Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1951, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1951, Blaðsíða 16
124 U2SBÓK MORGUNBLAfiSlttS EFTIR því sem viðrar á öskudaginn á að viðra næstu 18 daga, eins og stendur í vísunni: Öskudagsins bjarta brá bætti úr vonar gögnum þar hann bræðum 18 á eftir gömlum sögnum. Sólbráðir fyrir þriðja fimtudag í góu borgast aftur. Sunnudaginn í miðgóu sagði gamla fólkið, að vermisteinninn kæmi í jörðina, og upp frá því átti að fara að batna, því að úr því fóru svell að flísast frá jörðu og holt að verða undir fannir. Lítil frost og snjór í janúar og febrú- ar boðar hríðar og kulda í mars. En í mars boða heiðríkjur og frost gott vor, en stormar boða stóra storma síðar. Svo margir þokuhringar sem verða í mars, svo mörg ofanföll verða á árinu, og svo margar hringdaggir sem verða í mars, svo margar verða þær eftir páska með hreggi. Harðasti kaflinn af vetrinum er sá er þeir mars og einmáuður verða sam- ferða. Að þessu sinni eiga þeir sam- leið frá 20. mars. Votur einmánuður boðar gott vor. Eftir því sem viðrar á Matthías- messunótt (fyrir 24. febr.) segja sumir að viðri 14 daga á eftir. Ef frostlaust er á Matthíasmessu, verður gott á eftir. ^ ^ ^ ^ HandbragðiS segir til sín. Sumarið 1895 fóru þeir Friðrik Guð- mundsson á Syðra-Lóni og Jakob Hálfdanarson tengdafaðir hans suður á Þingvallafund. Komu þeir þá við á Miklabæ í Blönduhlíð og var þeim boðið þar til stofu. Friðrik hafði aldrei komið þarna fyr, en nú brá svo við, að hann kannaðist vel við þessa stofu, vissi þegar að hann hafði sjeð hana áður, og þá líklega í draumi. Stofan var fremur lítil og nokkuð gömul, °n Friðrik segist hafa setið þar í sælii undrun og þegjandi eins og hann biði eftir einhverri opinberun frá hæðum. MINNINGARGUÐSÞJONUSTA var haldin í gær í Dónikírk.junni iun fóikið, sem fórst ineð flugvjelinni Glitfaxa t inn 31. janúar s. i. Talið er að flugvjelin muni hafa fallið í sjó út af Flekkuví! á Vatnsleysuströnd, en þrátt fyrir ->töð uga leit hefir flakið ekki fundist. ( liætt er að fulíyrða, að þetta sviplega slys hefir vakið alþjóðarsorg og mun fjöidi manna um alt iand hafa með klökkum huga tekið þátt í minninga itijöfninrn, sem var útvarpað ... ' . . nrViiWV Hafði hann orð á þessu við Björn prest, og sagði prestur þá að einhver maður af Austurlandi mundi hafa smíðað stoí- una. Fór hann að spyrja gamlan mann á heimilinu um þetta. Kom þá upp ár kafinu að smiðurinn hafði heitið Ár.ni og verið úr Vopnafirði. Þá rankaði Friðrik við sjer. „Árni snikkari Jóns- son frá Haugstöðum í Vopnafirði var sá hinn sami, er bygði bi.únn á Gríms- stöðum á Fjöllum fyrir Björn bónda Gíslason — bæinn, sem jeg var upp alinn í frá 10 ára aldri." Hjaltalín og Bjarni rektor. Hjaltalín var mestur höfðingi þeirra tíma í Reykjavík (1876—82). Hann bjó í timburhúsi miklu í Vesturbæn- um. Það var kallað Glasgow. Kynja- sögur gengu um alla Reykjavík um jötuninn Bjarna Jónsson rektor. Sagt er að þeir Bjarni og Hjaltalín hefðu getað talast við, þá er rektor stóð á tröppum Latínuskólans, en landlækn- ir við efsta gluggann í Glasgow. Rödd Bjarna rektors var svo sterk og dimm að það tók undir í öllum skólanum, þeg ar hann hafði hátt. Það er sönn saga, að þá er rektor stóð hjá hestum sín- um í Miðbænum, en ráðskonan hans, Gróa, á skólatröppunum, kallaði hann svo hátt að hún heyrði: „Komdu Gróa, og bintu betur á mig sporana“. Rödd Hjaltalíns var ámóta sterk og rödd Bjarna, og má það vel vera rjett, að þeir hafi kallað hvor til annars að gamni sínu yfir þveran bæinn, eins og hann var þá. (Dr. Jón Stefánsson). f Sagnabíöðum reynir Finnur Magnússon að lýsa gufuskipi fyrir löndum sínum, sem aldrei höfðu þvílíkt undur sjeð, og segist honum svo frá: Á árinu 1819 fluttist það fyrsta svokallaða damp- skip til Danmerkur. Eins og önnur af sama kyni þarf það hvorki segla nje ára til að komast áfram, heldur hjól og slíkar margbrotnar tilfæringar, hverjum gufu af kyntúm eldi heldur ávalt í hreyfingu. í masturs stað hafa slík skip ógna hávan stromp af járni, úr hverjum reykur og svæla ávalt gjósa eins og úr eldfjalli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.