Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1951, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1951, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLABSINS 115 lega horfði þá við á alt annan veg! En jeg þekki ekki nema eina fjöl- skyldu í allri Reykjavík, sem talist gæti þess umkomin, en alls enga, sem mundi tilleiðanleg að gefa sig að jafn óarðvænlegri atvinnu á þessum dýru tímum. Og sje það sannmæli, að rithöf- undur nokkur hafi látið sjer um mimn fara, að stórborgirnar sje sorpkassar mannkjmsins, þá dirfist ieg að fullyrða, að Reykjavík verð- skuldi saurvilpu nafn. Hvílíkt ó- reglubæli hún er, það vita allir, og það tel jeg mestan kostinn við legu skólabyggingarinnar, að henni hefur þó verið vahnn staður góðan spöl fyrir utan sjálfan kaupstað- inn, þótt fremur kunni það að vera slembilukku að þakka en fyrirhug- uðu ráði.“--------- Sá vitnisburður er skólameistari gefur hjer hinum danska höfuðbæ Islands, er mjög í samræmi við það sem þeir Magnús Stephensen og sjera Árni Helgason sögðu um hann síðar, svo að það verður ekki talið sem illmælgi hjá skólameist- ara. En ómaklega launar hann kotamönnum þann mikla greiða, er þeir höfðu gert skólapiltum. Að vísu er það sjálfsagt satt, að sóða- skapur hefur verið í kotunum, en mundu þá ekki sumir piltar hafa alist upp við álíka sóðaskap heima hjá sjer. Varla þarf þó að efa að skólameistara hefur gengið gott til, hann hefur viljað láta skólapilta hrista af sjer kotungsbraginn, og frá því sjónarmiði verður að hta á ummæh hans. En vera má að bisk- upi hafi þótt vandlætingin koma úr hörðustu átt, og að ekki ætti að kasta grjóti þeir, er í glerhúsi búa. Fje hefur og sjálfsagt skort til að koma upp mötuneyti fyrir skóla- pilta, enda kom það aldrei, eins og áður er sagt. Þess má gjarna geta hjer, að ekki hafði Gísla farist betur í viðskift- um við piltana, heldur en kotung- unum fórst við þá. Fyrsta vetur- inn átti hver piltur að leggja.fram 64 skildinga til ljósa, en rektor ljet hvern þeirra afhenda sjer upp í þetta 8 pund af tólg. Voru þeir þá 29, svo að alls fekk rektor 23 fiórð- unga 4 merkur af tólg, Grunaði pilta að þetta mundu ekki góð skifti, og veturinn eftir neituðu þeir að afhenda rektor tólgina. Reiddist hann þá mjög, en þeir höfðu það að engu og tóku sjálfir að sjer að sjá um ljós í skólanum. Eyddust þá ekki þann vetur meira en 8 fjórðungar og 16 merkur. — „Voru þó kertin engu síðri, en jafn- lengri vökur.“ Skólasiðir og skólalíf. Fyrsta vetur Hólavallarskóla voru þar 10 nemendur, sem verið höfðu í Skálholtsskóla. Þeir fluttu því með sjer inn í þennan skóla ýmsa siði, sem tíðkast höfðu í Skál- holti og skal hjer nefna nokkra þeirra. Það hafði verið venja pilta áður en þeir skildu á vorin að mæla sjer mót ákveðinn dag að hausti og ríða svo í fylkingu heim á staðinn í Skálholti. Á leiðinni þangað var þrisvar sinnum æpt heróp á viss- um stöðum. Það kölluðu þeir „sign- um“. Þessi siður helst við fyrstu árin sem skólinn var í Reykjavík. Fyrsta „signum“ var við Elliðaár, annað á Öskjuhlíð, hið þriðja á Arnarhólsholti, eða hjá Skólavörð- unni, en hana hlóðu piltar 1793. Þessi siður lagðist niður árið 1795. Þá er. að minnast, á þann sið að skíra nýliða. Sú athöfn fór fram í Laugarási á meðan skólinn var í Skálholti, en í lauginni hjá Laugar- nesi eftir 'að skólinn fluttist hingað. Eldri piltar ráku nýliðann að laug- inni, en þar var hann gripinn af tveimur sterkustu piltunum. Heldu þeir svo í sinn handlegginn hvor og þrídýfðu piltinurp. að höfði nið- ur í laugina, aftur á bak og áfram. Einhver málamyndanöfn voru ný- liðunum gefin við þetta tækifæri, en þau munu ekki hafa fest við þá. Fleiri raunir urðu nýliðar og að ganga í gegnum áður en þeir þætti fullgildir skólapiltar. Voru þær nefndar bál, pressa, járning og Snorri. Bálið var þannig, að eldri piltar settust flötum beinum á gólf- ið í tvær raðir og sneru fótum saman. Var svo bundið fyrir augu nýliða og hann leiddur þannig að hann skyldi ganga yfir fætur hinna og þótti það ógreiður gangur og þeir nokkuð hrekkjóttir, sem fæt- urnar áttu. Þetta hjet að vaða bál. Pressa var þannig, að nýliði var settur út í horn og þar áttu hinir að þjarma að honum þangað til hann hljóðaði. — Ekki var þetta hnjask alvarlegt ef nýliðinn hafði vit á að hljóða nógu snemma. Járn- ing var þannig að nýliði átti að vera hestur og tóku hinir fætur hans upp á víxl og ljetust járna hann. Síðan hljóp einhver á bak hestinum og reið nokkra hringa um skólagólfið og dæmdu hinir um hvort sá nýjárnaði mundi vera hestefni. — Snorri var aftur á móti alvarlegri leikur. Þá var byrgt fyr- ir glugga svo að myrkur var inni, og alt í einu orguðu og grenjuðu eldri piltar allir í senn og börðu þil og veggi til að hræða nýliða. En jafnframt var þá gripið tæki- færið til þess að berja á þeim eldri piltum, sem eitthvað áttu sökótt. Síðan varð nýliði að vinna nokkurs konar eið að því að segja ekki frá þessu, og að halda við þessum sið meðan hann væri í skóla. Það var eigi aðeins að piltar jöfnuðu sínar sakir í „Snorra“, heldur höfðu þeir sitt eigið rjettar- far. Yfirvöld þau, sem sett voru í embætti á „herranótt“, eins og seinna segir, áttu að gegna þeim embættum allan veturinn og jafna öll misklíðarefni, er upp kunnu að koma. En stundum var þó gripið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.