Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1951, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1951, Blaðsíða 4
U2 | LESBÓK MORGUNBLABSINS sem best, og notaði slcólameístari sjpr þáð þahnig að koma s]er í mjúkinn kjá stiftamtmanni. Biskup vandaði nokkrum sinnum um við hánn’ og' löfaði skólameistari þá bot og betfun með svo innfjálgum órðum, að biskupi gekst hugur við, eins og hann segir sjálfur frá. En alfaf sótti í sama horfið aftur. Rak þa svp ’iangt, að haustið 1785 íekk biskuþ settan prorektor til aðstoð- ar við kensiuna. Eftir það kom Gísli ’varla nærri embættisstörfum sínum,. enda þótt hann heldi emb- séítisnafhi.’' ’ ' 'Hinn ’kennarinn, Páll konrektor jákoþsson,’ hafði áður verið kon- rektor í Skálholti og settur fýrir skólánn þegar Bjarni Jónsson skóla -meistari ljét af embætti. Var Páll talínn góður kennari, en nú kom- inn á éfri'ár og allmjög drykkfeld- ur og heilsutæpur. Haustið 1785 fekk hann því Jakob Árnason syst- ursön sinn til þess að gegna emb- ætti íyrir sig, en fluttist sjálfur að Esjubergi. Segir Bjarni Þorsteins- son amtmaður, að seinasla árið sem þeir Gísli og Páll .vcjrii við kenslu að nafninu að þá. hafi 'í skólanum verið „jafnilla sjeð fyrir sál og Iikama.“ Jaköb’ Áfnason var gerður pro- rektor árið eftir og gegndi þeirri stöðu fram til 1801 að hann vígðist prestur að Gaulverjabæ. Tók þá við af honum Guttormur stúdent Pálsson og gegndi stöðunni meðan ’skólirin starfaði. Þegar Jakob varð prorektor gerð ’-ist Brvnjólfur stúdent Sigurðsson kennari fyrir Pál. Ber Árni stifts- þrófastur Helgason honum hið besta orð, segir að vísu að hann 'háfi ekki verið gáfaður, en mesta góðmenni og „ekki hef jeg þekt mann, sém með meiri samvisku- ' sérfií 'hafi viíjað gegna sinni köllun en Kann.. i.' Aldrei gleymi jeg því hvað hann .varð guðlegur þegar hann talaði um eitthvað guðlegt vi,ð mig og aðra sína lærisveina.“ En svo segir hann líka að Brynjólf- ur liafi sama sem verið flæmdur frá skólanum. Það gerðist þannig: Einu sinni refsaði Brynjólfur nemanda með því að hýða hann með sófli á höndina. Fleygði hann síðan sóflinum á skólagólfið og gekk út. Þá komu inn efribekking- ar og þótti þetta óhæfa. Tóku þeir sóflinn, brytjuðu hann niður og stráðu bútunum um skólagölfið þar sem þeir vissu að Brynjóifur mundi ganga er hann kæmi inn. Brynjólfur var bráðlyndur og er hann sá þetta rauk hann út og kallaði umsjónarmann fyrir sig og heimtaði af honum sóflinn. Hinn stóð ráðþrota. Þá sagði Brynjólfur: Inn í þennan skóla kem jeg aldrei framar. — Þá var Geir Vídalín orðinn biskup. Hann tók upp rann- sókn í málinu, en enginn pilta bótt- ist vita neitt. —- Haustið eftir fekk Brynjólfur prestsembættið við dóm -kirkjuna í Revkjavik og settist að á Seli. Þá fekk Páll sjer til aðstoðar Arnór stúdent Árnason, sem var „mildil gáfumaður — en tók sjer ekki heiminn nærri. Hann stundaði méir en sín störf að spila pólskpas í Reykjavík, sem þá var mikið títt,“ segir Árni Helgason. Arnór var ekki lengi við skólann, því að hann vígðist prestur til Hestþinga vorið 1798. Þá kom að skólanum Jóhann Árnason stúdent, sonur Árna bisk- ups Þórarinssonar, „lingerður að sönnu í lærdómi, en elskulegur, guðhræddur rnaður, enda bjóst hann daglega við sinni burtför hjeðan af jörðu. Hann dó í svefni hjá konu sinni Þóru systur Arnórs í Vatnsfirði.“ Kenslan. í Hólavallarskóla átti kensla að vera með svipuðum hætti og á Hólum og eins og áður var í Skál- holti. Um námsgreinarnar segir Bjarni amtmaður þetta: „Ekki var fræðslan meiri en það, að kend var latína, grfska, lítið eitt í Nýja testa- mentinu og ómerkilegt söguágrip. í talnafræði, landafræði og dönsku var því nær ekkert kent nema „dimittendum“ í landafræði og reikningi stuttan tíma (svo sem hálfan mánuð) áður en þeir gengu uridir burtfararpróf11. Og Árni Helgason segir: „Boðið var að pilt- ar skyldi læra landafræði og stærð -fræði, en hvorugt var þar kent í minni tíð, erigin danska, engin ís- lenska, en okkur bara sagt að við ættum að læra þetta, og það gekk þá upp og niður. Lexíukver urðu menn að kaupa, skræður útslitnar, og stundum var slík ekla á þeim að .8 urðu að horfa á sama ex- emplar þegar einn af oss bullaði einhverja íslenska útleggingu.“ — Áður hafði það ekki tíðkast að landabrjef væri notuð við keoslu, hvörki á Hólum nje í Skálholti. Þess vegna segir Árni Helgp.son á einum stað: „Blessuð sje Brynjólfs minning, hjá honum sá jeg fyrst landkort." Fyrirkomulagi ■ kenslunnar var og rrijög ábótavant, eins og sjest á umsögn Hannesar biskups: „Hjer er ekki kent ákveðnar stundir dags eins og í dönsku skólunum, heldur stundum allan daginn, sem er mjög þreytandi fyrir kennarana, En þetta getur ekki öðru vísi verið, þar sem einum kennara er ætlað að veita 14—17 lærisveinum til- sögn, og það enda í mjög ólíkum fræðigreinum, en kennarinn verð- ur aftur,-eftir mismunandi þroska lærisveinanna, að skifta þeim í 3 eða 4 „lektiur“, sem allar lenda ,á einum og sama kennaranum. Á þessu verður ekki ráðin bót nema kennurum sje fjölgað. Kenslan í þessum skóla er alt of mikið starf fvrir tvo ke.nnara“.* . ' * Einn vetur, 1801—02, var skólan-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.