Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1951, Page 11
! LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
151
laug á sævarströnd, eins og hjer
getur að líta. Því að hún er sjálf
óviðjafnanleg sem baðstaður. —
Mjúkur heiðgulur sandur með hæfi
legum halla og glóðvolgur saltur
særinn, flæðandi upp að honum,
blár með hvítum báruföldum. En
í lauginni er ávalt hægt að baða
sig, hvort sem brim er og straum-
ur, flóð eða fjara. Og í hana berst
aldrei þari eða þang.
Miami-strönd í Reykjavík!
Til þess að koma upp boðlegum
útibaðstað fyrir höfuðborg íslands,
lagði jeg til við bæjarstjórn Reykja
víkur árið 1946 að gera útilaug
sunnan við eða þar sem nú er suð-
urtjörnin. Grynka hana hæfilega
og ganga frá þjettum leirbotni er
myndar þjetta baðskál. Láta þar á
ofan lag af skeljasandi. — Framtíð-
arbaðstaður Reykvíkinga ætti sem
sje að vera hlý sjólaug, en ekki
fjara! Og í hjarta bæarins. Hef jeg
í verkfræðilegri greinargerð og
kostnaðaráætlun til bæarverkfræð-
ings sýnt fram á, að með 70 sek-
úndulítrum af hitaveitu vatni (sem
á sumrin fer til ónýtis) og 70 sek-
úndulítrum af sjó — sem líklega
má taka úr sjónum að skaðlausuí
— og sem dælt væri úr Skerja-
firðinum, má þarna halda við 20°
heitri laug.
Laug, sem er 30 þúsund fer-
metrar að stærð og sem sam-
kvæmt erlendum heilbrigðisregl-
um leyfir 12 þúsund gestum að
baða sig í senn. Gerið nú saman-
burð á þessari laug og litla en vin-
sæla og fjölsótta baðkerinu, sem
við köllum Sundlaugar og var bygt
þegar Reykvíkingar voru aðeins
sex þúsund!
Endurnýjun vatnsins væri svo ör
að baðinu væri ekki ofboðið þótt
60 þúsund manns böðuðu sig á degi
hverjum!
Til þess að dæla þessu vatni úr
Skerjafirðinum þyrfti aðeins 65
hestafla rafmótor. Mætti dreifa
vatninu með tveim pípum eftir
endilöngu baðinu. Og með gos-
brunni — einskonar geysi — mætti
öðru hverju þeyta upp háum strók
af 40 gráðu heitri sjóblöndunni.
Myndi til þess þurfa um fimmtfu
hestafla mótor.
Að kvöldinu skyldi unt að lýsa
upp þenna ‘goshver marglitum
skrautljósum.
Skilið skyldi í sundur milli
fremri tjarnarinnar og laugarinnar
og vatnsborði haldið hærra í bað-
inu þannig að um enga óhreinkun
yrði að ræða á hinu tæra baðvatni.
Á sandströndinni ofan við vatnið
skyldi koma fyrir tíu til tuttugu
upplýstum rafgeislaofnum er gerðu
almenningi kleift að liggja úti og
njóta sólbaða enda þótt kalt væri
í veðri. Væru ofnar þessir á ca. 5
metra háum stöngum, minnandi
helst á risavaxnar, skrautlegar sól-
hlífar, en með þeirri náttúru að
geisla hita yfir ströndina án tillits
til lofthitans. Rafmagnsþörf hvers
ofns væri líklega ca. 50 kw. Einnig
þetta rafmagn fer á sumrum til
ónýtis.
Á þennan hátt gætum við
hagnýtt okkur náttúruöfhn, hver-
ina og vatnsaflið, til að bæta úr
máttleysi sólarhitans á okkar norð-
lægu eyu, og auka heilbrigði og
gleði ungra sem gamalla.
En af hverju eru þessar tillögur
grafnar lifandi í skrifborði bæar-
verkfræðings? Og af hverju grípur
ekki æskan þessar hugmyndir í
stað þess að byggja ennþá eina höll-
ina til miklu óþarfari innivistar?
Slíkar aðfarir minna mig á bræð-
urna sem að vísu bygðu sjer aðeins
hús en ekki höll. En gleymdu glugg
unum. Ætluðu svo að ráða bót á
ljósskortinum með því að bera
dagsljósið inn í húfunum sínum.
En kanske er það hægt í stórum
pípuhöttum, sem ekki er hægt í
pottlokum?
Fellibylurimi
dregur fánann að hún.
í þesum þönkum reika jeg niður
að ströndinni þar sem jeg dýfi
mjer í hvítfyssandi hafið, sem er
volgt eins og vel stilt bað. En sólin
og hinir svásu vindar þurka skrokk
inn notalega fljótt þegar upp úr
er komið. Hvílík himnesk sæla!
En Adam var ekki lengi í Para-
dís. Eða er eilífðin svona fljót að
líða?
Er jeg hafði dyfið mjer nq^krum
sinnum í glóðvolgt hafið og þess á
milli látið augun hvíla á hinum
guðumlíku dísum, er þarna skinu
eins og sóleyar á engi, tók skyndi-
lega að dimma í lofti. Veðurguðinn
hefur eflaust orðið afbrýðisamur!
Hann er líklega að koma á, hugs-
aði jeg.
Og nú tóku pálmarnir umhverfis
að vagga sjer í mjöðmunum og
greinarnar að taka dýfur og veltur
eins og bátskeljar í krappri báru.
Áður en varði var engu líkara en
búið væri að slá upp konunglegu
balli, þar sem kavalerarnir bukk-
uðu sig í sífellu fyrir dömunum
sem krupu og kniksuðu á móti.
Og nú heyrðist kallað hvellum
rómi um gjallarhorn:
„Menn eru beðnir að hverfa frá
ströndinni til herbergja sinna. Það
er að skella á óveður!“
Jú, sko til! Þarna er stormfán-
inn dreginn að hún og smellist f jör-
lega í vindinum.
— Sóhn var nú alt í einu horfin og
hafið sem skömmu áður hafði verið
blátt með hvítfyssandi báruföld-
um, tók á sig ógnþrunginn og blý-
gráan svip.
Dökka bhku dró upp á himininn
og rigningardropar hrukku um
steinflísarnar sem umkringdu hina
smaragðgrænu laug, er rjett áður
hafði logað eins og gimsteinn í sól-
skininu.
Fólk tók nú að tínast heim að
hótehnu og safnast þar saman. Og