Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1950, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1950, Side 4
48U LESBÓK MORGONBLAÐSlNa allar öskuhrúgur og jjanga um- hverfis hvert hús og athuqa hvort eldur leynist í ösku eöa skorsteini, og verði hann nokkurs slíks var, skal hann tilkvnna það. Skvldi hann verða elds var, á hann að vekja fólk í hveriu húsi, hrópa upp: Eldur! og jafnvel í sífellu hringja með stærstu kirkiuklukkunni". Á þessu má siá, að honum var aðallega ætlað að vera brunavörð- ur, enda þótt honum bæri einnig að gæta reglu á götu og reka heim þá, sem seint voru á ferli. Nætur- vörðurinn er því fvrsti slökkviliðs- maðurinn hjer í bæ. Sá, sem fyrstur hlaut þessa stöðu, var Magnús Guðlaugsson tómthús- maður í Sjóbúð. Honum var feng- inn einkennisbúningur: síðhemna, gaddakvlfa (morgunstjarna), stundaglas og ljósker, og var hann þvi hinn vígmannlegasti, er hann gekk milli húsa og söng danska sálma með vissu millibili fvrir utan hús helstu manna. Hann átti að fá í kaup 8 mörk á viku og tvo skild- inga fyrir ljósmeti hverja nótt. Til þess að standast straum af þessu var lagður skattur á öll timbur- hús í bænum og miðað við lengd þeirra, 12 skildingar fvrir hverja alin. Og til að gæta þess að nætur- vörðurinn stæði vel í stöðu sinni, var skipaður sjerstakur „vaktara- eftirlitsmaður“, og hlaut Runólfur Klemensson þá stöðu, sennilega vegna þess að hann var þá forst jóri innrjettinganna. Varúðarráðstafanir gerðar Prydensberg varð land- og bæar- fógeti 1803. Mun honum ekki hafa litist glæsilega á brunavarnir hjer. I>á var aðeins til þessi gamla dæla, sem send var hingað og aðeins einn brunnur í bænum, Ingólfsbrunnur í Aðalstræti og stundum vatnslaus. Frydenberg liet gera við brunn- inn og setja í hann nýa dælu, sem kostaði 50 rdl. Annan brunn Ijet hann grafa rjett fvrir austan „Smiðshúsið“ (þar sem bensínstöð- in í Lækargötu er nú) og kostaði hann 100 rdl. Kostnaði þessum við báða brunnana, var jafnað niður á borgarbúa. í október 1806 gaf bæ- arfógeti svo út auglýsingu um „að öllum sje hjer eftir bannað, að bera ösku, mókögla eða önnur óhrein- indi í kirkjugarðinn, þann svo- kallaða Austurvöll eða nokkurt kaupstaðarins pláss, heldur annað hvort út í sjó eða á afskektan stað“, og voru sektir lagðar við, ef út af var brugðið. Til árjettingar þessu gaf stipt- amtmaður út auglýsingu 1. apríl 1807 um varnir vegna brunahættu og segir þar m. a.: — Tjörusuða, lýsis og lifrarbræðsla má ekki fara fram innan bæjar. Eld, glæður eða ljós má ekki bera undir opnum himni nema í luktu ljóskeri. Trje- smiðum er fyrirskipuð sjerstök var- kámi. Ekki má spinna hamp við Ijós. Ekki má bera Ijós upp á loft eða í útihús, nema í lokuðu Ijós- keri. Ösku má ekki fleygja fvr en hún er orðin köld. Tóbaksreyking- ar eru bannaðar þar sem eldfimt efni er og úti, nema hetta sje yfir pípunni. (Þá þektust ekki vindl- ingar). Kertasteypa og tólgar- bræðsla var bönnuð að næturlagi. Harðbannað var að hleypa af byssu innan bæjar. Þessi auglýsing var fest upp víða í bænum og lesin af prjedikunar- stóli, svo að örugt væri að allir kyntust henni. Þó er talið að hún hafi gert fremur h'tið gagn. Slökkvistöð hjá dómkirkjunni Þessi skipan helst svo fram til 1827. En einhverntíma á því tíma- bili hafði verið fengin sjerstök dæla handa dómkirkjunni vegna þess að turninn var hærri en önnur hús. Þessi dæla og sú er Rentu- kammerið sendi 1789 eru orðnar svo ljelegar 1826 að þær teljast ekki nothæfar sendir Hoppe stift- amtmaður þær þá út til viðgerðar. Rentukammerið ljet gera við þær og sendi þær aftur vorið eftir-með tilmælum um, að nú yrði þeirra nákvæmlega gætt. Segir það, að í þetta skifti muni fjárhirsla kon- ungs greiða viðgerðina, en ef slíkt komi fyrir aftur, að dælurnar þarfnist viðgerðar, þá verði Revkja víkurbær sjálfur að bera kostnað- inn. Þá segist það og senda með dælunum 12 vatnsfötur, sem það hafi útvegað. Þegar þessi slökkviáhöld konm hingað var bygt fyrir þau skýli vestan undir skrúðhúsi dómkirkj- unnar. Kostaði það 20 rdl í seðlum og felst Rentukammer á þá tilhög- un og ákvað að kostnaðurinn skyldi greiddur úr Jarðabókar- sjóði. Seinna um sumarið sendi það hingað eftir beiðni stiftamt- manns 2 vatnskeröld, er tóku 4 tunnur hvort, og skyldi annað standa hjá dómkirkjunni, en hitt hjá stiftamtmannshúsinu. Þá voru og send hingað 2 Ijósker með gler- rúðum og tvö Ijósker með horn- rúðum, er gevmast skvldu með öðrum slökkviáhöldum. Þrír bunumeistarar Þegar það kom fyrst til tals 1833 að Reykjavík gengi í bruna- bótafjelag dönsku kaupstaðanna, mun mönnum hafa litist það væn- legra til árangurs að slökkvitæki bæarins væri aukin. Þess vegna var samþykkt á borgarfundi á önd- verðum vetri (11. des. 1833) að kaupa nýa og stóra dælu og „brand kar“ (vatnskerald) í sambandi við hana. Átti bærinn þá þrjár dæl- ur og voru þær allar geymdar á sama stað. Voru þá valdir sjerstak- ir bunumeistarar til þess að fara með þær, ef eldsvoða bæri að hönd- um, og var P. Tærgesen kaupmað- ur við eina, Leigh faktor við aðra og Thomsen faktor (faðir L. E.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.