrast rjettilega eftir alt það, sem jeg hef ofgert og vangert. En mjer finst stundum, að á dauðastundinni niuni það setjast einna mest að mjer, að jeg skuli hafa alið aldur minn í fegursta landi heimsins og ekki kynst því nánar, — hafi horft út um gluggann minn á Snæfells- jökul og aldrei gengið upp á tinda hans, — og ekki síst, að jeg skuli ekki hafa verið miklu meira á Heiðmörk, úr því að það varð hlut- skipti mitt að eiga heima á þessu útnesi. Og af því að jeg hugsa stundum um annað líf, þá hef jeg í anda hlustað á orðaskipti Sankti Pjeturs við suma af mínum efnuð- ustu samborgurum. Úr því að okk- ur er kent, að vegurinn til lífsins sje þröngur, grýttur og brattur, skil jeg ekki í því, að himnaríki sje nein flatneskja eða vermireitur. Er það ekki eitthvað svipað veginum, sem liggur þangað, svipað íslandi, fjöll- ótt, frjálst, svalt, erfitt yfirferðar og óleiðigjarnt? Hvað segir nú Pjetur við þá af okkur, sem eru vanastir því að sitja í 25—30 stiga stofuhita og varla hafa lært að ganga húsaveg? „Góðurinn minn, jeg er hræddur um, að hjerna sje alt of kalt fyrir þig og eríitt yfir- ferðar. En jeg get vísað þjer á annan stað, þar sem hitaveitan er í íramúrskarandi góðu lagi og þú þarft alarei að koma undir bert loít.“ „Jæja, en hvernig á jeg að komast þangað? Er þetta ekki langt, og jeg alveg óvanur að reyna á mig?“ „Blessaður vertu, þetta er breiði vegurinn, alveg skotvegur, og nóg af fínustu straumlínubílum að flytja tilvonandi gesti!“ — En hvað sem þessu líður, þá er víst, að fsland hefur aldrei verið ætlað til ábúðar hóglífri og sællííri þjóð, eins og skáldin margsinnis hafa mint okkur á með ógleymanlegum orðum. Ef daglegar annir skapa okkur ekki útivist og líkamlega þjálfun, verðum við að leita henn- ar sjálf. Og á sumrin er ekkert betur til þess fallið en gönguferðir og ekkert, sem er auðveldara að veita sjer kostnaðar vegna en fara þær í nágrenni bæarins. Það hefur verið kveðið svo að orði, að í dag yrði Heiðmörk opn- uð eða Heiðmörk vígð. Hvort tveggja má að vísu til sanns vegar færa, en hvort tveggja er samt í rauninni óeiginleg orð. Heiðmörk heíur verið opin hverjum manni, sem þangað vildi leita, frá því að land bygðist. En ef skógræktin hjer og þau kynni, sem af henni leiða, gætu opnað hug Reykvíkinga fyrir kostum Heiðmerkur, þá væri vel farið. Og jeg held, að þessar slóðir sjeu vígðar, ekki aðeins af skapar- anum, eins og öll náttúra, sem mennirnir hafa ekki vanhelgað með einhverju móti, heldur þegar af fyrstu landnámsmönnunum. Ör- nefni eins og Helgadalur og Helga- fell munu vera frá dögum Ingólfs og Þorsteins og bera því vitni, að þeir hafi lagt helgi á þessar slóðir, haft átrúnað á þeim sem bústöðum hollra og góðra vætta. Reykvíking- ar og Hafnfirðingar eiga að taka höndum saman um að stækka hið friðaða og verndaða land Heið- merkur langt út yfir þau takmörk, sem henni hafá verið sett í bráð, læra að elska og tigna þetta svæði, skoða það sem helgireit, athvarf sitt í blíðu og stríðu, hluta af heimahögum sínum, utan við vs og þys hversdagslífsins. Þá er það trúa mín, að þeir læri enn betur að unna þessum borgum sínum og vinna að heilbrigðum viðgangi þeirra af öllum huga, eins og nauð- syn er, ef þær eiga að verða íslandi öllu og íslensku þjóðinni til sannr- ar farsældar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.