Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1951, Side 10
118' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
ingarhátíð dr. Hannesar biskups
Finnssonar, er hafði látist þá um
sumarið. Var það Landsuppfræð-
ingarfjelagið, sem gekst fyrir henni
í sambandi við aðalfund sinn, og
mun Magnús Stephensen hafa ver-
ið forgöngumaður þess. Er svo tal-
ið að það hafi verið hin fyrsta slík
minningarhátíð, sem efnt var til
hj'er á landi. Var þar mannmargt,
um 200 boðagestir, og flutti Magnús
Stephensen minningarræðu úr
ræðustól skólans, en á undan og
eftir voru sungin kvæði, er hann
hafði orkt. Að því loknu var minn-
ingarathöfninni snúið upp í erfi-
drykkju, að gömlum íslenskum sið,
og „var kaffi, kaldur matur, púns
og rauðvín þar ómælt á borð bor-
ið.“ — Mnn-þetta hafa veo'ið hin
virðulegasta samkoma er ;ffámi:að
þessu hafði haldin verið’ í- Roykja-
vík.
Eini skóli landsins.
Þegar Sigurður Stefánsson bisk-
up á Iiólum andaðist, afrjeð stjórn-
in að leggja niður biskupsstóf og
skólann á Hólum til þess að ijetta
útgjöldum af konungssjóði. Eftir.
það skyldi aðeins vera einn biskup
í landinu og Hólaskóli sameinast
Hólavallarskóla. Var stjórninni þá
bent á, að þetta væri ekki hægt
vegna þess hve hrörlegur sá skóli
væri orðinn, nema því aðeins að
miklar endurbætur færi fram á
honum. Stjórnin kvað mega taka
það til athugunar þegar jarðir
Hólastóls hefði verið seldar og
þannig fengið fje til að efla Hóia-
vaRarskóla. Þeir Magnús Stephen-
sen og Wibe amtmaður bentu þá
stjórninni á það, að Hólavallar-
skóli ætti inni hjá konungssjóði
2600 rdl., sem sparast hefði við það,
að aldrei hefði verið veitt kennara-
embættið í náttúrusögu og hag-
fræði. Stjórnin taldi að það fje
væri runnið inn x konungssjóð og
hann væri orðinn eigandi þess, og
mundi það því ekki fást. Sannaðist
hjer það er Arinbjörn hersir sagði
við Egil forðum: „Er konungsgarð-
ur rúmur inngangs, en þröngur
brottfarar."
Hólastóll var lagður niður með
konungsbrjefi 2. okt. 1801 og nú
var Hólavallarskóli orðinn eini
skóli landsins. Var sú ráðstöfun tal-
andi vottur skeytingatleysis stjórn
arinnar um mentamál hjer á lancli.
„Má kalla að hjer komi nokkuð
glögglega fram sú fjármálastefna,
sem yfirleitt var fram haldið gagn-
vart íslandi og íslenskum stofn-
unum af hálfu ríkisstjórnarinnar.
Ekkert var talið athugavert við
það að níðast á Hólavallarskóla til
lítilfjörlegs hagnaðar fyrir ríkis-
sjóð. En hins vegar var til lengstra
laga yikist undan að gefa þess
nokkurn kost, að þaðan væri nokk-
ur eyrir lagður til landsþarfa um-
fram bráðustu nauðsyn“ (Þork.
Jóh.: Saga íslendinga).
Skólahúsið á Hólavelli var frá
upphafi hrákasmíð og ekki að
neinu. leyti samboðið tilgangi sín-
um. Því hafði enginn sómi verið
sýndur, og viðhald algjörlega van-
rækt. Það er því nógu fróðlegt að
athuga hvernig það var orðið, þeg-
ar dönsku stjórninni fanst sæmandi
að þar væri eini skólinn á landinu.
Vill svo vel til að einn af skóla-
piltum, sem þar var þá, Pjetur
Jónsson, síðar prestur á Kálfatjörn,
hefur lýst skólanum eins og hann
var um þessar mundir (veturinn
1802—1803). Lýsing hans er á þessa
leið:
„Þegar veður tók. að kólxxa, þá
varð kalt 1 skólanuxxi; þegar snjóa
tók úti, þá fór líka að snjóa inni í
skólanum, íxiður á pilta. Tveir ofn-
ar voru í skólahúsinu, en það var
ekki til neins að leggja í þá, því
að þá hefðu þeir getað hitað upp
víða veröld, ef þeir hefði getað
vermt upp grindahjall þapn, senx
piltar voru settir í. Þeir*voru því
ekki notaðir. En smátt og smátt
fóru piltar að sýkjast; einn lagðist
veikur af öðrum, og þegar kennar-
arnir ætluðu inn í skólastofuna,
lagðist dragsúgurinn svo þungt á
hurðina að innan, að þeir ætluðu
varla að geta komist inn í betta
sjúkrahús. Einn harðindakaflinn
um veturinn stóð í viltu; alla þá
viltu treystist enginn kennaranna
að kenna sakir kulda, og komu
þeir ekki í skólastofuna uns veður
varð mildara. En það er af piltum
að segja, að „þar kúrir hver, sem
hann kominn er, kútveltist og for-
mælir sjer“ uppi í skóla-lokrekkj-
unum, en þeir, sem hraustastir
voru og best þoldu kvalirnar, sóttu
þeim mat og nauðsynjar niður í
bæinn eða upp um kot, þar sem
þeir höfðu kost. Um voi’ið voru
margir piltar orðnir horaðir og til-
takanlega brjóstmæðnir og það svo,
að þegar stormur var úti, gátu
sumir ekki gengið til kirkjunnar
úr skólanum nema með hvíldum.“
Til er skólaröð í ljóðum frá sein-
asta vetri Hólavallarskóla (1803—
1804), og er hún orkt af Páli Jóns-
syni skálda. í inngangi hennar eru
þessar vísur:
Reykvíkinga rjeðu skóla runnar
menta
ungir byggja, er ástsæld þjentu
og alla prýði stunda nentu.
Ljenaði nornin lærdónxs öllum
líf og tíma,
hjet, ef ræktu siðu sóma
sæmdum, prís og Hafnarljóma.
Allur þorri eftirtalinna yngis-
manna
keppist hver í kapp við annan
kærastur að verða svanna.
Hjer fá skólapiltar þaim vitnis-
burð, að þeir hafi ekki slegið slöku
við námið, og ennfremur er svo að
sjá að ekki hafi kveðið mikið að