Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1950, Qupperneq 2
LEbtíÓK MORGUNBLAÐSENS
4u6
skipin á höíninni. Það var sein sje
ákaflega auðvelt í náttmyrkri að
flytja vörur úr hinum framandi
skipum inn um glugga og vind-
augu á húsunum. En vegna þess
að húsin standa þannig út í sjó,
þá skella bárur á þeim þegar stór-
streymt er og flæða upp í götuna
svo að annar endinn á Commercial
Street verður ófær. Nú sem stend-
ur setja síldveiðar sinn svip á bæ-
inn. Á morgnana fyllist höfnin af
gargandi mávum, sem elta bátana
í stórhópum. Stórhuga síldarkaup-
menn streyma þangað til þess að
vera við þegar uppboðið á síldinni
hefst.
En þrátt fyrir ellilegt útht og
miðaldabrag á skipulagi, þá er Leir-
vík ekki gömul. Elstu byggingar
staðarins eru frá 17. öld.ofanverðri
og sum gömlu húsin frá byrjun 18.
aldar. Fram yfir 1600 var Scalloway
höfuðborgin. Þessi gamli staður,
sem nú hefir fengið svo afbakað
nafn, að það er trautt þekkjanlegt
— norræna nafnið hefir verið
Skálavágur — stendur vestan á
eynni og er þangað um ltá mílu
vegur frá Leirvík. En tvímælalaust
hefir Leirvík verið höfn alt frá
vikingaöld. í íslenskum fornritum
er hennar getið á 13. öld. Þegar
Hákon konungur Hákonarson fór
leiðangurinn til Suðureya 1263 til
þess að berja á Skotum þar, leitaði
floti hans lægis milli Bressay og
lands, þar sem Leirvík er nú, og
lá þar í hálfan mánuð. Mikill hluti
þessa glæsilega flota fórst í sjóor-
ustunni hja Largs í Skotlandi
stinna um sumarið og ltonungur
dó á heimleið í Kirkjuvági (nú
Kirkwall) i Orkneyum.
* * *
Hvergi á Hjaltlandi er lengra en
fimm kílómetrar til sjávar, ekki
einu sinni á aðaleynni þar sem hún
er breiðust. Að norðan og sunnan,
austan og vestan, skerast víkur og
firðir mn og stytta leiðina til sjáv-
ar. Á Mavis grind (Mjóeiði) þar
sem vegur hggur eftir mjóum
granda milli tveggja fjarða, er
tæplega meira en steinsnar milli
Atlantshafsins og Norðursjávar.
Frá alda öðh hefir báturinn því
verið helsta samgöngutækið á ey-
unum. Á báti haía menn ferðast
bæa og bygða á milli, og enn í dag
þekkist það að draga Sáta yfir eiði
til að stytta sjer leið. Hjer hefir
hesturinn ekki verið hafður til
ferðalaga eins og á íslandi. Hjalt-
landsklárinn er lítill og lubbaleg-
ur og honum íækkar nú óðum. Á
nyrstu eyunum er þó enn talsvert
af honum. En hann er yfirleitt ekki
notaður til reiðar. Hann hefir fyrst
og fremst verið notaður til áburð-
ar, og á honum hefir mórinn verið
fluttur heim, eina eldsneytið sem
til hefir verið á þessum skóglausu
eyum frá upphafi.
Hjaltlendingar telja sig fremur
norræna en skoska. Sjerstaklega á
það við um hina fámæltu bændur
og fiskimenn í úteyunum. Og nor-
rænn maður, sem kynnist fólkinu
frá Yell, Walsey, Foula og öðrum
úteyum, finnur einnig svo glögg-
lega til skyldleikans með því, að
hann á þess helst von að vera á-
varpaður á norrænni mállýsku í
stað skoskrar mállýsku. í stuttu
máli er saga eyanna þannig, að um
800, máske fyr, streymdu þangað
landnemar frá vestanverðum Nor-
egi. Landið varð norskt og á dög-
úm Sverris konungs var það mjög
nátengt Noregi. En árið 1469 veð-
setti danski kóngurxnn Kristján I.
Hjaltlandseyar (ásamt Orkneyum)
fyrir heimanmundi Margrjetar
dóttur sinnar, er hún giftist Jakob
IIL Skotakonungi. Ætlunin var
auðvitað að leysa veðið mjög bráð-
lega, en þær 60.000 flórínur, sem
til þess þurfti, voru ekki auði'engn-
ar, og þess vegna helt Skotakon-
ungur veðínu og smám saman kom-
ugt svo eyarnar undir skosk lög
og stjórn. Hin norsku lög voru af-
numin og eyarnar voru fengnar
skoskum höfðingjum að ljeni. —
Lengi stjórnuðu þeir þar með of-
beldi og gerðu eyarskeggja að rjett-
lausum þrælum sínum. Jafnvel
málfarið, hið svonefnda „norn“,
sem seinna verður minst á, vesl-
aðist upp undir yfirdrotnun hinna
nýu herra og skosk mállýska kom
í staðinn.
Maður verður að hafa þetta í
huga til þess að skilja gremju Hjalt-
lendinga í garð Skota. Undir stjórn
Skota glötuðu þeir ættararfi sín-
um, og sinni eigin norrænu tungu,
sem hefði getað orðið bókmenta-
mál, eigi síður en færeyskan. Og
það er söknuður þess ari's, sem
gerir þá svo næma fyrir öllu því,
sem norrænt er. Þess vegna hefir
þar nú á seinustu árum sprottið
upp mjög merkilegur þjóðlegur
skáldskapur, sem á sjer athvarf hjá
tímaritinu „The new Shetlander",
þar sem markvist er unnið að þvi
að varðveita hið núverandi mál, —
blending af skosku og norn — og
gera það að bókmáli. Margt bend-
ir til þess að þetta muni takast, en
með því bjargast mikið af fornum
norrænum orðum, sem enn eru í
málinu. Einn hður hinnar norrænu
endurvakningar á eyunum er og
stofnun „The Shetland Folk Soci-
ety“ (1945). Það geíur út tímarit
og kom fyrsta hefti þess 1947. Það
er eingöngu helgað máli eya-
skeggja, alþýðukveðskap, þjóð-
háttum og þjóðlögum.
* * *
Ein, sönnunin fyrir dálæti eya-
skeggja á norrænni fortíð og hetju-
ljóðum, er „Up-Helly-a“ hátíðin,
sem haldin er seinasta þriðjudag í
janúarmánuði. Þá streyma þús-
undir manna til Leirvikur og Bret-
ar segja að sú hátíð sje merkileg-
asti þátturinn í þjoðlífi Hjaltlend-
inga nú á dögum. Þá íer skrúð-