Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1951, Síða 10
150
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
eins og eya meðfram landinu, en
tengd við það með akvegum.
Þarna á þessari paradísarströnd
ætlaði jeg að dvelja í svo sem tvo
daga og hvíla mig eftir erilinn í
New York og hydramátiska vjel-
virkja námskeiðið í Lansing. Síð-
an ætlaði jeg að ieggja upp í hið
langa ferðalag til Venezuela En
þangað var úlíka langt eftir að fara
eins og til baka til Reykjavíkur.
Skilningstrjeð. nýir ávextir
og kæst skata.
Það kom nú í ljós að Rooney
Plaza gistihúsið, sem mjer hafði
verið ráðlagt að gista í, var ekki
opið um þetta leyti árs. Annatím-
inn í Flórída er sem sje janúar,
febrúar og mars. Um það leyti fer
efnafólkið í norðurríkjunum, sem
er orðíð þreytt á snjónum og kuld-
anum, að hugsa sjer til hreyi'ings.
Gamlir, gugnir og gagnsæir mil-
jónarar taka saman veiðitækin, svo
sem fimm veiðistengur og álíka
mörg hjól — gerfifiska og þúsund
önnur tól. Og verða sem strákling-
ar á ný. Jói og Fred og Bill ákveða
að hittast í Stuart-veiðiklúbbnum,
hafa Kadiljálkinn með — en iáta
konurnar leika sjer í Miami. Kadil-
jálkurinn er ekki verra veiðiskip
en hvað annað!
Stelpurnar finna sjer einhverjar
tælandi sundskýlur sem reynast
sjerlega hættulegar stöndugum
ungkörlum. Og „úlfarnir" látl ekki
heldur á sjer standa að kynnast
efnuðum heimasætum.
Þarna er sannkallaður veiðistað-
ur bæði á sjó og landi. Túnfiskur,
sverðfiskur, ilugfiskur og hákarl
liggur þarna skamt undan strönd-
inni. Og sólin skín og bakar fólkið
uns það verður kaffibrúnt. Og sjór-
inn angar. Það er hressandi brim-
selta í hlýjum andvaranum.
En þetta var sem sje september,
frekar dauður tími og Rooney
Plaza lokað Bílstjórinn rjeði mjcr
að reyna Vanderbilt hótelið. Og
enda þótt mjer hnykti við að heyra
nafnið, ákvað jeg að láta slag
standa. Jeg gæti kynt mig sem
Rockefeller ef á þyrfti að halda.
En það kom í ljós sem betur fer,
að það fínasta við þetta hótel var
nal'nið. Að ógleymdri sundiauginni
og baðströndinni framan við það!
Þegar jeg sá sundlaugina varð jeg
svo yfir mig hrifinn, að mjer kom
strax til hugar að Vanderbilt hlyti
að hafa stolið hugmyndinni að
henni frá baðstaðnum við Skerja-
fjörð. Eða skyldi enginn hafa orð-
ið var við Vanderbilt karlinn, þar
sem hann var að snuðra kring um
f lugvallarhótelið ?
Annars sá jeg ekki alla þessa
dýrð fyr en um morguninn, því að
jeg var dauðþreyttur og steypti
mjer á hausinn í kojuna.
Klukkan átta næsta morgun
vaknaði jeg við sólskin og fugla-
kvak, brá mjer í skyndingu í bræk-
urnar, og hljóp síðan út til að fá
mjer hressingu og kaupa mjer
sundskýlu. Jeg.var ekki aldeilis á
að sofa frá mjer alla dýrðina.
Það fyrsta sem jeg tók eftir,
þegar jeg kom út á sólbakað stræt-
ið, var hvað fólkið var lítið klætt.
Jafnvel berfætt og berlærað! ís-
lenskar konur gætu margt lært af
þeirri sparsemi í klæðaburði, sem
fegurðardísirnar í Miami hafa til-
einkað sjer! En ekki er hann þó
hættulaus hjartveikum mönnum
eða ístöðulitlum, sem kynnu að
vera milli vonar og ótta um að
hnútur eða smella losnaði! Þegar
þessar dísir brosa til inanns, snýst
all í hring — mann snarsundlar og
spyr sjálfan sig, hvort ekki muni
vera um sólstungu að ræða. Þarna
voru þær flestar í baðfötum einum
saman og engin hætta á að neinni
yrði kalt!
Jeg er á því að þetta fólk sje
eitthvert besta fólk í heimi.
Þegar jeg hafði jafnað mig, kom
jeg auga á skála nokkurn þar sem
seldir voru ýmiskonar ávextir. —
Þótti mjer þeir girnilegir til fróð-
leiks. Og þar sem jeg sá hvergi
skilningstrjeð góðs og ills, fjekk
jeg mjer blandað ávaxtamauk í
eplis stað.
Eftir að hafa smakkað á mauk-
inu skildist mjer þó, hvílíkur firna
gæðamunur er á nýum ávöxtum
og niðursoðnum. Þessir ávextir
voru sem sje nýtíndir og ferskir.
Höfðu aldrei í blikkkrús komið.
Hvað þá heldur verið soðnir.
Já, þessir ávextir voru með því
allra gómsætasta, sem jeg hef
bragðað. Og ekki spilti að þeir voru
framreiddir undir blaktandi pálma-
viðargreinum, er bærðust með
kvenlegum yndisþokka í andvar-
anum frá blánandi Atlantshafinu.
Þeir sem aldrei hafa smakkað
slíkt loslæti nema upp úr dósum,
vita ekki hvílíka gastrónómiska
og kulínaríska lystisemd hjer er
um að ræða. — En meðal annara
orða: hvernig væri að láta Vatna-
jökul sækja einn farm af þessum
dýrindis ávöxtum og koma með
hann hraðfrystan? Það mætti láta
þá hafa hraðfrystan þorsk og kæsta
skötu í staðinn!
Jeg labba nú niður að strand-
lauginni, sem er eins og skínandi
smaragð í gullumgjörð. Vatnið
leiftrandi grænt, en steinflísarnar
umhverfis logandi rauðar. Sólhlífar
og hvílustólar í sterkum rauðum,
gulum og bláum litum. Pálmatrje
á alla vegu og blaktandi búnings-
tjöld og liressingarskálar. Stima-
mjúkt þjónustufólk á ferli. í laug-
inni sporðlausar, fótnettar haf-
meyjar — en aldeilis ekki mál-
lausar eins og í Andersens-ævin-
týrinu. — Ef jeg væri Tómas myndi
jeg yrkja um litlu fiskana í þessari
laug, sem geta aldrei orðið annað
og meira en fiskar!
Mönnum kann að þykja það und-
arlegt að nokkur skuli byggja sund