Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1950, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1950, Síða 13
LESBÖK MORGUNBUAÐSINS ur verið hægt að ljetta erfiði af hjartanu, og þannig draga úr and- þrengslum og sársauka, sem fylgir angina pectoris. Nú eru læknar í Harvard farnir að nota geislavirkt joð til þess að draga úr safarensli skjaldkirtlanna og við það hafa þrautirnar fyrir hjartanu linað mjög. En mestar vonir binda vísinda- menn þó við hin geislavirku efni til lækningar á krabbameini. I öll- um sjúkrahúsum í Bandaríkjun- um er nú farið að nota „isotopes“ gegn þessum skæða og dularfulla sjúkdómi. — Og vísindamennirnir segja hiklaust að ef nokkur lækn- ing eigi að fást á krabbameini, þá hljóti hún að fást með hinum geisla -virku frumefnum. Ýmislegt hefur þegar komið í Ijós í þessu efni. f Oak Ridge full- yrða læknar að geislavirkt cobalt sje eigi aðeins ódýrast til lækning- ar á krabbameini, heldur einnig drjúgum best. Gamma-geislarnir, sem eyða krabbameini, eru miklu kröftugri í cobalt heldur en í radí- um. Og í meðferð er cobalt örugg- ara. Geislunarkraftur radiums er frá 400.000 volt, en geislunarkraft- ur cobalt er stöðugt yfir miljón volts. Geislavirkt cobalt er held- ur ekki jafn hættulegt og radi- um. Beta-geislar þess eru ekki nema tíundi hluti af magni beta- geisla í radium. Og vegna þessa er hægt að beita cobalt geislum þar sem ekki þykir ráðlegt að beita radium. Geislavirkt cobalt er miklu ódýrara en radíum, sem nú kostar 15000—20000 dollara hvert gramm. En áhrifum cobalts eru takmörk sett eins og áhrifum radium. Það getur læknað krabba á byrjunar- stigi, en þegar krabbinn er orðinn svæsnari, þá er aðeins hægt að hefta hann eða tefja fyrir honum. Einnig getur það mistekist. En lækning eða hefting útbreiðslu — hvort tveggja er undir því komið að sjúklingurinn fái altaf cobalt- meðferð við og við. Vegna þessa eru vísindamennirn- ir hvorki ánægðir með radium nje geislavirkt cobalt. Allar tilraunir hníga því nú að því að koma „iso- topunum“ sjálfum inn í meinið og láta þá geisla þar út frá sjer. Ef það tekst, er líklegt að hægt sje að eyða krabbameini fyrir fult og alt. En til þess að þetta geti orðið þarf að hitta á það geislavirkt efni, sem meinsemdin drekkur í sig, en fer að öðru leyti lítið út í líkamann. Þetta hefur hepnast vel þar sem um krabbamein í skjaldkirtli hefur verið að ræða. Það drekkur í sig geislavirkt joð, nægilega stóran skamt til þess að eyðileggja sjálft sig. En hvort slík lækning er til frambúðar, eða hvort þarf að end- urtaka hana við og víð, er enn á huldu. Nú hyggja læknar að krabba mein í maga megi lækna á sama hátt með geislavirku fosfór. Og þeir eru að þreifa fyrir sjer um áhrif annara geislavirkra efna á krabba- mein í öðrum stöðum líkamans. -----------------o---- . Jafnhliða þessum rannsóknum má vera að finnist ástæðan til þess að menn fá krabbamein. Vísinda- menn vita að engar frumur geta vaxið nema með því að draga að sjer mikið protein. Þegar fram- leiðsla og eyðsla af því helst í hend- ur í líkamanum, er alt í lagi, þá er um heilbrigði að ræða. En svo taka einhverjar frumur upp á því að draga í sig meira protein en góðu hófi gegnir. Við það hlevpur í þær ofvöxtur og við það mvndast krabbamein. Hvernig stendur á þessu? Alls staðar er nú verið að revna að leysa úr þeirri spurningu. í há- skólanum í New York fara fram rannsóknir á hlutfallinu milli vatns -efnisins í líkamanum og skorts á protein, sem veldur vanþrifum. í Harvard eru vísindamenn að reyna '497 að komast að því með geislavirkri pottösku hve mikið protein sje í heilbrigðum líkama, og hve mikið af því missist til myndunar krabba- meins. í Huntington Memorial Ho- spital í Boston hafa þó einna merki legustu tilraunirnar farið fram. Þar hafa læknar notað geislavirkt kol- efni við krabbamein. Nú er geisla- virkt kolefni búið til úr „amino acids“/ en það er aftur aðalefni proteins. Það fór nú svo, sem vænta mátti að meinið dró til sín hið geislavirka kolefni. En læknarnir fundu líka að þeir gátu stöðvað sjúkdóminn með því að útiloka fýri, eða með örlítilli viðbót af dinitrophenol (sem einu sinni var notað gegn offitu). Það er nú eftir að vita hvort dinitrophenol (eða eitthvað svipað efni) getur stöðvað vöxt krabba- meins í mannslíkamanum. Tilraun- irnar þarna og annars staðar eru enn á byrjunarstigi og fara því ekki fram á mönnum heldur á dýrum. Það er heldur als eigi víst að þelck- ing á eðli og verkunum proteins leysi gátuna um það hvernig eigi að lækna krabbamein. — Vísinda- menn halda að ýmislegt annað hjálpi til að hleypa þessum ofvexti í frumurnar, sem kallað er krabbi. Og vísindin eru nú að leita að því hvað þetta geti verið. Þau rann- saka gaumgæfilega efnabyggingu hvítu og rauðu blóðkornanna, og hina sífeldu eyðing og uppbygging efna í líkamanum og hver áhrif þetta hefur á frumur hinna ýmsu hluta innbyrðis. f sambandi við þessar rannsókn- ir kemur og til greina eftirlit með því hvað maðurinn lætur ofan í sig af mat og drykk. í Argonne National Laboratorv skamt frá Chicago ganga kjama rannsóknirnar út á það að rækta geislavirka ávexti og jurtir, svo sem hveiti, alfalfa, sykurreyr, tóbak o. fl. Með því að gefa skepnum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.