Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1951, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1951, Page 6
146 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „abstraktionanna" írá morgni vorr- ar menningar, þar sem germönsk hugsun gaf sig til kynna í varan- legu efni.Og það er þessi hugar- heimur, sem mjer finst koma fram hjer á sýningunni. Það er til daemis einhver karl- mennskuæska og lífski'aftur, sem kemur fram í verkum listamanns- ins Ásmundar Sveinssonar, eitt- hvað sem brýtur allar brýr að baki sjer. „Helreiðin“, já, hún er sannar- lega frumnorræn, algjör mótsetn- ing grískrar hstar, þar er skugga- leg, heiðin dultrú, feld í hið ein- kennilega stuðlamál hinna snúnu forma. Og sjaldan sjer maður slíka ham- remmi, sem kemur fram í spennu hinna bevgðu forma í „Malaran- um“. En máske kemur hinn ómengaði listsmekkur Ásmundar hvergi bet- ur fram en í myndinni, sem ber hið skrítna nafn „Gólfþvottur“. Ójá. eitthvað verður hver mynd að heita, og einhverja tylliástæðu verður myndhöggvarinn að hafa, þegar hann lætur sinn skapandi vilja brjótast fram í formi og stuðl- un. En hvað sem um það er, þá hefur árangurinn orðið mjög eftir- tektarverður. Þar er um að ræða lifandi formsamsetningu, sem er samtímis margbrotin og einföld í allri sinni „abstraktion“. Sú kraft- þensla, sem kemur fram í hending- um formanna knýr mann til að líta á heildina frá nýu og nýu sjón arhorni. Hjer er hvorki upphaf nje endir, ný form koma fram, það er sannarlega ný opinberun breyti- legra viðhorfa, er knýr mann til að skoða myndina í krók og kring. Er. hvað skeður? Alt í einu rekur mað- ur sig á vegg. Myndin er sett upp að skilrúmi, svo að þessari þrá verður ekki fullnægt. Annað e>ns klaufabragð er sjaldsjeð. Ásmundur hefur náð hinu hóg- lega „abstrakt“ formi, svo að ham- hleypuskapur hans er hvorki ógeð- feldur nje áreitinn. Það er eins og hann hafi lyfstein fyrir geðshrær- ingarnar. Formin eru hjer óbund- in. En í eldri mynd, , Móðir jörð“ er engu líkara en hugsjónaformið sje að springa af innri kraftþenslu, svo uð í myndinni kemur fran; eirðarleysi, þrátt fyrir augljósa list- ræna kosti hennar. Hinna sömu áhrifa gætir í verk- um Sigurjóns Ólafssonar. Þau eru sköpuð af innri nauðsyn. Með mynd móður sinnar sýnir hann hvers hann er megnugur á sviði raunsæinnar. Og myndin af Ás- grími Jónssyni er þannig, að þar talar steinninn til vor, þótt hann sje ekki hámæltur. Það er eins og listamaðurinn hafi fundið svipinn í sjálfum steininum og aðeins dreg- ið hann fram, með því að mjatla þar örlítið úr — en hvílíkur árang- ur! „Ekkjunni“ gleymir maður og ógjarna — hvernig hún starir trylt á oss út úr örlagafangelsinu inni í steininum. Sigurjón er fjölhæfur. í „Sjó- manninum“, sem stendur fyrir ut- an „Kunsnernes Hus“, lýsir hann með „dramatisku“ samspili brún- óttra „stereometiskra“ forma á áhrifaríkan og kaldranalegan hátt baráttu Islendinga við náttúruöflin á hafinu. Þá er gaman að myndinni „Kona“ eftir Gerði Helgadóttur, þrátt fyrir það þótt hún sje of samanknýtt, ennfremur að verk- um þeirra Magnúsar Á. Árnason- ar og Tove Ólafsson, því að hjá henni fer saman mjúk form og góður efnislegur yfirborðssvipur. Þá koma nokkrar tilraunir með frumstæðri list og úti fyrir dvrum rekur maður augun í hina reahst- isku mynd Ríkarðs Jónssonar af Jónasi Jónssyni. —oóo— Þegar maður lítur á íslensku sýn- inguna í heild, þá verður maður að dást að því þreki, sem þessi fámenna og afskekta þjóð þarna lengst í norðri, hefur sýnt, í því að komast jafnfætis meginlandsþjóð- unum á sviði listarinnar. íslend- ingar hafa lagt fram alla krafta sína, til þess að komast yfir nýar og hentugar aðferðir, til þess aö lýsa tilverunni á eins margbrotinn og listrænan hátt og unt er. Og þótt mörg verk þeirra beri vott um van- þroska, þá skiftir það litlu máli í samanburði við þá gnægð skap- andi ungra afla, sem maður finnur, að þar eru að baki. ^ ^ BRIDGE S. K 9 5 H. Á 3 T. D 5 L. K G 10 9 7 6 S. Á 10 8 5 2 H. D 9 5 T. K 6 3 L. Á 4 N V A S S. 4 3 H. G 7 6 4 2 T. 8 7 2 L. D 3 2 S. D G 7 H. K 10 8 T. Á G 10 9 4 L. 8 5 Sagnir: V N A S 1 S 2 L pass 2 gr. pass 3 gr. pass pass V sló út S 5. Borðið fekk slaginn á 9 og sló út TD, en V drap með K og sló út spaða aftur og nú getur S ekki fengið nema 8 slagi. Hann hefði átt að vita, að úr því að V opnaði sögn, hlaut hann að hafa LÁ. Hefði því S átt að drepa fyrsta slaginn með SD og slá út laufi. Drepi Y þá ekki með ásnum, er slagurinn tekinn á kóng í borði og svo er TD slegið út. Ef V drepur næst með LÁ verður S að ná út drotningunni og það er ekki hættulegt, því að A er þá spaðalaus. Með þessum hætti er hægt að vinna spilið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.