Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1951, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1951, Blaðsíða 6
114 LESBOK MORGUNBLAÐSINS að vori, að þeir flýðu úr skóla „til þess að bjarga lífinu“. Rjeðust þeir svo í skiprúm á Seltjarnarnesi „hvar fyrir þeir máttu mæta um haustið sektum og straffi eftir á- kvæðum skólastjórnar." Straffið var það, að dregið var af námstyrk þeirra. Af þessum piltum voru 7 prestssynir. — Fjórir flýðu þegar mánuður var eí'tir af skólatíma, og voru það þessir: Brynjólfur Guð- mundsson prests í Kálfholti, Hall- dór Árnason pr. í Kaldaðarnesi, Eyólfur Kolbeinsson pr. á Mosfelli og Skafti Skaftason pr. í Arnar- bæli. Þeir voru sektaðir um 15 ríkisdali. Hinir flýðu þegar hálfur mánuður var eftir af skólavist: Sigurður Ögmundsson pr. á Krossi í Landeyum, Benedikt Þorsteins- son pr. á Skorrastað, Jón Jónsson pr. á Mýrum (bróðir Steingríms biskups) og Jón Gíslason bónda. Þeir voru sektaðir um 9 rdi. 33 skildinga. Árni Helgason segir um viður- væri skólapilta á sínum dögum: „Mig furðar hve lítið menn kom- ust af með í Reykjavíkurskóla, enda var það merkilegt hvað ves- lings húsfólkið í kotunum tók lítið fyrir þjónustu og matartilbúning. Ekki vöndust piltar þar á sællífi, þar smakkaði jeg ekki og margir fleiri hvorki kaffi nje te. Engan mat smökkuðum við fyr en kl. 12, þá vatnsgraut með smjöri í. Önnur máltíð kom, eftir sem dagur var langur eða stuttur, í rökkrinu, harður fiskur og kaka með, og svo ekki meira, og jeg þóttist lifa í sæl- gæti. Þeir, sem áttu ríka að, lifðu betur, keyptu sjer rúsínur, kaffi etc., já sumir seldu bræðrum sín- um rúsínur, en þær voru dýrar, jeg má segja 3 skildinga. Seinni ár mín í skóla fekk jeg heilan hnefa af rúsínum fyrir latneskan stíl, sem sumir fengu hjá mjer. Sumir voru svo framsýnir, að þeir keyptu kjöt af Akurnesingum, ljetu sjóða og heldu reglulega auction, bóglegg, herðarblað, rif af síðu etc. rjett undir vökulokin; prísinn var hár, þar gat jeg aldrei keypt neitt.“ Mataræði skólapilta hefur verið mjög bágborið. Mjólk fengu þeir aldrei, því að hún var ekki til. Þá var ekki verið að hugsa um það að maður þyrfti svo og svo margar hitaeiningar á dag til þess að hald- ast í fullu fjöri. Þá ljetu piltar sjer nægja ef þeir gátu fengið kvið- fylli' við og við, en sultu þess á milh heilu hungri. Segir og sjera Árni á öðrum stað: „Fátækt þekti jeg að heiman, en sultinum kyntist jeg fyrst í skóla.“ Með hverju árinu urðu kjör pilta verri. Námstyrkur helst hinn sami, en dýrtíð magnaðist. Þeir urðu því að spenna sultarólina fastar og fast- ar. Og það var eigi aðeins að fæðið væri af skornum skamti, heldur var það líka óholt ,eins og sjest á því hve margir veiktust þar af skyrbjúgi. Ýmiskonar önnur van- heilsa fylgdi og í kjölfar hins ónóga viðurgernings. Hjer við bættist svo það, að margir urðu að fara langt til matar, og þegar bleytur voru og krap, eins og ekki er ótítt í Reykja- vík, komu þeir votir heim í skól- ann, því að íslenskir sauðskinns- skór voru ekki hentugasti fótabún- aðurinn. Af þessari vosbúð, kuld- anum, dragsúgnum og rakanum í skólaloftinu, veiktust margir vegna þess hvað þeir höfðu lítið mót- stöðuafl. Má búast við því að ýms- ir hafi biðið þar óbætanlegt tjón á heilsu sinni, og þess er ekki ólík- lega til getið að þar hafi hinn mikli og efnilégi lærdómsmaður, Jón Therkelín, tekið sjúkdóm þann er dró hann til dauða aðeins þrítugan að aldri. Hin reykvíska Sódóma. Gísli skólameistari sá það glögt, að það mundi í alla staði best og affarasælast fyrir pilta að þeir hefði mötuneyti í skólanum, eins og hafði verið í skólunum að Skál- holti og.Hólum. Skrifar hann bisk- upi um þetta í des. 1790 og dregur þar aðallega fram hvað piltar verði fyrir siðspillandi áhrifum í kotun- um, þar sem þeir láti „stundum fyrirberast langt fram á kvöld, sumpart til þess að neyta þar illa og sóðalega tilbúins matar síns, en sumpart til þess að njóta þar þess skjóls, sem skólinn getur ekki veitt þeim.“ Og svo heldur hann áfi’am: „Hjer venjast þeir við hinn ó- hrjálegasta sóðaskap og verða hon- um samdauna, svo að við þá loðir eftir að þeir eru orðnir sjálfstæðir menn.... Samvistarmenn þeix-ra verða bóndinn og vinnukindur hans og allskonar sjómannalýðui-, sem hefur þar bækistöð sína. Jeg vil síst fara niðrunarorðum um hjeidenda bændur, sem margir hverjir eru allvandaðir menn, ekki heldur um hjú þeirra, sem þó ó- neitanlega smám saman flekkast af umgengninni við andvaralausan ruslaralýð Reykj avíkurkaupstaðar. En „selskapur“ þeirra sjómanna, sem hingað leita, er beinlínis drep- sótt fyrir siðferði piltanna, því að — það er mjer óhætt að segja — þessir menn eru flestir án trúar, og svívirðilegur munnsöfnuður þeirra svai'ar fyllilega til blygðunarlausra athafna þeirra, sem kvartanir prest -anna hjer á suðurkjálka sýslunnar fyrir prófastinum sanna best. En nú kynni einhver að segja: Á þessu ætti auðveldlega að mega ráða bót. Skólapiltarnir hljóta að geta fengið fæði og annað, sem þeir með þurfa í Reykjavíkur kaup -stað. Þar hýr vandað danskt fólk, þetta gæti orðið atvinnuvegur fvr- ir boi’gara bæarins, hjer er um engar vegalengdir að ræða fyrir piltana, er valdið geti töfurn frá námi þeirra o. s. frv. Vel væri ef satt reyndist. Vissu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.