Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1951, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1951, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS veikindum í skólanum þann vetur, þrátt fyrir hin slæmu húsakynni. Er það sjálfsagt því að þakka, að Veðrátta var þá miklu mildavi en verið hafði að undanförnu, fiskafli góður og hagur almennings með ^etra móti. Skólínn lagður niður. Árið 1804 var þeim Gísla skóla- 'neistara og Páli konrektor veitt lausn frá embættum, og hafði þá hvorugur sjest í skólanum í mörg ar. eins og fyr hefur verið sagt. Var þá og jafnframt úrskurðað, að skólahúsið væri orðið svo bág- borið, að ekki kæmi til mála að skólinn gæti verið þar lengur. Var svo ákveðið að hann skyldi flytjast hl Bessastaða og vera þar í amt- Ir>annsíbúðinni gömlu. En vegna þoss að þar þurfti að gera allmikl- ar breytingar, fór svo að enginn skóli var í landinu veturinn 1804— 1805. Skólahúsið á Hólavelli hekk uppi fram á sumarið 1807. Þá var það rifið. Nokkuð af viðum þess var flutt til Bessastaða og haft þar til bygginga, en hitt var selt á opin- heru uppboði. En þar sem skólinn kafði staðið reis Skólabærinn, sem allir gamlir Revkvíkingar muna eftir. Á. Ó. ^ ^ ^ Á fundi í Öryggisráðinu. Mikið þras °f deilt um óskyld efni. Þá reis upp ^ir Benegal Rau, fulltrúi Indverja og tttælti: — Indverskur fursti horfði á knatt- sPyrnu í fyrsta skifti. Daginn eftir sendi hann hverjum manni í liði sig- Urvegaranna fótknött að gjöf og ljet Svo um mælt, að hann gæti ekki horft a Það að ellefu menn væri um sama knöttinn. — En jeg held að vjer þess- 11 ellefu, sem hjer erum ættum að láta °Ss nægja einn knött — það er að segja að ræða ekki nema eitt mál- efni í einu. SíM 119 VEÐRATTA OG HEILBRIGÐI Á VETRUM DEYA NÆR HELMINGI FLEIRI ÚR HJARTA- BILUN EN Á SUMRIN EFNI þessarar greinar er teldð úr ameríska tímaritinu „This Week Magazine11 og má vera að hún geti orðið mönnum til leiðbeiningar hjer um það að fara varlega með sig á meðan vetrarveðrátta helst og umhleypingar, ekki síst vegna inflúensunnar, og eftirkasta henn- ar, sem gera menn móttækilegri fyrir öðrum kvillum. í greininni segir að það sje marg sannað að hjartabilun leggi miklu fleiri menn að velli um vetrgr- mánuði en aðra tíma árs. Hafa læknaskýrslur í Bandaríkjunum sýnt, að helmingi fleiri deya þar úr hjartakvillum í janúar heldur en í maí, og ennfremur deyi þá fleiri úr lungnabólgu og' gigtsótt, heldur en á öðrum tímum árs. Þó hefur það komið í ljós, að ekki eru jafn mikil brögð að þessu þegar vetrarveðrátta er mild. Fyrir löngu hafa læknar tekið eftir því, að eitthvert samband er milli veðráttunnar og ýmissa sjúk- dóma, svo sém hjartabilunar, lungnabólgu og inflúensu. En hitt vita menn ekki með vissu hverníg þessu er farið. Kuldi, myrkur, snjór, stormar og umhleypingar alt stuðlar þetta að því að greiða götu ýmissa kvilla, og hin snöggu veðrabrigði hafa sjerstaklega áhrif á hjartað. Þess vegna hefur „American Hearth Association" gefið út eftir- farandi fimm varúðarreglur handa almenningi, einkum með tilliti til þess að þeir hlífi hjartanu við á- reynslu á veturna. 1. Forðist þreytu. Alt sem vjer tökum oss fyrir hendur á veturna er erfiðara en á sumrin. Fótabún- aður er þyngri, fatnaður meiri og þykkri. Vjer verðum að sireilast gegn stormi og hríð, kafa fönn-, eða hafa hvern vöðva spentan til þess að detta ekki á hálku. í skrifstofum er þá venjulega mest að gera. Og heima bætist á menn snjómokstur og erfiði við að setja keðjur á bíl- inn. íþróttaæfingar eru þá erfiðari. Skíðamenn klífa þá hærri og bratt- ari brekkur en endranær og gang- an er erfiðari. Alt þetta og margt fleira getur leitt til þess að hjartað bili, ef menn ætla sjer ekki af. — Menn eiga auðvitað að sinna störf- um sínum. En menn skyldu fara varlega í að þreyta sig úti við, og sjerstaklega ætti menn að gæta hófs um alla áreynslu í vetrar- íþróttum. 2. Sofið nóg. Þegar þú verður þreyttur, þá kemur þreytan ekki síst niður á hjartanu. Hver hvíldar- stund gefur hjartanu tækifæri til að jafna sig. Þreyta kemur oft af því að menn hafa ekki fengíð næg- an svefn. Of lítill svefn er hættu- legur. Þetta vita allir, en því mið- ur skeyta alt of fáir um það. Vetr- armánuðina er það sjerstaklega hættulegt að fara seint að sofa. —• Átta stunda svefn er þá það sem menn þurfa minst. — Tíu stunda svefn er miklu betra. Menn ættu að hugsa um það fremur en gert hefur verið, að fá sjer hvíld frá störfum á veturna. Máske er það ekki hægt .vegna þess að þá hafa þeir oft mest að gera er fást við innistörf. En merm geta notað frístundir sínar betur en þéir gera. 3. Fitið yður ekki. Öll óþarfa fita veldur hjartanu auknu starfi og 'á-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.