Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1951, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1951, Síða 12
152 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Heiðurshundur Guðmundur Gíslason Kagalín skráði eítir Þórði Þorsteinssyni nu íyrst heyrði jeg hvað á seiði var: Voðalegur fellibylur, hinn ægi- ]egasti er yfir þetta fellibyljaland Lefði gengið í fjörutíu ár, væri ikamt undan landi og hefði tekið btefnu beint hingað á Miami. Já, mikið ef hann stefndi ekki beint á Hótel Vanderbilt, sjöundu hæð, herbergi númer 711, Gísla Halldórsson! Hvern fjandann skyldi nú þessi bylur*þurfa að álpast hingað ein- mitt þá stuttu stund, sem jeg ætl- aði að spóka mig hjerna? En við þessu var ekkert að gera. Og maður fengi þó a. m. k. að sjá framan í fjesið á einum íellibyl, sem ekki væri af betri gerðinni. Það gæti verið nógu fróðlegt. Komi hvað.sem koma vill.... Búist var við að miðbik byljar- íns myndi fara yfir Lauderdale rjett norðan við Miami. En hring- urinn riálægt miðbikinu væri lítið betri en miðjan. Fellibylurinn myndi skella á Miami seint um kvöldið og líklega verða verstur um nóttina og drepa þá þúsundir manna, svo sem er hann fór hjer um síðast. Þá er sagt að skýjakljúfar hafi skekkst og hús hrunið, fokið og farið í kaf, í sjó eðá vatn, en tjónið nam milljónum dollara. — Nú voru menn að vísu betur undir fellibyl búnir. Hins- vegar ekki vafi á að þessi jötun- bylur með vindhraða alt að 250 kílómetra á klst. myndí færa með •sjer flóðöldu og valda gífurlegu tióni Er hjer var komið sögu tók jeg að undirbúa mig undir þessa heim- sókn. En um kvöldið stytti jeg mjer stundir við að færa um hana dag- bók. Er því best að gefa dagbókinni orðið, Niðurl. næst, & w ® & ÞORÐUR ÞORSTEINSSON dvald- ist í bernsku nokkur ár á ísafirði í skjóli ömmu , sinnar, Kristínar Ólafsdóttur, hjá dóttur hennar, Maríu, sem var gift norskum manni, J. P. Clausen. Þegar Þórð- ur var átta ára, Ijest María, og tól: Clausen sjer mjög nærri lát henn- ar. Fór hann til Noregs haustið eftir að hún dó og hugðist dvelja þar um hríð. Áður en hann fór, út* vegaði hann tengdamóður sinn' húsnæði á Langeyri í Álítafirði og fluttist hún þangað með Þórð. Clau -sen ljet þeim í tje talsvert af mat- vælum, og auk þess bað hann bræð- urna í versluninni Bræðraborg á ísafirði að sjá þeim fyrir björg, eftir því sem gamla konan óskaði. Húsnæði þeirra, Þórðar og ommu hans, var eitt herbergi uppi á lofti í vesturenda húss þess, sem verkafólk hvalveiðastöðvarínnar á Langeyri hafði búið í. í austur- endanum niðri bjuggu mæðgin, Margrjet Ólafsdóttir og Páll Snorrason. Átti Páll geipistóran hund af erlendu kym. Skammt frá var hús, sem í bjó trjesmiðui nokkur Hann var kvæntur mað- ur, og áttu þau hjón þrjá sonu, sinp á hverju árinu og var sá elsti þriggja ára. Ofn var I herbergi þeirra, Þórð- ar og ömmu hans, en ekki notuðu þau hann nema við og við Amman dró ekki að sjer nema lítið' af kol- um, og þó að Þórður tíndi saman og bæri heim allmikið áf sprekum, meðan jörð var auð, dugði eldi- viðurinn skamt. Til eldunar notaði gamla konan eingöngu olíuvjel, og eftir að kolin og timbr.ö þraut, hit- aði hún upp með þvi að láta öðru hverju lifa á olíuvjelinni. Ekki var amman heldur kröfuhörð um mat- föng. Hún ljet Þórði í tje alt það skái'sta, og hann sá hana í rauninni aldrei borða neitt, nema þegar húr. fekk sjer kaffi. Með því borðaðí hún stundum brauð. Þegar kom fram á útmánuði, var ekkert til inatarkyns neraa tæpur fjórði partur af rúgbrauði, sem var orðið þurrt og hart. Ekkert viðbit var til ðg ekki nokkur fiskuggi. Þegar svona var komið, ákvað gamla konan að fara út á ísafjörð og taka út vörur í versluninni Bræðraborg. Tók hún sjer far á vjelbáti úr Súðavík snemma morg- uns og hugðist koma aftur að kvöldi. Páll og Margrjet fóru \ þessum sama báti til ísafjarðar og ætluðu að vera lengi í burtu, og hafði Páll með sjer hund sinn Amma Þórðar sagði honum, að ef honum leiddist einveran, skyldi hann fara til hjónanna, sem bjuggu í næsta húsi. „Þú getur leikíð þjer \ið dreng- ma, þó að þeir sjeu litlir,“ sagði hún Upp úr hádeginu fór Þorður yfir í hús smiðsins og tók að leika við drengina. Hann hafði stundum komið til þeirra, sVo að þeir voru ekkert feimnir við hann. Um nón- bil tók að hvessa af norðaustri með snjókomu og hörðu frosti. Smiðurinn hafði vinnustofu í kjallara hússins, og var hann þar 'dð smíðar þennan dag. Hann vann allt til klukkan níu um kvöldið, en kom síðan upp. Synir þeirra hjóna voru sofnaðir, en Þórður var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.