Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1950, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1950, Page 10
494 LESBÓK M0RGUNBIAÐSIN3 Hraðfrysting mun gjörbreyta meðferð matvæla iíIiAL'FR *'ST-Í>JG matvæla r>rður sjer til rúms hvarvetna, og þó eink- um í Bandaríkjunum. Þar eru nú rúmlega 400 fyrirtæki, sem vinna eingöngu að því að hraðfrysta mat- væli í stórum stíl, og þar hafa risið upp 130 verksmiðjur, sem aðeins smíða hraðfrystitæki af öllum gerð -um. Því er jafnvel spáð, að hrað- frystitækin muni bráðlega útrýma kæliskápum á heimilum. Tilraunir hafa verið gerðar að hraðfrysta 1200 tegundir matvæla, og þar af eru nú um 400 þegar til sölu í búðum. Sumt af þessu eru kræsingar, eins og t. d. humar í karry og appelsínuflísar í hunangi. að borgarstjóri var gerður að for- manni brunamálanefndar. Þegar hjer er komið má segja að fast og örugt skipulag sje komið á slökkvilið bæarins. En síðan hefir það fengið margskonar slökkviá- höld svo miklu fullkomnari en áður þektust, að menn hafði ekki dreymt um það um aldamótin að Reykjavík mundi nokkuru sinni eignast slík tæki, enda voru sum þeirra þá ekki til. Og síðan slökkvi- liðið fekk þessi tæki, hefir það oft unnið sannkölluð kraftaverk í bar- áttu við eldsvoða. En það verður ekki rakið hjer. Tilgangur þessarar greinar var að fylgja þróunarferli slökkviliðsins í Reykjavík frá því að það var aðeins einn maður (næt- urvörður) og þangað til það hafði fengið eigin varðstöð, með launuð- um slökkviliðsstjórum og bruna- vörðum. En þar er einnig margt annað, svo sem hvalkjöt og kokosmjólk, svo ólíkustu vörur sjeu nefndar. Sjerfræðingar telja að árið 1957 muni helmingurinn af öllum mat- vælum Bandaríkjamanna vera seldur hraðfrystur. Það gefur dá- litla hugmynd um hvers menn vænta af þessari nýu aðferð um meðferð matvæla. Munurinn á hraðfrystingu og venjulegri frystingu er sá, að við hraðfrystingu skemmast matvæl- in ekki. Venjuleg frysting fer fram við 1—4 stiga frost og er því svo seinvirk að meðan á henni stend- ur myndast stærri og stærri ís- krystallar í því sem fryst er og eyðileggja það. En hraðfrystingin er svo ör, að ískrystallar hafa ekki tíma til að myndast. Maturinn er því óskemdur og heldur sínu eðh- lega bragði. En hvernig fer þá um geymslu á hraðfrystum matvælum? mun margur spyrja. Sjerfræðingar segja, að hann geti geymst óskemd- ur endalaust ef loft komist ekki að honum. Þeir benda á það, að í Síberíu hafi fundist í jörð harð- frosnir skrokkar af mammútdýr- um, sem legið hafi þar þúsundir ára, en kjötið sje þó enn sem nýtt. Sjerfræðingarnir hafa og gert til- raun í þessa átt. Fyrir tíu árum hraðfrystu þeir nokkuð af mais- kleggjum, og þeir hafa síðan athug- að þá árlega og enn eru þeir eins og nýir af akrinum. Víðs vegar um Bandaríkin eru nú um 12.000 svokallaðar frysti- geymslur, þar sem menn geta leigt sjer frystihólf til að geyma mat í, og 13 milljónir manna njóta góðs af þessu. Þykja þessar frysti- geymslur nú svo nauðsynlegar í sveitum, að menn skilja ekkert í því hvernig þeir hafi komist af áður en þær komu. Nú geta þeir haft nýtt kjöt, nýtt grænmeti og nýa ávexti allan ársins hring. Nú þurfa þeir ekki að hugsa neitt um það að salta, reykja nje sjóða nið- ur. Þarna geta og bændur geymt vörur sínar þangað til þeir koma þeim á markað. Þeir geta nú t. d. slátrað fje sínu hvenær sem er, og þurfa ekki að bíða eftir því að kólni í veðri, eins og áður hefir verið. Matreiðsla hraðfrystra vara er miklu auðveldari heldur en áð- ur var. Og svo hafa Bandaríkja- menn fundið upp sjerstakt suðu- áhald fyrir þessar vörur. Er það kallað radioofn, og í honum þiðnar kjö4 á fáum sekúndum og steikist á 40 sekúndum. Hitinn í ofninum er framleiddur með stuttbylgjum, og sjálfur ofninn eða ílátið hitnar ekki meðan á suðu stendur. Þessi ofn er töfragripur, og kemur sjer sjerstaklega vel í járnbrautarlest- um og í veitingahúsum og annars staðar þar sem þarf í skyndi að framreiða allskonar rjetti fyrir marga. Veitingahúsin geta fengið tilbúinn og hraðfrystan mat í plastikskálum, sem þau geyma síð- an í kælirúmi. Og þegar gestur biður um einhvern sjerstakan rjett, þá er ekki annað en fara í skáp- inn, taka skál með þessum rjetti og stinga henni inn í ofninn. Og eftir tvær mínútur er svo hægt að bera rjettinn rjúkandi á borð fyrir gest- inn. Maturinn er borinn fram í skálinni og engum kemur til hug- ar að eyða tíma í að þvo skálina á eftir. Hún er svo ódýr að henni er fleygt. ' 'm] pm’ i í I l Á. Ó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.