Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1951, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1951, Blaðsíða 8
116 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS til róttækari ráðstafana, er mikið þótti liggja við. Veturinn 1796 var í skólanum piltur er Jón hjet og' kallaður „sori“. Faðir hans var Jón Magnússon hafnsögumaður í Landa -koti, kallaður „skjallari“. Piltar þóttust hafa komist að því, að Jakob Árnason, sem þá var settur skólameístari, notaði Jón „sora“ til þess að njósna í skólanum. Til þess að refsa Jóni fyrir þetta foru þeir með hann eitt kvöld niður á tjörn og afhvdclu hann þar með bleyttri skjóðu. Varð það til þess að Jón hröklaðist úr skóla, Sá var einn siður í Hólavallar- skóla, að skólapiltar gengu þar all- ir eins búni-r, og gerði það hópimi fallegrí á að líta. Búningurinn var sortulituð mussa og búxur úr ís- lensku vaðmáli. Buxurnar náðu aðeins niður fyrir knje. Svo voru v þeir í mórauðum sokkum venju- legast, íiema á sunnudögum, þá í dökkbláum sokkum og’ á seinni ár- um Ijósbláum, og þótti það fallegra. Á fótum höfðu þeir sauðskinnsskó, en á höfði skotthúfur með grænum eða svörtum silkiskúf og vírborða um legginn. Herranótt. í Skálholti var það siður þegar haustprófi var lokið og piltum hafði verið raðað, að þá var haldin krýningarhátíð, sem þeir nefndu „herranótt". Þá var sá efsti krýnd- ur til konungs, en hinir næstu fengu virðingarnöfn eins og biskup, sýslumenn o. s. frv. Biskup þessi prjedikaði svo í gamni, og er það- an komin prjedikun sú, sem nefnd er Skraparotsprjedikun. Hátíð þessi mun að miklu leyti hafa farið fram utan húss, og var Skálholtsbiskup og kennarar við og skemtu sjer vel. Siður þessi fluttist til Reykja- víkur og þangað \’ar flutt frá Skál- holtí kóróna af eiri, veldissþroti og ríkiseph. Svehm Pálsgoa lspknii var á „herranótt" í HóIáVallarskóla og' lýsir henni svö: „Hún er nokkurs koiiar ieikur, sem piltar leika einu sinni á ári hverju. Þeir bjóðá skólastjóra og kennurum, öllum embættismönn- um og heldri mönnum úr grénd- inni og konum þeirra. Leikurinn er fólginn í krýningu, og er sá efsti í skólanum ávalt kóngur. — Sumir leika biskup og presta, en aðrir verðslega höfðingja svo sem æðsta ráðgjafa og anhan ráðgjafa, stiftamtmann, lögmaíin, dómara o. s. frv. Kóngurinn er krýndur og tekur við veldissprötanum, en um leið er haldin stutt ríéða á látínu, sem á við þetta tækifæri. Því næst gengur fram hver af höfðingjum konungs eftir annan og les upp fyrir honum heillaósk í ljóðum á latínu. Við og við gengur öll hers- ingin aftur og fram um gólfið nokkrum sinnum og líka fyrir ut- an skólann og kring um hann; er þá sungið og' leikið á hljóðfæri jafnframt, þegar kostur er á, og' skotið nokkrum skotum.“ í Ijóðabók Benedikts Gröndal yfirdómara er kvæði, sem heitir „Herradagurinn“. Virðist svo sem það sje orkt til þess að flytjast konungi á „herranótt",. og' hefur hann þá ekki verið ávarpaður á latínu einvörðungu. Hjer eru tvær vísur úr kvæðinu: Svo fegms hugar sem þú vilt, þín sæt ágirnd að verði fylt, til yfirráða lýðs og lands leyfð undir merki tignarbrands; svo vit að reifður völdúm ert, vilja þinn ei að fáir gert heldur lýðnum til gagns og góðs greiðir þeim krafta lífs og blóðs. Óskir til lukku oss og þjer allir samhuga gjöldum vjer. En ef þu gengur götu tjóns, grundvellir skjálfa besSa tróns. Hákoni ganrla Gissur j-irl gaf þetta blóðuga hlutarfall. Njóttu fengins sem fengu þeir fyrir öndverðu báðir tveir. Upphaf leiklistar í skólanmn, Nokkrar breytingar munu fljótt hafa orðið á „herranóttimri“ hjer í Reykjavík frá því sem var í Skál- holti, enda aðstæ'ður allar mjög' breyttar og verður hátíðin hjer að lara fram innan húss að miklu leyti. Sveinn Pálsson getur þess i frásögn sinni, að sumum liafi verið falið á hendur að leika atriði úr gleðileik. Hyggja fróðir menn að þessi gleðileikur hafi verið „Bjarg- launin“ (eða Brandur) eftir Geir Vídahn, sem þá var orðinn dóm- kirkjuprestur hjer. Er það fyrsta tilraun að semja íslenskan sjónleik alvarlegs efnis, og fyrsta leiksýning' í Reykjavík. Eiga skólapiltar í Hólavallarskóla því heiðurinn af að hafa runnið þar á vaðið. Svo segir Steingrímur próf. Þorsteins- son (Upphaf leikritunar á íslandi): „Fyrstu íslensku sjónleikasýning- arnar eru sprottnar upp í beinu skjóli „herranæturinnar“, eftir að skólinn fluttist til Reykjavíkur, og komnar í stað „Skraparotsprjedik- unarinnar", sem fljótlega hefur lagst niður í hinu nýja umhverfi." Svo bar nú til árið 1791 að Sig- urður Pjetursson sýslumaður í Gullbringu og Kjósarsýslu, flutt- ist til Reykjavíkur og settist að hjá Gísla Thorlacíus skólameistara og átti þar heima í firnm ár. Esp- hólin lýsir Sigurði svo: „Hann var skáld gott og gáfaður vel, jafn- lyndur og smágamansamur, en nokkuð skeytingarlítill, gerði sjer alt jafn ljett.“ Sigurður hefur ef- laust fljótt komist í kynni við skólapilta, þar sem hann átti heima í sama húsi og þeir, og hafa þeir notað sjer það þannig að fá hann til að gera breytingar og umbætur á „herranóttinni", enda segir Arri itiftprófastut- þaS behia orðus: sð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.