Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1951, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
147
Rosafrjettir l Dawson
Eftir Webb B. Garrison.
WHITE KOM til Dawson í Yukon
seint á úrinu 1898. Þá munu gull-
nemar sennilega hafa lagt undir
sig öll lönd í nágrenninu. Eða þá
að White hefir haft of mjúkar
hendur til þess að moka. Að minsta
kosti hugsaði hann ekki um gull-
námið, en rjeðist í prentsmiðju.
Þá var alt í uppgangi í Dawson,
en skortur var á ýmsu því, sem
nauðsynlegt þykir í menningar-
landi. Þeir settu það samt ekki
fyrir sig þarna í Dawson, heldur
voru þeir ákaflega stoltir af borg-
inni sinni og þótti smátt til ann-
ara staða koma. Og allir, sem þang-
að komu, smituðust af þessum
hugsunarhætti.
White var einn af þeim. Og hann
fann nú upp á því að prenta brjef
hausa fyrir ímyndað hótel, sem
hann kallaði Súrdeig, og taldi eiga
heima á Icicle-braut 1323. Svo bauð
hann þessi brjefsefni til sölu á göt-
unum, þrjú fyrir einn dollar, og
þau runnu út. Og svo skrifuðu
gullnemarnir kunningjum sínum
heima á þessi brjefsefni. Og þeim
þótti heldur en ekki varið í það
þegar þeir fengu brjef að heiman
stíluð til þeirra búandi í þessu
mikla hóteli, á her'bergi 423, í 5.
íbúð, eða í Klondike herberginu.
Út af þessu kænskubragði kom
það að White fekk starf við blaðið
„Klondike Nugget“, eina blaðið í
heimi, sem selt hefir verið fyrir
einn dollar í lausasölu.
Á þessum slóðum koma oft vond-
ar stórhríðar, og þá slitnar síminn
og engar frjettir berast frá um-
heiminum dögum saman. Og þeg-
ar svo bar undir þá var lítið um
efni í blaðið.
Svo var það einu sinni þegar
síminn var slitinn og það reyndist
ógerningur að fá neinar frjettir í
blaðið, þá var White skipað að
skrifa eitthvað — alveg sama hvað
það væri — til þess að fylla blað-
ið.
Daginn eftir birti blaðið undir
stórri fyrirsögn frjett um það, að
í einhverjum stað hefði verið 70
stiga frost, og afleiðingin af þessu
mikla frosti hefði orðið sú, að þar
hefði kyngt niður ókjörum af blá-
um snjó. Menn gleyptu við þess-
ari frjett og það ýtti undir White
að halda áfram. Síminn komst í
lag og nægar frjettir bárust utan
úr heimi, en White fanst það ekki
nóg. Nú kom hann með frjett um
það, að hinir óhemju kuldar hefði
orðið þess valdandi að ógrynni af
ísormum hefði komið upp úr klak-
anum, og það voru svo mikil læti
í þeim — sagði White — að gull-
nemar á afskektum stöðum gátu
ekki sofið fyrir þeim.
Einhver frjettastofa náði í þessa
sögu og símaði hana út um allan
heim. Og gætnir vísindamenn í
Washington og London skrifuðu
það hjá sjer að nú væri fundnir
ormar, sem þyldu hvaða frosthörku
sem væri. Og þeir skrifuðu blað-
inu og báðu um nánari upplýsing-
ar. Frjettaritarar við önnur blöð
í Alaska nöguðu sig í handarbök-
in í gremju út af því að liafa ekki
náð í þessa ágætu frjett, heldur
látið White taka hana rjett við
nefið á sjer og fá frægð fyrir.
Hver maður í Dawson trúði þess-
ari sögu eins og nýu neti. Og fram-
takssamur veitingamaður þar fann
upp á því að auglýsa að hjá sjer
fengist „ísorma cocktail“. Þetta
varð til þess að aðsókn jókst þar
alveg gríðarlega og menn börð-
ust um það að fá að bragða þenn-
an dýrindisdrykk.
Einhverju sinni rakst White inn
í veitingahús þetta. Veitingamað-
urinn tók þegar eftir honum og
kallaði:
„Piltar, víkið fyrir White. Það
var hann sem færði okkur sög-
una um ísormana. Komið þjer
hjerna White og fáið yður eitt glas
af. hinum ágæta „ísorma-cock-
tail“ “.
Wlúte þorði ekki að skorast und-
an þessu. Með hálfum huga gekk
hann að veitingaborðinu, og hon-
um leist ekki á þegar hann sá veit-
ingamann mylja niður ísmola og
draga út úr honum fjögurra þuml-
unga langan snjóhvítan orm og
fleygja honum niður í drykkinn.
White reyndi að láta ekki á neinu
bera, þótt hann nötraði af við-
bjóði. Hann þreif glasið og tæmdi
það í einum svip.
Þá brá veitingamaður honum á
einmæli og hvíslaði:
— Jeg verð að biðja yður afsök-
unar, en jeg gat ekki fundið neinn
af hinum reglulegu ísormum. Jeg
boraði því holur í ísmola og stakk
Maccaroni-stöngum þar inn í. En
blessaðir segið þjer piltunum ekki
frá því að þetta sje gerfiormar. —
White lofaði því. Og þess vegna
er sagan um ísormana enn talin
sönn í Dawson. Jafnvel enn í dag
geta ferðamenn, sem koma til
Dawson, fengið þar keypt póstkort
með myndum af harðneskjulegum
gullnemum, sem eru að grafa ís-
orma upp úr jökli.
^ ^ %
Prestur nokkur sagði í ræðu:
— Þegar jeg lit yðir söfnuðinn, þá
verður mjer á að spyrja sjálfan mig:
Hvar eru hinir fátæku? En þegar jeg
lít í guðskistuna, þá verður mjer á að
spyrja: Hvar eru hinir ríku?